feykir.is
Skagafjörður
08.03.2017
kl. 16.19
Lilja Gunnlaugsdóttir og Valur Valsson, búsett í Áshildarholti við Sauðárkrók, eignuðust fallega stúlku þann 12. janúar sl. Stúlkan var búin að eiga erfiðar síðustu vikur í móðurkviði og höfðu mæðgurnar verið í ströngu eftirliti frá því að hraðtaktur kom í ljós í mæðraskoðun á 34. viku. Stúlkan fór ásamt foreldrum sínum til Svíþjóðar þar sem gera þurfti "opna hjartaaðgerð" á henni. Dvölin hefur verið lengri en áætlað var í fyrstu og ennþá er óvíst hvenær þau komast heim með dömuna. Lilja og Valur eiga fyrir aðra dóttur, Ásrúnu. Hún er 5 ára og er mjög dugleg stelpa sem bíður spennt eftir að fá mömmu og pabba heim með litlu systur. Búið er að stofna styrktarsíðu á Facebook sem heitir Styrktarsíða Stúlku Valsdóttur þar sem hægt er að styrkja þau á einn eða annan hátt og kaupa vörur á sanngjörnu verði og rennur hluti andvirðis til Lilju og fjölskyldu.
Meira