Skagafjörður

Metnaður, ævintýraþrá og kvíði Hrannar

Hrönn Harðardóttir skrifar pistil á Kvennablaðið.is sem vakið hefur verðskuldaða athygli en þar segir hún á jákvæðan hátt frá tækifæri sem skapaðist út frá neikvæðum aðstæðum. Hrönn bjó á Sauðárkróki um tíma hjá foreldrum sínum, Herði Sigurjónssyni og Petru Jörgensdóttur. Hrönn segir að það geti verið frekar erfið blanda stundum þegar „kvíða-ég“ þráir öryggi og vita alltaf upp á hár hvað sé framundan á meðan „ævintýra-ég“ verður mjög fljótt þreytt á tilbreytingasnauðum hversdagsleikanum og „metnaðar-ég“ þráir að komast lengra.
Meira

Helgargóðgætið - Salthnetu og súkkulaðirúsínuterta

Ef við fáum ekki gott veður um helgina þá er um að gera að setja í tertu, kveikja á uppáhalds tónlistinni, setjast niður í þægilegan stól, upp með fætur, njóta tertunnar og ímynda sér að maður sé á sólarströnd í góðra vina hópi.
Meira

Nýjar reglur um Hvatapeninga

Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar að breyta reglum um Hvatapeninga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna í sveitarfélaginu. Verið er að laga reglurnar að upptöku nýs skráningakerfis í gegnum Nóra, sem tekið var upp um síðustu áramót. Skilyrði þess að hægt sé að nýta Hvatapeningana er að um skipulagt íþrótta-, lista- eða æskulýðsstarf sé að ræða og sé stundað undir leiðsögn þjálfara, leiðbeinenda eða kennara.
Meira

Krúttmyndband dagsins - skylduáhorf!

Þetta myndband sprengdi krúttskalann hjá mér því það er alltaf svo gaman að sjá þegar börn og dýr getað notið tilvistar hvors annars. Hér eru bræðurnir Viktor Darri og Kristján Franz að fá sér súp með hestinum Yl í mestu makindum. Það var móðir þeirra, hún Stefanie Wermelinger, sem tók þetta upp og deildi á facebook síðunni sinni og hefur það vakið mikla lukku. Hún er menntaður reiðkennari og tamningarkona og eiginmaður hennar er Kristján Elvar Gíslason járningarmeistari, þau búa á Sauðárkróki.
Meira

Flestir brautskráðust af ferðamálabraut Hólaskóla

Brautskráning frá Háskólanum á Hólum fór fram föstudaginn 9. júní sl. í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Athöfnin var með hefðbundnum hætti, þar sem fléttað var saman stuttum ávörpum og tónlistaratriðum, auk brautskráninganna sjálfra. Á heimasíðu Háskólans á Hólum segir að fyrst hafi stigið í ræðustól Erla Björk Örnólfsdóttir rektor, en síðan ávarpaði ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, viðstadda. Deildarstjórar skólans sögðu einnig nokkur orð áður en þeir brautskráðu sína nemendur og veittu auk þess nokkrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi.
Meira

Ljóti andarunginn á Sauðárkróki og Blönduósi

Nú er Leikhópurinn Lotta á ferðalagi um landið með sýningu sína, Ljóta andarungann. Í dag kl 18:00 verður sýning í Litla skógi á Sauðárkróki og á laugardaginn, 1. júlí kl. 11:00 verður sýnt á Káratúni á Blönduósi.
Meira

Samstarf við myndlistamenn sem eiga rætur að rekja í Skagafjörð

Þann 1. júlí næstkomandi verður myndlistarsýningin Nr.1 Umhverfing opnuð á Sauðárkróki. Sýningarhúsnæði er annars vegar Safnahúsið, og hins vegar Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Nafn sýningarinnar, NR.1 Umhverfing, vísar til þess að fleiri sýningar verði settar upp með sama móti víða um land á næstu árum í samstarfi við heimamenn.
Meira

Hólmagrundin best skreytt

Í gær var gert heyrinkunnugt hvaða gata þótti best skreytt á Lummudögum á Sauðárkróki sem og hvaða grillpartý þótti heppnast best, að mati aðstandenda Lummudagahátíðarinnar.
Meira

Blágosi frá Gæðingi besti bjórinn

Bjórhátíðin á Hólum var haldin sjöunda árið í röð þann 3. júní síðastliðinn. Að sögn Guðmundar Björns Eyþórssonar hjá Bjórsetri Íslands tókst hátíðin afar vel eins og áður, gott veður, fullt af fólki og góður bjór í boði hjá brugghúsunum.
Meira

Sundlaugin á Sauðárkróki á áætlun

Fyrri verkhluti framkvæmda við Sundlaugina á Sauðárkróki fer í opið útboð á allra næstu dögum en þar er gert ráð fyrir að gamla sundlaugin verði öll tekin í gegn, anddyri, lyfta búningsklefar o.fl. Að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar, formanns byggingarnefndar sundlaugarinnar er markmiðið að sundlaugin verði til fyrirmyndar varðandi aðgengi fyrir alla. Framkvæmdir eiga að hefjast í haust eins og stefnt hefur verið að og gert er ráð fyrir að þeim ljúki seinni part ársins 2018. Seinni verkhluti verður unninn í framhaldinu þar sem gert er ráð fyrir viðbót sunnan við sundlaugina með rennibrautum, vaðlaug fyrir börn og heitum pottum.
Meira