Skagafjörður

Tólf teymi í þjálfun á Norðurlandi vestra í sl. viku

Það var nóg um að vera hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra í síðastliðinni viku því bæði á Sauðárkróki og á Blönduósi fór fram þjálfun, prófun og vottun löggæsluhunda fyrir allar löggæslustofnanir á Íslandi. Hingað voru mætt tólf teymi og voru lögð fyrir þau, bæði hunda og þjálfara, ýmis verkefni með það að markmiði að þjálfa færni þeirra í leit að sprengjum eða fíkniefnum. Þá þurfa öll teymi að fá þjálfun/prófun í skotfæra- og skotvopnaleit.
Meira

Krækjurnar í 5. sæti eftir fyrsta mótið í Íslandsmótinu

Blakfélagið Krækjur á Sauðárkróki fóru í byrjun nóvember til Húsavíkur á fyrsta mótið af þrem sem haldið er í Íslandsmótinu í blaki í 2. deildinni í vetur. Þar spiluðu þær sex leiki og uppskáru þrjá sigra og þrjú töp og enduðu í 5. sæti með 11 stig.
Meira

Jólabingó í Árskóla í kvöld

Hver elskar ekki að fara í bingó? kannski verður þú svo heppinn að þú vinnur eitthvað sem þú getur gefið í jólagjöf, það væri nú algjör snilld. En 10. bekkur í Árskóla ætlar að halda jólabingó í kvöld, þriðjudaginn 28. nóvember, kl. 18:00 í matsal skólans. Fullt af flottum vinningum, spjaldið kostar 1000 kr. og sjoppan verður opin og þar má versla ýmislegt góðgæti en því miður verður enginn posi á staðnum. Svo er um að gera að vera tímalega á ferðinni því síðast komust færri að en vildu.
Meira

Tindastóll í 5. sæti fyrir níundu umferð í Subway-deildinni

Það voru gleðitíðindi í Síkinu síðasta fimmtudag þegar meistaraflokkur karla vann Hauka 78-68. Síðustu tveir leikir fram að þessum leik voru því miður ekki búnir að vera liðinu til góða enda meiðsli að hrjá liðið og því tap á móti sterku liði Njarðvíkur og Stjörnunnar staðreynd.
Meira

Álfhildur Leifsdóttir í hópi kennara sem fengu viðurkenningu frá gæðamerkinu eTwinning

Á heimasíðu erasmus.is segir að nýverið fór fram evrópsk verðlaunaafhending þar sem tólf íslenskir kennarar hlutu alls þrettán gæðamerki eTwinning. Gæðamerkið heitir eTwinning Quality Label og geta kennarar sótt um fyrir verkefni sín ár hvert. Þá fengu þrír skólar nafnbótina 'eTwinning skóli' og gengu í hóp þrettán skóla hér á landi sem hafa fengið viðurkenninguna. Álfhildur Leifsdóttir hefur verið, frá árninu 2018, eTwinning sendiherra á Íslandi en eTwinning er rafrænt skólasamfélag í Evrópu og var hún ein af þeim kennurum sem fengu viðurkenningu í þetta sinn.  
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við bandaríska leikmanninn Jacob Callowa

Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að deildin sé búin að semja við bandaríska leikmanninn Jacob Callowa. Jabob er framherji og 203 cm á hæð og kemur frá liði KB Peja í Kósovó þar sem hann var með rétt tæp 15 stig í leik í deildinni þar og í evrópukeppninni. Jacob er þó flestu Tindastólsfólki kunnugur frá tíma sínum í Val tímabilð 21-22 þar sem Valsmenn tryggðu sér titilinn í lokaseríu gegn Tindastól.
Meira

Jón Oddur vann efstu deildina í fimmtu umferðinni

Fimmta umferð í Kaffi Króks deildinni hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar fór fram í síðustu viku og mættu 14 einstaklingar til leiks. Spilað var í þremur deildum að þessu sinni og var mótið spennandi að venju, en á endanum hafði Jón Oddur Hjálmtýsson sigur í fyrstu deildinni.
Meira

Jólastemning í gamla bænum sl. föstudag á Blönduósi

Það var margt um manninn og notaleg jólastemning í Húnabyggð á föstudaginn þegar jólaljósin voru tendruð á tréinu í gamla bænum fyrir framan Hillebrantshúsið. Dansað var í kringum jólatréið, jólasveinarnir komu, lifandi tónlist, grillaðir voru sykurpúðar yfir opnum eldi og ekki má gleyma að jólamarkaður var í Hillebrantshúsinu frá kl. 16-20 um kvöldið. Þar var einnig hægt að kaupa kaffi, súkkulaði og vöfflur. 
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps heldur tónleika í kvöld á Hvammstanga

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps heldur tónleika í félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, mánudaginn 27. nóvember, kl. 20:30 og kostar miðinn 4.000 kr. 
Meira

Fylgdist þú með fyrsta þættinum af Jólastjörnunni á RÚV?

Fyrsti þáttur af Jólastjarnan var sýndur laugardaginn sl. en Blönduósingar eiga einn fulltrúa í þessum þáttum sem heitir Sigrún Erla Snorradóttir. Í haust sendu 150 börn, 14 ára og yngri, inn myndband af sér syngja og komust aðeins tíu börn áfram. Sigrún Erla Snorradóttir var ein af þeim en hún er nemandi í 6. bekk í Húnaskóla og stundar einnig nám við söng í Tónlistarskóla Austur Húnavetninga. 
Meira