Skagafjörður

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks á laugardaginn

Laugardaginn næsta, 2. desember, er hið árlega jólahlaðborð Rotarýklúbbs Sauðárkróks en þessum viðburði var hleypt fyrst af stokki í upphafi aðventu árið 2013 og hefur fest sig í sessi sem ómissandi þáttur í jólaundirbúningi Skagfirðinga. Vel hefur verið mætt í öll skiptin sem hægt hefur verið að efna til veislu og eiga þeir von á um 600 manns í ár. Ekki má gleyma að það er frítt inn en fólk getur lagt fram frjáls framlög á staðnum. Að sögn Róberts Óttarssonar, forseta Rótarýklúbbs Sauðárkróks hefur undirbúningur gengið vel en framundan er að sjóða kjötið og skera, útbúa jafninginn og sósuna, dekka svo upp á föstudagskvöldinu, koma matnum í hús og þá kemur jólalyktin á Krókinn. 
Meira

Elvar Már náði mynd af haferni um helgina

Elvar Már Jóhannsson er einn af áhugaljósmyndurum Skagafjarðar en hann fór á smá ljósmyndarúnt um helgina og náði nokkrum myndum af haferni sem var að spóka sig á Kjalvegi. Þar sem þessi tiltekni haförn var með dökkan gogg gefur það til kynna að um ungan haförn sé að ræða.  
Meira

fimmti sigurinn í röð hjá Stólastúlkum

Á laugardaginn spilaði mfl. kvenna á móti Aþenu í hörkuleik í Síkinu og enduðu leikar með því að Stólastúlkur unnu leikinn 63-57. Í leiknum skoraði Ify 21 stig, Emese setti niður 18 stig, Adriana var með 12 stig, Anika, Rannveig og Eva skoruðu svo allar 4 stig.
Meira

Ferskt grænmeti beint frá bónda á Blönduósi

Á heimasíðunni Matland.is er hægt að gerast áskrifandi af grænmeti sem kemur beint frá bónda. Kassarnir eru breytilegir eftir því sem er ferskast hverju sinni en yfirleitt eru tegundirnar á bilinu átta til ellefu. Þeir sem gerast áskrifendur geta valið um að fá vikulega kassa, á tveggja vikna fresti eða mánaðarlega og er afhendingardagurinn á Hótel Blönduósi, Aðalgötu 6, á föstudögum. Maður getur sem sagt fengið nýtt og ferskt grænmeti fyrir hverja einustu helgi, hjómar dásamlega!
Meira

Leikur í Síkinu kl. 18 hjá mfl. kvenna

Stólastúlkur eiga leik við Aþenu í Síkinu kl. 18 í dag og mælum við með því að bjóða fjöllunni í grillaða hammarar í kvöldmatinn fyrir leikinn. Stólastelpur sitja nú í sjötta sæti eftir sex leiki en lið Aþenu er í því þriðja. Nú er bara um að gera að mæta í Síkið og styðja stelpurnar til sigurs.
Meira

Þeir einstaklingar sem keppa fyrir hönd FNV í Gettu betur í janúar

Á vef Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra segir að eftir úrtökupróf fyrir Gettu betur í lok ágúst var myndaður sex manna æfingahópur sem hefur æft tvisvar í viku síðan í byrjun september. Sú breyting hafi orðið á fyrirkomulagi Gettu betur innan skólans að nemendur æfa nú á skólatíma, nýtast slíkar æfingar mun betur en æfingar á kvöldin og um helgar. Þennan hóp skipa þau Auður Ásta Þorsteinsdóttir, Matthias Sigurðsson, Daníel Smári Sveinsson, Alexander Victor Jóhannesson, Steinunn Daníella Jóhannesdóttir og Atli Steinn Stefánsson.
Meira

Á Norðurlandi vestra eru 5 bú tilnefnd til ræktunarverðlauna í hrossarækt

Nú hefur verið tilkynnt hvaða hrossaræktarbú fagráð í hrossarækt tilnefnir til ræktunarverðlauna bændasamtaka Íslands í ár. Verðlaun verða veitt á fagráðstefnu hrossaræktarinnar laugardaginn 3. desember.
Meira

Leikskólinn Ársalir fær höfðinglega gjöf

Seinnipartinn í gær afhentu Kiwanisklúbbarnir Freyja og Drangey leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki höfðinglega gjöf að andvirði kr. 850.000-.
Meira

Fornverkaskólinn fær viðurkenningu

Fornverkaskólinn í Skagafirði fékk í dag minjaverndarviðurkenningu Minjastofnunar Íslands 2023 fyrir mikilvægt brautryðjendastarf í þágu minjaverndar. Á Facebooksíðu Fornverkaskólans segir í  rökstuðningi að viðurkenningin sé veitt fyrir miðlun þekkingar á gömlu handverki til áhugafólks og fagfólks á sviði minjavörslu og að stuðla þannig að varðveislu handverkshefða.
Meira

Guðlaugur Skúlason til SSNV

Á vef SSNV segir að Guðlaugur Skúlason hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá SSNV og mun hefja störf í janúar. Guðlaugur er með BSc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og sveinspróf í húsasmíði frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Undanfarin fjögur ár hefur Guðlaugur starfað sem deildarstjóri Landbúnaðar- og byggingavörudeildar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og þar áður sem viðskiptastjóri hjá Símanum og sem þjónustufulltrúi hjá Íbúðalánasjóði.
Meira