Þórarinn og Narri sýna heimsbyggðinni gangtegundir íslenska hestsins
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
13.10.2017
kl. 15.43
Á Facebooksíðunni Horses of Iceland var í gær birt myndband af þeim Þórarni Eymundsyni og Narra frá Vestri-Leirárgörðum þar sem þeir sýna á magnaðan hátt allar gangtegundir íslenska hestsins. Myndbandið var unnið af kvikmyndafyrirtækinu Skottafilm á Sauðárkróki fyrir Íslandsstofu. Horses of Iceland er alþjóðlegt markaðsverkefni með það að leiðarljósi að kynna og styrkja ímynd íslenska hestsins. Markmiðið er að gera fólki um allan heim kunnugt um góða eiginleika íslenska hestsins.
Meira
