Skagafjörður

Fólksfjöldi stendur í stað á Norðurlandi vestra

Fólksfjöldi stendur í stað á Norðurlandi vestra síðustu tvö árin en sé litið til 15 síðustu ára kemur í ljós að fækkað hefur um 0,7% og er það eini landshlutinn fyrir utan Vestfirði þar sem fóki hefur ekki fjölgað undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslensk sveitarfélög 2017.
Meira

Átta milljónir í styrk til Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar

Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum hlaut nýlega átta milljóna króna styrk úr Innviðasjóði Rannís til uppsetningar á Miðstöð fyrir mælingar á efnaskiptahraða í fiskum. Verður styrknum varið til kaupa á tækjum og uppbyggingar á aðstöðu til mælinga á efnaskiptahraða fiska.
Meira

Safnað fyrir ærslabelg á Hofsósi

Samtök um uppbyggingu á Hofsósi og nágrenni er nefnast Byggjum upp Hofsós og nágrenni hafa leitað leiða undanfarin misseri, til að gera gott samfélag betra. Á vinnufundum hefur komið fram skortur á afþreyingu fyrir börn og ungmenni á svæðinu.
Meira

Drangey Music Festival á N4

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival verður haldin laugardaginn 24. júní nk. á Reykjum á Reykjaströnd. Svæðið opnar kl. 18:00 og hefjast tónleikarnir kl 20:30. Þetta er í þriðja sinn sem hátiðin er haldin og á Facebooksíðu hennar segir að líkt og fyrri ár verði áherslan á frábæra tónlist og fallega stemningu í glæsilegri náttúru þar sem Drangey blasir við frá Reykjum á Reykjaströnd.
Meira

Lummudagar í Skagafirði - Mikil gleði framundan

Nú standa fyrir dyrum hinir árlegu Lummudagar í Skagafirði en þeir verða settir á næsta fimmtudag, þann 22. júní. Að vanda verður mikið um að vera, jafnt fyrir unga sem aldna.
Meira

Nýprent Open, barna- og unglingamótið í golfi

Barna- og unglingamót Golfklúbbs Sauðárkróks, Nýprent Open, verður haldið sunnudaginn 25. júní nk. og er það fyrsta mót sumarsins í Norðurlandsmótaröðinni.
Meira

Jónsmessuhátíð heppnaðist vel

Jónsmessuhátíðin á Hofsósi var haldin í 15. sinn nú um helgina í stilltu og hlýju en misþurru veðri. Að sögn aðstandenda hátíðarinnar fór hún í alla staði vel fram. Margt var sér til gamans gert og sýna meðfylgjandi myndir brot af því besta.
Meira

Stefnir í fjölmennt Landsbankamót

Landsbankamót Tindastóls fer fram á Sauðárkróki dagana 24. og 25. júní næstkomandi og stefnir allt í að mótið verði hið fjölmennasta hingað til. Á mótinu keppa stelpur í 6.flokki og fjölgar keppnisliðum ár frá ári. Nú eru rúmlega 100 lið skráð til leiks frá um 20 félögum. Liðin mæta á staðinn á föstudagskvöld en keppni hefst á laugardagsmorgun og lýkur á sunnudag með úrslitaleikjum og afhendingu verðlauna. Á laugardagskvöld verður haldin kvöldvaka þar sem Salka Sól kemur og skemmtir áhorfendum.
Meira

Málstofa - bókarkynning í Verinu

Miðvikudaginn 21. júní kl. 16.00 verður málstofa- bókarkynning í Verinu á Sauðárkróki þar sem kynnt verður bókin Fiskveiðar – fjölbreyttar áskoranir eftir færeyska sjávarútvegsráðgjafann Óla Samró sem nú hefur verið gefin út á íslensku í þýðingu Hjartar Gíslasonar blaðamanns. Bókin var gefin út í Færeyjum í fyrra og vakti mikla athygli enda hefur ekki fyrr verið skrifað á þennan hátt um fiskveiðistjórnun um víða veröld og borin saman mismunandi stjórnkerfi fiskveiða.
Meira

Þekktur golfkennari í heimsókn

Hinn þekkti golfkennari, John R. Garner, mun verða í heimsókn hjá golfklúbbunum á Sauðárkróki og á Blönduósi af og til í sumar, fyrst nú í vikunni, og sinna þar kennslu.
Meira