Skagafjörður

Ábyrgðarkeðjan má ekki rofna

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem lýtur að því að sett verði lög um keðjuábyrgð, þ.e. ábyrgð verktaka á því að undirverktakar hans standi skil á samningsbundnum launum, greiði opinber gjöld og hagi starfsemi sinni almennt samkvæmt lögum og reglum íslensks vinnumarkaðar.
Meira

„Þarf aðgerðir strax í vegamálunum,“ segir Bjarni Jónsson

Bjarni Jónsson, sem tók sæti sem varamaður á Alþingi í lok mars, beindi fyrirspurnum til samgönguráðherra varðandi fjármuni til viðhalds og uppbyggingar þriggja tengivega á Norðurlandi vestra. Vegirnir sem um ræðir eru Hegranesvegur, Reykjastrandarvegur og Vatnsnesvegur. Nú hefur borist svar frá ráðherra við fyrirspurnum Bjarna sem segir svörin valda miklum vonbrigðum.
Meira

Vel gengur hjá Heimi í Kanada

Karlakórinn Heimir úr Skagafirði er nú staddur á Íslendingaslóðum í Kanada þar sem raddböndin eru þanin í Vancouver og Victoría en þar verða haldnir tónleikar í samstarfi við Íslendingafélögin á hvorum stað. Sl. laugardag tók kórinn þátt í stóru kóramóti í Chan Center í Vancouver og söng þar fyrir fullu húsi.
Meira

Hildur Heba og Jódís Helga reyndust bestar í stærðfræði

Úrslit í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og níundu bekkja í grunnskólum á Norðurlandi vestra og Tröllaskaga fór fram í Ólafsfirði í gær. Hildur Heba Einarsdóttir nemandi Árskóla á Sauðárkróki gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina.
Meira

Drangey verður með samskonar vinnslubúnað og Málmey

Hið nýja skip Fisk Seafood, Drangey SK2, mun verða með sama vinnslubúnað og Málmey SK1 sem byggir á svonefndri „Subchilling“ tækni sem Skaginn 3X hefur þróað undanfarin misseri, meðal annars í samstarfi við Fisk Seafood. Samningur milli fyrirtækjanna var undirritaður þess efnis á sjávarútvegssýningunni í Brussel í gær.
Meira

Ævintýrið um norðurljósin

Ný barnaópera “Ævintýrið um norðurljósin” verður frumsýnd á Barnamenningarhátíðinni í Reykjavík, 29. apríl nk. í Ráðhúsinu en verður svo flutt norður yfir heiðar og sýnd daginn eftir í Miðgarði í Varmahlíð á Barnamenningarhátíð Skagfirðinga við upphaf við opnun Sæluviku 2017.
Meira

Sigtryggur Arnar til Stólanna

Körfuknattleiksdeild Tindastóls bættist góður liðsstyrkur er hinn bráðskemmtilegi bakvörður, Sigtryggur Arnar Björnsson, skrifað undir samning um að leika með liðinu næsta tímabil. Hann átti gott tímabil með Skallagrími í vetur með 18 stig að meðaltali í leik en hann var einn lykilmanna liðsins. Sigtryggur er 24 ára gamall, fæddur árið 1993 og mælist 180 sm á hæð.
Meira

Tækifæri í Tindastóli

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Það er mikið fagnaðarefni að sjá framhald á þeirri góðu uppbyggingu sem átt hefur séð stað í Tindastóli undanfarin ár. Skipulagslýsingin tekur á mörgum mikilvægum væntanlegum framkvæmdum þmt. Aðstöðuhúsi.
Meira

Skagfirðingur með silfur í Norrænu nemakeppninni

Kristinn Gísli Jónsson matreiðslunemi á Dill, landaði ásamt Ásdísi Björgvinsdóttur nema á Bláa lóninu, silfurverðlaunum í Norrænu nemakeppninni matreiðslu- og framreiðslunema sem fram fór í Hótel og matvælaskóla Finna í Helsinki. Auk þeirra Kristins og Ásdísar, kepptu þær Gréta Sóley Argrímsdóttir og Alma Karen Sverrisdóttir nemar frá Hótel Natura í framreiðslu. Enduðu þær í 4. sæti af fimm.
Meira

Lokað fyrir heita vatnið í Raftahlíðinni

Starfsmenn Skagafjarðarveitna vinna nú við lagnir í Raftahlíðinni á Sauðárkróki í dag. Því má búast við að loka þurfi fyrir heita vatnið meðan á því stendur. Um er að ræða miðgöturnar tvær, og ekki er vitað hversu langan tíma þetta mun taka.
Meira