Skagafjörður

U20 strákarnir í 1. sæti í riðlinum

Í gær spiluðu strákarnir í U20 ára karlalið Íslands gegn heimamönnum í Svíþjóð í sínum öðrum leik á Norðurlandamótinu í Södertalje, lokatölur 82-78 í mögnuðum sigri. Ísland er því í 1. sæti í sínum riðli en næsti leikur er gegn Danmörku á morgun, laugardag, kl. 14:00. Danir sitja í síðasta sæti í riðlunum og hafa tapað báðum leikjunum sínum.
Meira

Reynir Bjarkan og félagar í U20 unnu fyrsta leikinn

Reynir Bjarkan Róbertsson og félagar í undir 20 ára lið karla í körfubolta lagði Eistland í gær í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð, 72-84. Leikurinn var sá fyrsti af fjórum á mótinu, en í dag kl. 17:15 leika þeir gegn heimamönnum í Svíþjóð.
Meira

Mannabreytingar hjá Farskólanum

Breytingar hafa verið og verða hjá Farskólanum á Sauðárkróki á næstu misserum en í apríl var auglýst eftir verkefnastjóra og í byrjun júní var auglýst eftir framkvæmdastjóra. Í stöðu verkefnastjóra var Þórhildur M. Jónsdóttir ráðin, eða Tóta eins og flestir þekkja hana, en í stöðu framkvæmdastjóra hefur enn ekki verið ráðið en umsóknarfrestur rann út þann 15. júní sl. Það er Bryndís Þráinsdóttir sem gegnir þeirri stöðu í dag en hún hefur sagt stafi sínu lausu.
Meira

Skagfirskir Blikar með smá Húnvetnsku ívafi gera gott körfuboltamót í Danmörku

Íslandsmeistarar í 7. flokki drengja í körfubolta, Breiðablik, höfnuðu um síðustu helgi í 2. sæti á alþjóðlegu móti sem nefnist Copenhagen Invitational og fór fram í Kaupmannahöfn. Í fyrra var Feykir með frétt um efnilega körfuboltadrengi í MB11 sem væru með skagfirskt blóð í æðum í liði Breiðabliks og nú voru þessir drengir aftur á ferðinni og gerðu heldur betur gott mót.
Meira

Skellur í Kaplakrika

Lið Tindastóls mætti Ferskum Hafnfirðingum í gærkvöldi í tíundu umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn reyndist gestunum erfiður því lið FH náði snemma tveggja marka forystu sem getur reynst þrautin þyngri að vinna upp. Stólastúlkur minnkuðu muninn í síðari hálfleik en heimastúlkur voru sprækar á lokakaflanum og bættu við tveimur mörkum. Lokatölur 4-1.
Meira

Basile skilar sínu án þess að taka neitt frá öðrum í liðinu

„Basile hefur þann eiginleika að vera góður leikmaður án þess að hafa sig of mikið frammi. Hann skilar sínu án þess að taka neitt frá öðrum í liðinu. Þess vegna elska menn að spila með honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls, þegar Feykir spurði hann hvað Dedrick Deon Basile færði liði Tindastóls en í dag var sagt frá því að þessi frábæri leikmaður væri genginn til liðs við Stólana.
Meira

Skagabyggð hlýtur styrk frá Vegagerðinni

Á vef Skagabyggðar segir að Vegagerðin hafi samþykkt að veita styrk til vegagerðar af liðnum Styrkvegir í vegáætlun árið 2024 til verkefnisins "Styrkvegir í Skagabyggð" að upphæð kr. 3.000.000 og er styrkþegi Skagabyggð.
Meira

Basile tekur slaginn með Stólunum næsta vetur

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við bandaríska leikstjórnandann Dedrick Deon Basile um að spila með félaginu á næsta tímabili. Í fréttatilkynningu frá Stólunum segist kappinn vera mjög glaður með að ganga til liðs við Tindastól. „Ég hef spilað gegn liðinu síðustu þrjú ár í úrslitakeppninni og ég get ekki beðið eftir því að fá Tindastólsaðdáendur loksins til að hvetja mig áfram!“
Meira

Byggðastofnun styður nýliðun í landbúnaði

Byggðastofnun hefur fjármagnað nýliðun á 30 búum síðastliðin þrjú ár með sérstökum lánaflokki til nýliðunar í landbúnaði, en blómleg byggð um land allt byggir að stóru leyti á öflugum landbúnaði.
Meira

Opnunarhóf og málþing á Skagaströnd á laugardaginn

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra býður til opnunarhófs Gagnagrunns sáttanefndabóka og málþings um störf sáttanefnda á Íslandi í húsakynnum sínum á Skagaströnd laugardaginn 29. júní. Setrið hefur frá árinu 2019, í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, unnið að gerð opins veflægs gagnagrunns yfir allar varðveittar sáttabækur frá stofnun sáttanefnda hér á landi árið 1798 til ársins 1936.
Meira