Skagafjörður

Rétti tíminn til að hefja loðdýrarækt

Aðalfundur loðdýrabænda var haldinn á Hótel Varmahlíð um síðustu helgi sem lauk með skemmti- og fróðleiksferð um Skagafjörð og árshátíð á laugardagskvöldið. Þar voru meðal annars veitt verðlaun fyrir íslensku skinnasýninguna sem haldin var í Herning í Danmörku dagana 30. mars til 1. apríl sl. Frá Íslandi fór að þessu sinni 25 manna hópur.
Meira

Krossgátuverðlaun Fermingafeykis

Dregið hefur verið úr innsendum lausnum í verðlaunakrossgátu fermingarblaðs Feykis. Þátttaka var mjög góð og allar lausnir réttar sem sendar voru inn. Feykir þakkar öllum fyrir þátttökuna. Rétt lausn er: Gleðilega páska.
Meira

Axel Kára í Tindastól

Landsliðsmaðurinn í körfubolta Axel Kárason mun leika með meistaraflokksliði Tindastóls næstu tvö tímabil. Þetta tilkynnti Stefán Jónsson formaður fyrr í dag þrátt fyrir hræðilegt símasamband á Grænlandshafi. „Mér líst afskaplega vel á það að komast heim aftur. Þetta er orðinn drjúgur tími sem ég hef verið í burtu, síðan 2005 með millilendingu veturinn 2009-10,“ segir Axel en hann hefur leikið í Danmörku meðfram dýralæknanámi.
Meira

Sveitarfélög í Húnavatnssýslum taka þátt í Arctic Coast Way

Á heimasíðu Blönduósbæjar kemur fram að sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu hafi í síðustu viku ákveðið að verða þátttakendur í verkefninu Arctic Coast Way og einnig hefur Húnaþing vestra tekið ákvörðun um aðild að því. Eins og áður hefur komið fram á feykir.is er markmið verkefnisins að styrkja stöðu Norðurlands í markaðssetningu innanlands og erlendis og að hvetja ferðamenn til að staldra lengur við á Norðurlandi, að draga fram helstu áherslur og vinna markvisst að uppbyggingu staðanna sem að veginum liggja og að gera Norðurland að freistandi valkosti fyrir ferðamenn árið um kring.
Meira

Áskorun til Barnaverndarstofu og velferðarráðherra

Við starfsmenn Meðferðar og skólaheimilis Háholts skorum á Barnaverndarstofu og Velferðarráðherra að íhuga vel stöðu sem og þörf fyrir Háholt sem meðferðarheimili. Í starfsmönnum býr mikill mannauður, áralöng reynsla af störfum á meðferðarheimili sem og margþætt reynsla úr öðrum störfum sem nýtist vel til að miðla reynslu og aðstoða nemendur við að byggja upp líf sitt.
Meira

Opnunartími sundlauga um páskahelgina

Nú styttist í páska og verða þá sjálfsagt margir á faraldsfæti. Sundlaugarnar á svæðinu bregðast við með lengri opnunartíma eins og sjá má hér:
Meira

Hugsanleg mygla í leikskólanum Glaðheimum

Foreldrum barna á yngra stigi leikskólans Ársala á Sauðárkróki, Glaðheimum, hefur verið tilkynnt um það að ráðast þurfi í frekari rannsóknir og sýnatökur eftir að sýni úr norðurvegg á deildinni Lóni kom úr rannsókn. Það er gert svo hægt sé að ákveða til hvaða frekari aðgerða verður gripið.
Meira

Túngata 10 á Hofsósi verði nýi leikskólinn

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar tók fyrir, á síðasta fundi sínum, erindi frá foreldrum barna í leikskólanum Barnaborg á Hofsósi, þar sem lýst er áhyggjum af stöðu leikskólamála þar. Telur nefndin að búið sé að finna viðeigandi lausn til bráðabirgða á leikskólamálum á Hofsósi.
Meira

Sunnudagsljóðið

Sunnudagsljóðið er eftir Sverri Stormsker og heitir Ef miðað er við mannfjölda.
Meira

Góð afkoma Kaupfélagsins

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga fór fram í gær í Selinu, matsal Kjötafurðastöðvarinnar á Sauðárkróki. Fundurinn var vel sóttur og fór vel fram. Í inngangsorðum Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra, kom fram að rekstur félagsins á árinu 2016 hafi verið í grunninn sambærilegur og árið á undan. Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2016 nam 1.367 milljónum króna.
Meira