Blóðbankabíllinn á ferð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
15.05.2018
kl. 17.35
Nú er Blóðbankabíllinn á ferð um Norðurland í þeim tilgangi að safna blóði og mun hann hafa viðdvöl bæði á Sauðárkróki og á Blönduósi. Ávallt skortir blóð fyrir sjúklinga og slasaða og á Facebooksíðu Blóðbankans kemur fram að skortur er á blóði í öllum blóðflokkum. Því er mikilvægt að sem flestir gefi blóð. Blóðbankinn, sem þarf 70 blóðgjafa á dag, vonast til að sjá sem flesta og eru allir velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar.
Meira
