Skagafjörður

Bó og meira til

Eftir þrotlausar æfingar í vetur er komið að tónleikunum Bó og meira til sem Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stendur að ásamt hljómsveit Skarphéðins Einarssonar á Blönduósi.
Meira

„Litla daman er hörkudugleg“

Lilja Gunnlaugsdóttir og Valur Valsson, búsett í Áshildarholti við Sauðárkrók, eignuðust fallega stúlku þann 12. janúar sl. Stúlkan var búin að eiga erfiðar síðustu vikur í móðurkviði og höfðu mæðgurnar verið í ströngu eftirliti frá því að hraðtaktur kom í ljós í mæðraskoðun á 34. viku. Stúlkan fór ásamt foreldrum sínum til Svíþjóðar þar sem gera þurfti "opna hjartaaðgerð" á henni. Dvölin hefur verið lengri en áætlað var í fyrstu og ennþá er óvíst hvenær þau komast heim með dömuna. Lilja og Valur eiga fyrir aðra dóttur, Ásrúnu. Hún er 5 ára og er mjög dugleg stelpa sem bíður spennt eftir að fá mömmu og pabba heim með litlu systur. Búið er að stofna styrktarsíðu á Facebook sem heitir Styrktarsíða Stúlku Valsdóttur þar sem hægt er að styrkja þau á einn eða annan hátt og kaupa vörur á sanngjörnu verði og rennur hluti andvirðis til Lilju og fjölskyldu.
Meira

Molduxamótið 2017

Hið árlega Molduxamót í hinni fallegu íþrótt körfubolta, verður haldið laugardaginn 22. apríl 2017 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu). Mótið verður með sama sniði og á síðasta ári og verður boðið uppá þrjá keppnisflokka:
Meira

Ungt fólk og lýðræði

Dagana 5.-7. apríl mun UMFÍ standa fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði og er þetta í níunda sinn sem UMFÍ stefnur fyrir slíkri ráðstefnu. Að þessu sinni verður hún haldin á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er EKKI BARA FRAMTÍÐIN – UNGT FÓLK, LEIÐTOGAR NÚTÍMANS.
Meira

Fékk uppáhalds söngkonuna í heimsókn

Heiðrún Erla Stefánsdóttir á Sauðárkróki fékk óvænta heimsókn á Barnaspítala Hringsins á dögunum þegar uppáhalds söngkonan hennar birtist óvænt og gaf sér tíma með henni þrátt fyrir annasama daga. Hólmfríður Sveinsdóttur, móðir Heiðrúnar, segir að hún sé mjög hrifin af Svölu og lék hana m.a. á Öskudaginn.
Meira

Ráslistinn fyrir fimmganginn í KS-Deildinni er tilbúinn

Það má segja að um sannkallaða stóðhestaveislu verði að ræða í KS-Deildinni á morgun miðvikudag, en fimmtán stóðhestar eru þá skráðir til leiks í fimmgangi. Keppnin fer fram sem fyrr í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og hefst kl 19:00.
Meira

Opið í Tindastól fram að kvöldmat - Myndband

Vel hefur viðrað til skíðaiðkunar á landinu undanfarið og þá sérstaklega á skíðasvæðinu í Tindastóli. Færið er gott og veðurguðirnir glaðir. Í tilkynningu segir að skíðasvæðið verði opið í dag til klukkan 19:00 en þar er nú hægviðri, -2c og léttskýjað.
Meira

Aðalfundur Smára frestast

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfum við að fresta aðalfundi U.Í.Smára (sem á að vera í dag 6. mars) til 13.mars.
Meira

Bætti sinn fyrri árangur í sjöþraut um 256 stig

Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður hjá UMSS, keppti um helgina í sjöþraut karla á skoska meistaramótinu í fjölþrautum sem fram fór í Glasgow. Auk Ísaks kepptu í þrautinni þeir Tristan Freyr Jónsson ÍR, og Blikarnir Ingi Rúnar Kristinsson og Ari Sigþór Eiríksson, en þessir kappar urðu í fjórum fyrstu sætunum á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum í lok janúar sl.
Meira

Skákfélag Sauðárkróks í þriðju deild

Íslandsmóti skákfélaga 2016-2017 lauk um helgina, í Rimaskóla í Grafarvogi en fyrri hluti mótsins fór fram um mánaðarmótin september - október sl. Eftir fyrri umferð sat sveit Skákfélags Sauðárkróks í öðru sæti í fjórðu deild og og hélt því eftir viðureignir helgarinnar og vann sig þar með upp í þá þriðju.
Meira