Skagafjörður

Bókasafnið lokað í nokkra daga

Vegna sumarleyfa verður bókasafnið á Sauðárkróki lokað dagana 3. – 8. júlí nk. Samkvæmt fréttatilkynningu frá héraðsbókaverði verður opnað á venjulegum tíma miðvikudaginn 9. júlí.  
Meira

VÍS styður Unglingalandsmót UMFÍ

VÍS verður bakhjarl Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki 31. júlí – 3. ágúst í sumar.  Mótið er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 - 18 ára reyna með sér í fjölmörgum
Meira

19 aðilar hlutu menningarstyrki

Menningarsjóður Sparisjóðs Skagafjarðar úthlutaði nú nýverið 19 aðilum styrk til menningarstarfsemi, en 31 umsókn barst til sjóðsins að upphæð um 10 milljónum króna. Alls var úthlutað ríflega einni milljón. Á úthlutunars...
Meira

Rigningasamt næstu daga

Þrjár eða fjórar djúpar lægðir fyrir árstímann er spáð við landið nú í vikunni. Skil þeirrar fyrstu fara yfir í dag og á undan þeim verður strekkings SA-átt. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er suðaustan 5-13 m/s með morg...
Meira

Spiluðu 1183 holur í golfmaraþoni

Börn og unglingar í Golfklúbbi Sauðárkróks spiluðu maraþon sl. fimmtudag. Markmið krakkana var að spila 1000 holur þennan dag en enduðu með að gera gott betur og spiluðu 1183 holur. Telma Ösp Einarsdóttir og Hákon Ingi Rafnsson...
Meira

Líf og fjör á Lummudögum

Góð stemning var í miðbæ Sauðárkróks í gær og gerði margur góð kaup þegar skellt var upp götumarkaði í tilefni af Lummudögum. Fólk safnaðist saman við Sauðárkróksbakarí þar sem fullorðnir gæddu sér á ýmsum kræsingum...
Meira

Jafntefli á lokamínútunum

Jafntefli varð á Sauðárkróksvelli í hörkuspennandi leik Tindastóls gegn Þrótti R í 1. deild karla sl. föstudag. Úrslitin urðu sérlega svekkjandi fyrir lið Tindastóls þar sem þeir voru yfir allan leikinn en á lokamínútum leiks...
Meira

„Alls staðar fengið frábærar undirtektir“

Nýr bátur af tegundinni Sómi 900, Súla SK, kom til hafnar á Hofsósi sunnudaginn 15. júní. „Þetta er búinn að vera draumur hjá mér til margra ára að gera eitthvað í þessum dúr og efla Hofsós sem ferðaþjónustustað. Þetta e...
Meira

Íbúar ósáttir við frágang gangstétta - Verkið verður klárað að sögn formanns byggðaráðs

Íbúar í Varmahlíð eru ósáttir við frágang gangstétta í þorpinu og vilja að gengið verði almennilega frá þeim hið fyrsta. „Við verðum að fá malbik á þetta strax, ef það er ekki til fjármagn þá verður bara að fá auk...
Meira

Tindastóll leikur við Þrótt á Sauðárkróksvelli í kvöld

Tindastóll tekur á móti Þrótti Reykjavík í 1. deild karla á Sauðárkróksvelli í kvöld, föstudaginn 27. júní, kl. 20:00. Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta á völlinn og hvetja strákana. „Tindastólsmenn hafa átt á brat...
Meira