Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun styðja við sjálfstæði háskóla
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.03.2018
kl. 14.29
Bjarni Jónsson, varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, sendi fyrirspurn á Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stöðu og sjálfstæði háskóla á landsbyggðinni. Vildi hann fá að vita hvort ráðherra hyggist beita sér fyrir því að eyða óvissu sem ríkt hefur undanfarin ár um stöðu og sjálfstæði Háskólans á Hólum, Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Háskólans á Bifröst og styrkja og tryggja starfsemi þeirra þannig að þeir geti vaxið í heimabyggðum sínum. Einnig spurði Bjarni hvort ráðherra ætli sér að beita sér fyrir því að tryggja áframhaldandi sjálfstæði þessara háskólastofnana og uppbyggingu þeirra?
Meira
