Skagafjörður

Steypustöðin eignast Króksverk

Steypustöð Skagafjarðar hefur fest kaup á mölunarfyrirtækinu Króksverki á Sauðárkróki af fyrirtækinu Ölni sem eignaðist það á síðasta ári. Pétur Bjarnason hjá Ölni sagði þá við Feyki að meginástæða kaupanna hafi verið malbikunarstöðin Norðurbik á Akureyri sem Króksverk átti hlut í og fylgir hún ekki með kaupunum nú.
Meira

Gull og silfur á Krækjurnar

Krækjurnar á Sauðárkróki sendu tvö lið á eitt stærsta blakmót sem haldið hefur verið, á Siglufirði um helgina. Alls tóku 53 lið þátt, bæði í karla- og kvennaflokki í nokkrum deildum.
Meira

Veggskápur fær nýtt útlit!

Það þekkja eflaust margir hana Auði Björk Birgisdóttur en hún stofnaði í fyrra fyrirtækið Infinity blue á Hofsósi. Þar er hún að bjóða upp á róandi miðnæturböð í fallegustu sundlaug Skagafjarðar og hefur fólk þann kost að fá lánaðar flothettur til að ná betri og dýpri slökun eftir amstur dagsins.
Meira

Ingimar Hólm fékk eldavarnaglaðning

Dregið var í árlegri eldavarnagetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á dögunum. Þátttakendur eru 3. bekks nemendur á landinu öllu og var einn heppinn einstaklingur í Skagafirði sem hlaut vinning.
Meira

9000 bollur í Sauðárkróksbakaríi

Á Íslandi hefur tíðkast í yfir hundrað ár að borða bollur á þessum degi þó mun það hafa þekkst eitthvað áður og á WikiPedia segir að í matreiðslubók Þ.A.N. Jónsdóttur frá 1858 er uppskrift að langaföstusnúðum, þ.e. bolludagsbollum. Áætlað hefur verið að íslenskir bakarar baki um eina milljón bolla fyrir bolludaginn en einnig eru margir sem baka bollur heima. Bollurnar eru nú oftast bornar fram með sultu og rjóma innan í og hattur bollunnar skreyttur með súkkulaðihulu eða glassúr en þó eru margar aðrar útgáfur til.
Meira

Nýjar reglur um brauðbari í verslunum

Í matvöruverslunum hefur brauðmeti ýmiskonar verið boðið til sölu óinnpakkað í sjálfsafgreiðslu og flokkast sem „matvæli tilbúin til neyslu“ þ.e. matvæli sem fá enga meðhöndlun fyrir neyslu s.s. hitun eða skolun. Mikilvægt þykir að meðhöndla þessi matvæli með það í huga og verja fyrir mengun eða hindra að þau spillist á einhvern hátt.
Meira

Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands í heimsókn

Fulltrúar frá Viðlagatryggingu Íslands (VTÍ ) heimsóttu sveitarfélög á Norðurlandi vestra á dögunum og er heimsóknin liður í átaki stofnunarinnar til að bæta þekkingu á hlutverki hennar og skráningu opinberra mannvirkja í eigu sveitarfélaganna sem vátryggð eru hjá VTÍ.
Meira

Bolla, bolla.......

Þá er bolludagurinn á morgun og eflaust margir sem taka forskot á sæluna og fá sér bollu í dag, jafnvel kannski í gær og fyrradag líka! Margir eiga eflaust sínar föstu bolludagsuppskriftir og ganga því einbeittir til verks en alltaf eru einhverjir sem eru að gera hlutina í fyrsta sinn, nú eða jafnvel brydda upp á nýjungum. Hér er leitað í uppskriftasafn Eldhússystra, eins og stundum áður, og hér fylgir girnileg uppskrift af sænskum rjómabollum með marsipanfyllingu. Eldhússystirin Kristín Rannveig Snorradóttir hefur orðið: "
Meira

Áskorendapistill - Ægir Finnsson

Byrjaðu núna!
Meira

Mexíkóskt lasagna og Tagliatelle-Kjúklingur

Kolbrún Birna Jökulrós og Þórkatla Björt Sumarrós voru matgæðingar vikunnar í 8. tölublaði Feykis árið 2015. Þær buðu upp á Mexíkóskt lasagna og Tagliatelle-Kjúkling og Toblerone-ís í eftirrétt. „Okkur systrunum finnst rosalega gaman að dúlla okkur í eldhúsinu og finnst okkur báðum mjög gaman að því að elda og baka. Við gleðjum stundum foreldra okkar þegar þeir koma úr fjósinu og þá erum við búnar að skella einhverju einföldu í eldfast mót og í ofninn, þá erum við langflottastar,“ segja Kolbrún Birna Jökulrós og Þórkatla Björt Sumarrós Þrastardætur, sælkerar vikunnar frá Birkihlíð í Skagafirði.
Meira