Mikil blessun fylgdi Hólahátíð í ár
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.08.2017
kl. 11.02
Hólahátíð fór fram um liðna helgi og var hún tileinkuð 500 ára afmæli Marteins Lúthers, með áherslu á siðbót í samtíð. Hátíðardagsskrá setti Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup í Auðunarstofu á föstudaginn en meðal dagsskráliða má nefna þátttökugjörninginn Tesur á Hólahátíð, sem fór fram alla helgina og Tón-leikhúsið á sunnudeginum. Þá lagði hópur fólks upp í Pílagrímsgöngu á laugardagsmorgni frá Gröf á Höfðaströnd, eftir Hallgrímsveginum að Hóladómkirkju.
Meira
