Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks á laugardaginn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.11.2023
kl. 10.53
Laugardaginn næsta, 2. desember, er hið árlega jólahlaðborð Rotarýklúbbs Sauðárkróks en þessum viðburði var hleypt fyrst af stokki í upphafi aðventu árið 2013 og hefur fest sig í sessi sem ómissandi þáttur í jólaundirbúningi Skagfirðinga. Vel hefur verið mætt í öll skiptin sem hægt hefur verið að efna til veislu og eiga þeir von á um 600 manns í ár. Ekki má gleyma að það er frítt inn en fólk getur lagt fram frjáls framlög á staðnum. Að sögn Róberts Óttarssonar, forseta Rótarýklúbbs Sauðárkróks hefur undirbúningur gengið vel en framundan er að sjóða kjötið og skera, útbúa jafninginn og sósuna, dekka svo upp á föstudagskvöldinu, koma matnum í hús og þá kemur jólalyktin á Krókinn.
Meira