Skagafjörður

Rausnarleg gjöf frá Björgunarsveitinni Húnar frá Hvammstanga

Björgunarsveitarmenn verða seint kallaðir eiginhagsmunaseggir enda öll sú vinna sem menn og konur leggja í þar til gerð félög sjálfboðaliðastörf og oftar en ekki er mikið álag á þeim við að koma náunganum til hjálpar í hvaða veðri og aðstæðum sem er.
Meira

Telur að Rússlandsmarkaður opnist fyrr en varir

Þrátt fyrir að Rússlandsmarkaður sé lokaður fyrir fiskafurðir, m.a. frá Íslandi, er ekkert sem bannar innflutning á öðrum matvælum eins og á kjöti og mjólkurafurðum. Reynt hefur verið að selja Rússum og þeirra nágrönnum íslenskt lambakjöt og eru tækifærin mörg og víða. Einn af þeim sem farið hafa í austurveg í þeim tilgangi er Jón Daníel Jónsson matreiðslumaður á Sauðárkróki. Hann er nýkominn heim úr einum slíkum túr og fékk blaðamaður Feykis hann til að segja frá verkefninu í ítarlegu viðtali í blaði vikunnar.
Meira

Höfrungar í hópum

Þessi höfrungavaða var að leik á Skagafirðinum í byrjun mánaðarins þegar Höskuldur Hjálmarsson á Skáley SK 32 var þar á veiðum. Að sögn Höskuldar er óvenjulegt að sjá svo marga höfrunga en líkleg ástæða sé loðnan sem þeir sækja í.
Meira

KS deildin í hestaíþróttum hefst í kvöld – konurnar í meirihluta keppenda

Fyrsta keppni KS-Deildarinnar hefst í kvöld kl 19:00 í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli sigruðu þessa grein glæsilega í fyrra og mæta þau aftur í höllina á morgun. Athygli vekja ungar hátt dæmdar hryssur sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinni. Þarna eru líka reyndir keppnishestar og gefur ráslistinn góð fyrirheit um spennandi keppni.
Meira

Skipulagslýsing íþróttasvæðisins á Sauðárkróki

Skipulagslýsing vegna gerðar deiliskipulags fyrir íþróttasvæðið á Sauðárkróki er nú til kynningar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa í ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Meira

Liðskynning KS deildarinnar - Lífland

Sjöunda og síðasta liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni er lið Líflands. Tamningakonan og tveggja barna móðirin Fanney Dögg Indriðadóttir úr Húnaþingi er liðsstjóri þess en hún hefur verið á keppnisbrautinni frá unga aldri og ætíð staðið sig vel. Fanney vekur ávallt athygli fyrir fágaða reiðmennsku og er útskrifaður reiðkennari frá Hólum.
Meira

Liðskynning KS deildarinnar - Draupnir-Þúfur

Sjötta og næst síðasta liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni er Draupnir-Þúfur og viðeigandi að liðsstjórinn sé Mette Mannseth. Mette mætir örugglega vel hestuð í allar greinar enda er hún ætíð vel undirbúin fyrir keppnir svo það má vænta mikils af henni í vetur.
Meira

Einar Örn Gunnarsson söng til sigurs

Söngkeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var haldin á sal skólans föstudaginn 17. febrúar sl. fyrir fullu húsi áhorfenda. Ellefu flytjendur fluttu tíu lög, hvert öðru betra, eins og segir á vef skólans. Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, sem sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, flutti lag sem gestur og vann hug og hjörtu áhorfenda.
Meira

Tveir skagfirskir Íslandsmeistarar

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík um helgina, 18. - 19. febrúar. Þrír Skagfirðingar tóku þátt í mótinu, þau Ísak Óli Traustason, Sveinbjörn Óli Svavarsson og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir.
Meira

Liðskynning KS deildarinnar - Hofstorfan 66°norður

Fimmta liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni er Hofstorfan 66°norður en þar er stórbóndinn Elvar E. Einarsson liðsstjóri og hefur aga á sínu liði. Elvar er nánast óþarft að kynna, mikill keppnismaður sem gefur ekkert eftir þegar í brautina er komið. Snjall skeiðreiðarmaður.
Meira