Tólf teymi í þjálfun á Norðurlandi vestra í sl. viku
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
28.11.2023
kl. 13.04
Það var nóg um að vera hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra í síðastliðinni viku því bæði á Sauðárkróki og á Blönduósi fór fram þjálfun, prófun og vottun löggæsluhunda fyrir allar löggæslustofnanir á Íslandi. Hingað voru mætt tólf teymi og voru lögð fyrir þau, bæði hunda og þjálfara, ýmis verkefni með það að markmiði að þjálfa færni þeirra í leit að sprengjum eða fíkniefnum. Þá þurfa öll teymi að fá þjálfun/prófun í skotfæra- og skotvopnaleit.
Meira