Skagafjörður

Arto Paasilinna og Jón Kalman Stefánsson meðal uppáhaldshöfunda

Það er Guðmundur Jónsson á Hvammstanga sem situr fyrir svörum í Bók-haldinu að þessu sinni. Guðmundur er 56 ára gamall og starfar við Bókasafn Húnaþings vestra sem bókavörður, eða sem deildarstjóri útlánadeildar, eins og hann titlar sig til gamans. Guðmundur er Húnvetningur í húð og hár en hann er uppalinn á Ytri-Ánastöðum á Vatnsnesi þar sem hann bjó til ársins 1995 þegar hann flutti til Hvammstanga. Síðustu 14 árin hefur hann unnið á bókasafninu og unir hag sínum vel meðal bókanna.
Meira

Býr til músík í bílskúrnum - Ásgeir Bragi eða Ouse

Ungur Króksari, Ásgeir Bragi Ægisson, hefur vakið athygli á netinu, með flutningi laga sinna ekki síst á YouTube rás sinni Ouse. Ásgeir á ekki langt að sækja músikhæfileikana en hann er sonur Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar fjöllistamanns og Guðbjargar Bjarnadóttur framhaldsskólakennara.
Meira

Skemmtilegt samstarf um reiðkennslu á milli skólastiga í Skagafirði

Aðsent Hlín Mainka Jóhannesdóttir og Arndís Björk Brynjólfsdóttir
Meira

Atriði frá Tónadansi fékk viðurkenningu á Nótunni

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, var haldin hátíðleg þann 9. febrúar sl. með svæðistónleikum fyrir Norður- og Austurland sem haldnir voru í Hofi á Akureyri. Alls tóku sex atriði úr Skagafirði þátt í hátíðinni, eitt frá Tónadansi og fimm frá Tónlistarskóla Skagafjarðar.Ekki gekk þátttakan áfallalaust fyrir sig eins og sjá má í eftirfarandi frétt sem Kristín Halla Bergsdóttir hjá Tónadansi sendi okkur:
Meira

Sterkur sigur í erfiðum leik fyrir austan

Tindastóll og Höttur mættust á Egilsstöðum í gærkvöldi í 19. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Hattarmenn urðu að sigra til að halda fárveikri von sinni um að halda sæti sínu í deildinni á lífi en Stólarnir berjast sem fyrr á toppi deildarinnar. Leikurinn einkenndist af góðum varnarleik beggja liða en þó sérstaklega Tindastóls sem gerðu heimamönnum afar erfitt fyrir. Stólarnir nýttu hinsvegar illa sín færi en Pétur átti enn einu sinni toppleik og fór fyrir sínum mönnum í góðum sigri. Lokatölur 68–80.
Meira

Ísabella Leifsdóttir með myndlistarsýningu á Króknum

„Hvernig líður þér þegar þú horfist í augu við alla neysluna, þegar dótið sem við gefum börnunum okkar hrannast upp allt í kringum okkur? Hvaða skilaboð erum við að senda þeim og hvers konar framtíð viljum við búa þeim? Erum við að byggja þau upp eða brjóta niður heiminn sem þau ættu að erfa?“ Þessara spurninga spyr listakonan Ísabella Leifsdóttir, sem vill með verkum sínum vekja athygli á ofgnóttinni í samfélagi okkar. Hún sýnir spegla sem hún hefur skreytt með smádóti úr plasti sem var á leið í endurvinnslu. Speglarnir eru fallegir og eigulegir munir, enda tilgangurinn að búa til verk sem fólk vill ekki farga heldur fegra heimili sín með. Einnig eru verkin áminning til neytenda um að hugsa sig um og velja vandlega áður en þeir rétta fram greiðslukortið í verslunum.
Meira

Atvinnuveganefnd skoðar lækkun veiðigjalda

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur sent formanni og varaformanni atvinnuveganefndar, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur og Ingu Sæland erindi þar sem hún óskar eftir því að boðað verði til sérstaks fundar í nefndinni til að ræða stöðu minni útgerða og áhrif hækkunar veiðigjalda á rekstrarstöðu þeirra.
Meira

Fannar Snær er búinn að fá sig fullsaddan á getuleysinu

Fannar Snær Danélsson, vörubílstjóri og virkur í athugasemdnum, hafði samband við Dreifarann nú þegar tæp vika er liðin af Vetrar-Olympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Fannari var mikið niðri fyrir þegar hann tjáði sig um frammistöðu Íslands: „Við erum bara eins og eymingjar í þessum vetrar hérna íþróttum, þetta er bara til háborinnar skammar, þetta... já þetta getuleysi. Við ættum vitaskuld, sjáðu til, að vera langbest þarna suður frá, já eða í það minnsta samkeppnishæf. Þetta er bara óskiljanlegt og í raun, sjáðu til, hreinasta óhæfa.“
Meira

Meðalatvinnutekjur á Norðurlandi vestra 90% af landsmeðaltali

Heildaratvinnutekjur á landinu voru 9,7% hærri að raunvirði á árinu 2016 en þær voru árið 2008 en hafa verið lægri öll árin fram að því. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar um atvinnutekjur á árunum 2008-2016 eftir atvinnugreinum og svæðum. Mestu atvinnutekjurnar voru í heilbrigðis- og félagsþjónustu, iðnaði og fræðslustarfsemi en mesta aukningin á tímabilinu varð í greinum er tengjast ferðaþjónustu, þ.e. gistingu og veitingum, flutningum og geymslu og leigu og sérhæfðri þjónustu. Mesti samdrátturinn varð hins vegar í fjármála- og vátryggingaþjónustu og mannvirkjagerð. Meðalatvinnutekjur voru hæstar á Austurlandi og þar næst kemur höfuðborgarsvæðið en lægstar eru þær á Norðurlandi vestra og á Suðurnesjum.
Meira

Frímúrarar lögðu Kaupfélagið og sýslumann

Rúv.is segir frá því að frímúrarastúkan í Skagafirði væri laus undan þeirri kvöð að deila eignarhaldi á húsi á Sauðárkróki með Kaupfélagi Skagfirðinga og fleirum. Frímúrararnir hafa fengið það staðfest með dómi að Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hafi gert mistök fyrir tæpum sex árum þegar hann staðfesti samning um eignaskipti á húsinu.
Meira