Skagafjörður

Munum þá sem gleyma

Alþingi fjallaði um mörg mál á nýafstöðnu þingi og nokkur þeirra hlutu samþykki sem lög eða þingsályktanir eða var vikið til hliðar. Þetta 146. þing fer þó fjarri því í sögubækurnar sem árangursríkt og afkastamikið. Sum málanna teljast aðkallandi, brýn og þörf en fengu ekki framgang. Það sem efst var á forgangslista Samfylkingar voru eins og jafnan áður velferðarmálin, m.a. þau sem lúta að barnafjölskyldum, bættri heilbrigðisþjónustu, húsnæðismálum, sjúkratryggingum, málefnum eldri borgara og hagsmunamálum öryrkja auk annarra mála, s.s. samgöngumála.
Meira

Skagfirðingar sæmdir riddarakrossi

Þrír Skagfirðingar voru á meðal þeirra fjórtán sem sæmdir voru heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær, 17. júní. Þeir eru Sigurjón Björnsson, Jón Kristjánsson og Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
Meira

Góður vinnufundur í Húnaveri

Mánudaginn 12. júní var haldinn fundur í Húnaveri fyrir sveitarfélög, landeigendur og ferðaþjónustuaðila þar sem Guðrún Brynjólfsdóttir sérfræðingur, Hjörleifur Finnsson verkefnisstjóri Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri voru meðal forsögumanna. Að sögn Davíðs Jóhannssonar, ráðgjafa á sviði ferðamála hjá SSNV og skipuleggjanda fundarins var um vinnufund að ræða og hann því ekki auglýstur opinberlega, eftir að dagsetning hans var ákveðin snemma í maí.
Meira

Team Drangey tekur þátt í WOW Cyclothon 2017

WOW Cyclothon, sem er stærsta götuhjólreiðakeppni á íslandi, fer fram dagana 20.-23. júní næstkomandi. Hjólað er hringinn í kringum Ísland með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Team Drangey, sem Skagfirðingar skipa, tekur þátt í ár. Að sögn Péturs Inga Björnssonar eins úr Drangeyjarhópnum er grunnur liðsins úr því liði sem tók þátt 2015 en hét þá Team Tengill. „Við erum fimm úr því liði að fara að keppa aftur og fimm bætast við. Við tókum ákvörðun um að halda þessu á Króknum og menn héðan eru í liðinu fyrir utan staðarhaldarann á Hólum.“
Meira

Hef sjaldan fundið fyrir eins miklu þjóðarstolti

Liðið mitt - Matthías Rúnarsson
Meira

Japanskur kjúklingaréttur og Súkkulaði-karamelludraumur

„Við kjósum að hafa eldamennskuna fljótlega og þægilega og deilum því með lesendum þessum bráðgóðu og einföldu uppskriftum,“ segja matgæðingarnir í 7. tölublaði Feykis árið 2015, þau Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard, á Blönduósi.
Meira

Heimismenn bresta í söng á Loksins bar

Þeir klikka sjaldan meðlimir Karlakórsins Heimis í Skagafirði og alls ekki ef þeir eru samankomnir á vínstofu. Á fésbókarsíðu Leifsstöðvar í Keflavík er stórgott myndband þar sem þeir, ásamt Þóru Einarsdóttur sópran´söngkonu, sem söng með þeim m.a. í Kanada fyrr í sumar.
Meira

Hátíðahöld þjóðhátíðardagsins

17. júní, þjóðhátíðardagur Íslendinga, er á morgun og fögnum við þá 43 ára afmæli sjálfstæðisins. Af því tilefni verður víða mikið um dýrðir.
Meira

Fyrsta stigið lætur bíða eftir sér

Ekki náðu stelpurnar í Tindastóli að krækja í sín fyrstu stig í 1. deildinni í fótbolta á Sauðárkróksvelli í gær þegar Víkingur Ólafsvík kom í heimsókn. Þrátt fyrir færi á báða bóga kom aðeins eitt mark í leiknum sem gestirnir skoruðu. Það var snemma í leiknum, eða á 11. mínútu, sem Fehima Líf Purisevic í liði Víkings skoraði snyrtilegt mark utarlega í vítateig eftir ágætan samleik. Færið virtist ekki ýkja hættulegt en boltanum kom Fehima yfir Didu í markinu og í vinstra hornið.
Meira

Steypuskemmdir á Nöfum

Ekki var aðkoman fín hjá starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar svf. Skagafjarðar að undirstöðu flaggstangar sem þeir steyptu daginn áður þar sem búið var að moka steypunni upp úr mótinu og dreifa henni um svæðið. Flaggstöngin sem um ræðir átti að setja upp fyrir 17. júní hátíðahöldin á Sauðárkróki á Nöfum fyrir ofan íþróttasvæðið.
Meira