Skagafjörður

Ágóði Króksblóts til Völu Mistar

Árgangur ´64, sem sá um Króksblótið í ár á Sauðárkróki, hefur ákveðið að láta 100.000 króna ágóða þess renna til söfnunar Völu Mistar Valsdóttur og fjölskyldu sem enn dvelja í Svíþjóð vegna veikinda stúlkunnar.
Meira

Minningar frá skíðasvæðinu

Áskorendapistill Söru Bjarkar Sigurgísladóttur
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2017

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga verður á sínum stað sem endranær í Sæluviku enda hefur hún notið mikilla vinsælda allt frá árinu 1976 er hún var haldin í fyrsta sinn. Reglurnar eru einfaldar; annars vegar botna vísnavinir fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu.
Meira

Grilluð lúða, grillbrauð og tómatsalat.

Nú styttist í sumarið og grilltíminn nálgast óðum. „Við elskum að grilla og grillum nánast allan mat," sögðu Ingibjörg Skarphéðinsdóttir og Sveinn Brynjar Friðriksson í Varmahlíð sem voru matgæðingar vikunnar í 14. tölublaði Feykis árið 2015. Þau gáfu lesendum uppskrift af grillaðri lúðu, grillbrauði og tómatsalati, sem þau sögðu vera mjög góða uppskrift að góðu grillkvöldi.
Meira

Innihurðir fá nýtt útlit!

Fyrir nokkrum vikum síðan setti ég inn myndir af forstofuskápi sem hún Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, íbúi á Sauðárkróki, tók í gegn og gaf nýtt útlit sem tókst auðvitað með eindæmum vel hjá henni enda vandvirk. Nú langar mig að sýna ykkur innihurðir sem hún málaði á sama hátt og skápinn. Hún byrjaði á því að grunna með JOTUN Kvist-og sperregrunning, lakkaði svo yfir með LADY Supreme Finish, halvblank, Tre og panel. Hún notaði lakkrúllu í verkið. Eins og sést á fyrir og eftir myndunum þá er rosalega mikil breyting og er þetta frábær lausn ef fólk vill hafa bjartara heima hjá sér, tala nú ekki um þegar íbúðin er með dökkar hurðir í þröngum gluggalausum gangi. Liturinn sem hún notaði á veggina kallast dökkroði og fæst í Versluninni Eyrin á Króknum.
Meira

10. bekkur Varmahlíðarskóla í íþróttamaraþoni

Síðasti liður í fjáröflun 10. bekkjar í Varmahlíðarskóla fyrir Danmerkurferðina í vor er sólahrings íþróttamaraþon. Það hófst stundvíslega klukkan 12.10 í gær og hefur nú, þegar þetta er skrifað, staðið í um 23 tíma.
Meira

Sólgarðar til nýrra leiguaðila í sumar

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar hefur ákveðið að ganga til samninga við Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Alfreð Símonarson um leigu Sólgarðaskóla í Fljótum og annast umsjón með sundlauginni á Sólgörðum. Ferðaþjónusta hefur verið rekin á Sólgörðum á sumrin en skóli á vetrum og Svf. Skagafjörður rekur sundlaugina árið um kring.
Meira

Starfsemi Háholts hættir í lok júní

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði en uppi eru áform um að loka heimilinu og færa starfsemina á höfuðborgarsvæðið. Rekstraraðilar meðferðarheimilisins og Barnaverndarstofa eru hins vegar sammála um að forsendur fyrir endurnýjun samningi séu ekki lengur til staðar og hafa gert samkomulag um að starfseminni verði hætt í lok júní nk.
Meira

Framúrskarandi flutningur hjá Ragnhildi Sigurlaugu

Lokatónleikar Nótunnar, sem er uppskeruhátíð tónlistarskóla, voru haldnir hátíðlegir í Eldborgarsal Hörpu síðastliðinn sunnudag en þá fóru fram tvennir tónleikar þar sem nemendur af öllu landinu léku á hljóðfæri eða sungu. Alls voru 24 atriði á dagskránni, sem valin höfðu verið á svæðistónleikum sem haldnir voru fyrr í mars.
Meira

Þingmenn brýndir í vegamálum í Hegranesi

Íbúar Hegraness í Skagafirði hafa sent þingmönnum Norðvestur kjördæmis bréf með beiðni um að þeir hlutist til um það að þegar í stað verði gengið í að útvega fjármagn til endurbóta og viðhalds á Hegranesvegi sem er malarvegur og í slæmu ástandi. Vegurinn er rúmur 20 km en nú er unnið í því að byggja upp fimm km kafla á nesinu austanverðu.
Meira