Skagafjörður

Jólatónleikar Skagfirska kammerkórsins

Skagfirski kammerkórinn verður á jólaróli nú um helgina og heldur árlega jólatónleika sína á þremur stöðum í Skagafirði á föstudag og laugardag. Í Hóladómkirkju á föstudag klukkan 20:00, í Sauðárkrókskirkju á laugardag klukkan 16:00 og í Miklabæjarkirkju á laugardag klukkan 20:00. Aðgangur á tónleikana er ókeypis.
Meira

Frábær endurkoma Tindastóls í Ásgarði

Tindastóll sótti lið Stjörnunnar heim í Garðabæ í kvöld í síðasta leik ársins í Dominos-deildinni í körfubolta. Reiknað var með hörðum slag og það vantaði ekkert upp á það. Stjörnumenn höfðu yfirhöndina framan af og leiddu með 14 stigum í hléi en Stólarnir komu dýrvitlausir til leiks í síðari hálfleik og voru snöggir að jafna metin og voru síðan sterkari aðilinn þar til yfir lauk. Lokatölur 80-86 í Ásgarði þar sem Pétur Birgis var bestur.
Meira

Dósasöfnun Unglingaráðs körfuboltans á morgun

Á morgun, 15. desember milli kl. 17 og 21, ætla krakkarnir í yngri flokkum körfuboltadeildar Tindastóls að ganga í hús á Sauðárkróki og safna dósum og flöskum í ferðasjóð yngri flokkanna. Misritað var í Jóladagskrá í Skagafirði sem birtist m.a. í Sjónhorni að söfnunin færi fram þann 16. des.
Meira

Atvinnupúlsinn 6. þáttur

Það er met í sölu á steypu hjá Steypustöð Skagafjarðar, sem sýnir glögglega að hjól atvinnulífsins snúast á svæðinu. Í 6. þætti Atvinnupúlsins, sem sýndur var á N4 í gær, er rætt við framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og farið í heimsókn til Steypustöðvar Skagafjarðar, Stefnu, Gestastofu sútarans, rækjuverksmiðju Dögunar og Kjarnans, sem hýsir ýmis þjónustufyrirtæki Kaupfélags Skagfirðinga.
Meira

Jólamót Molduxa á sínum stað

24. jólamót Molduxa verður haldið samkvæmt venju í Síkinu á Sauðárkróki annan dag jóla en þá mæta ungir sem gamlir Króksarar og leika körfubolta af miklum móð. Mótssetning hefst stundvíslega klukkan 10:55 með veitingu Samfélagsviðurkenningar Molduxa en strax á eftir eru fyrstir leikir flautaðir á. Keppt verður í einum flokki, og raðast lið saman eftir styrkleika strax að lokinni fyrstu umferð.
Meira

Jólavaka Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi

Jólavaka Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi verður í kvöld. Verður hún haldin í Félagasheimilinu Höfðaborg og hefst kl. 20:30.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Ingimar Pálsson á Sauðárkróki var kjörinn maður ársins fyrir árið 2016 og nú vantar einhvern til að taka við.
Meira

Nýr heitur pottur í Varmahlíð

Heiti potturinn í sundlauginni í Varmahlíð hefur verið óvirkur frá því í kringum 10. september sl. og gestir því ekki getað nýtt sér hann lengi. Að sögn Indriða Einarssonar sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Svf. Skagafjarðar er ástæða bilunarinnar sú að vegna bilunar í stýrikerfi og mannlegra mistaka var of heitu vatni hleypt inn á pottinn sem varð til þess að sprungur komu í skel hans.
Meira

Jólalag dagsins – Ég hlakka svo til - Svala Björgvinsdóttir

Þar sem einungis 10 dagar eru til jóla og Stúfur kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Ég hlakka svo til er jólalag með íslenskum texta, sungið af Svölu Björgvinsdóttir þegar hún var yngri. Þetta lag er upprunalega frá Ítalíu og heitir þar "Dopo la tempesta með Macella Bella
Meira

Jólabingó í Árskóla í dag

Nemendur 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki verða með sitt árlega jólabingó í dag klukkan 18 í húsnæði skólans. Jólalögin verða á fóninum og glimrandi fín stemning á staðnum, segir í tilkynningu frá krökkunum.
Meira