Skagafjörður

María óheppin í svigkeppni dagsins

Í dag keppti María Finnbogadóttir í svigi á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Erzurum í Tyrklandi þessa dagana en var óheppin og lauk ekki keppni. Félagar hennar, Katla Björg Dagbjartsdóttir, varð hins vegar í 18.sæti með tímann 1:55.28 og Harpa María Friðgeirsdóttir í því 26. með tímann 2:01.42. Sigurvegari dagsins var Nika Tomsic frá Slóveníu með tímann 1:48.64.
Meira

Félagsvist í safnaðarheimilinu á Sauðárkróki

Munið spilin í safnaðarheimilinu á Sauðárkróki sunnudaginn 19. febrúar kl. 15:15. Verðlaun og kaffiveitingar. Aðgangseyrir er kr. 1500 og rennur til söfnunar fyrir bættu aðgengi í safnaðarheimilinu. Kort ekki tekin. Feykir hvetur alla til að mæta og styðja gott málefni.   
Meira

Verðlaunahafar í Grunnskólanum austan Vatna - Íþróttamiðstöð á Hólum og á Hofsósi

Nemendur 8. - 10. bekkjar í Grunnskólanum austan Vatna tóku nýlega þátt í verkefni sem ber yfirheitið Landsbyggðarvinir. Verkefnið miðar að því nemendur leiti leiða til að efla og styrkja heimabyggð sína með því að leggja fram sínar eigin hugmyndir, tillögur til úrbóta, fylgja þeim eftir og framkvæma.
Meira

Messa í Glaumbæjarkirkju 19. febrúar kl. 11:00

Þau leiðu mistök urðu í auglýsingu um messu í Glaumbæjarkirkju nk. sunnudag að nafn mánaðarins misritaðist.
Meira

Rumba í lok mánaðar

Þriðjudaginn 7. febrúar sl. komu sextán félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar sem stóð yfir í 25 mínútur. Farið var yfir veðurspá janúarmánaðar. Snjór var heldur fyrr á ferðinni en reiknað var með, en kom engu að síður þannig að ágæt sátt var um spána. Nýtt tungl kviknaði 28. jan. í NV og er það ráðandi fyrir veðurfar í þessum mánuði. Síðan kviknar nýtt tungl 26. febrúar í S. og er góutungl. Nokkrir draumar klúbbfélaga benda til þess að veður í febrúar verði svipað og það var í janúar. Vindar blási úr öllum áttum og hitastig verði hátt miðað við árstíma. Í lok mánaðar má gera ráð fyrir einhverri rumpu, sem þó stendur stutt.
Meira

Þyrfti fleiri dagforeldra á Sauðárkróki

Staða leikskóla- og dagforeldramála á Sauðárkróki var kynnt á síðasta fundi fræðslunefndar Svf. Skagafjarðar en mikil umræða hefur farið fram á samfélagsmiðlum varðandi skort á dagmæðrum. Ákveðið var að auglýsa eftir dagforeldrum til starfa auk þess sem allra leiða verði leitað til að leysa þann vanda sem upp er kominn í dagvistunarmálum m.a. með því að gera starf dagforeldra fýsilegra.
Meira

Strákarnir lutu í parket gegn KR

Það var bikarhelgi í körfunni um helgina og eitt lið frá Tindastóli hafði tryggt sér réttinn til að spila til úrslita. Það var unglingaflokkur karla sem fékk það verkefni að takast á við Vesturbæjarstrákana úr KR og því miður fóru okkar kappar flatt, töpuðu 73-111 í leik sem þeir vilja sennilega hugsa sem minnst um.
Meira

María í 19. sæti í stórsvigi

Keppni var að ljúka í stórsvigi stúlkna fæddar 1999 - 2000 á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Erzurum í Tyrklandi þessa dagana. Meðal þeirra sem öttu kappi í dag var María Finnbogadóttir frá Sauðárkróki og náði hún glæsilegum árangri er hún varð í 19. sæti af 53 keppendum. Tími Maríu var þriðji besti tíminn í hennar árgangi.
Meira

Edduverðlaunagripurinn smíðaður í FNV

Nýlega fór fram tilnefning til Edduverðlaunanna en þau verða afhent við hátíðlega athöfn þann 26. febrúar nk. Þá var einnig kynntur til sögunnar nýr verðlaunagripur sem nú verður afhentur í fyrsta sinn og er hannaður af Árna Páli Jóhannssyni, leikmyndahönnuði, og leysir hann af hólmi fyrri styttu sem hefur verið veitt frá upphafi, árið 1999.
Meira

Liðskynning KS deildarinnar - Team –Jötunn

Annað liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni í hestaíþróttum, hefur ekki tekið þátt áður en það ber nafnið Team –Jötunn. Þó svo að liðið sé nýtt þá eru þar knapar sem hafa áður verið í deildinni. Liðsstjóri er Baldvin Ari Guðlaugsson, löngu kunnur sem einn sigursælasti knapi Norðan heiða.
Meira