Hester kemur á Krókinn á ný
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
24.06.2017
kl. 13.15
Antonio Kurtis Hester mun leika með Tindastóli næsta vetur í körfuboltanum en samningar hafa verið undirritaðir þar um. Þetta eru góðar fréttir fyrir leik- og stuðningsmenn Stólanna og ekki síst þjálfarans sem hafði Hester sem fyrsta kost sem erlendan leikmann liðsins. Að sögn Stefáns Jónssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls, tóku samningaumleitanir nokkurn tíma enda mörg lið á eftir kappanum bæði hérlendis sem og erlendis.
Meira
