Skagafjörður

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

,,Þekktu rauðu ljósin - Soroptimistar hafna ofbeldi” er slagorð íslenskra Soroptimista í 16 daga átakinu að þessu sinni. Átakið sem leitt er af Sameinuðu þjóðunum og er alþjóðlegt hefst 25. nóvember og því lýkur 10. desember. Um allan heim sameinast hin ýmsu samtök í því að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi með ýmsum hætti en roðagylltur litur er einkenni átaksins, #roðagyllumheiminn, #orangetheworld en hann á að tákna bjartari framtíð.
Meira

Strætó á hliðina í Hrútafirði

Bílstjóri og einn farþegi voru um borð í strætisvagni sem fór á hliðina í vonskuveðri á vegakaflanum milli Staðarskála og Reykjaskóla í Hrútafirði á áttunda tímanum í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en viðbraðsaðilar hlúðu að þeim og farið var með þá í Staðarskála eins og fram kemur í frétt á visir.is
Meira

Heimaleikir framundan

Í dag er leikdagur hjá meistaraflokki karla í körfubolta, þegar Haukar sækja Tindastól heim og hefst leikurinn klukkan 19:15. Í síðustu leikjum hefur verið mjótt á munum, framlengingar, svekkjandi töp og meiðsli. Upp upp og áfram Tindastóll. Hægt verður að kaupa hamborgara frá klukkan 18:15.
Meira

Stóllinn 2023/2024 er kominn út

Nýr árgangur af Stólnum, kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, er kominn í dreifingu en það er kkd. Tindastóls og Nýprent sem gefa blaðið út. Starfsfólk Nýprents hafði veg og vanda af efnisöflun og skrifum ásamt nokkrum gestaskrifurum en það er svo Davíð Már Sigurðsson sem á meginpart myndanna í Stólnum.
Meira

Vel heppnað menningarkvöld NFNV

Hið árlega menningarkvöld nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, föstudaginn, 17. nóvember sl. Menningarkvöldið heppnaðist mjög vel en um 200 manns sóttu viðburðinn. Bodypaint keppnin var á sínum stað ásamt tónlistaratriðum en einnig var bryddað upp á nýjungum.
Meira

Blönduósingur sem býr í Grindavík – Helga Ólína Aradóttir og Jón Steinar Sæmundsson

Nú heyrum við Blönduósingnum henni Helgu Ólínu Aradóttur sem er fædd og uppalin á Blönduósi en bjó í 20 ár á Skagaströnd þar sem hún kenndi við Höfðaskóla. Helga og maðurinn hennar, Jón Steinar Sæmundsson verkstjóri hjá Vísi hf., hafa búið saman í Grindavík síðan Helga flutti til hans fyrir sex árum síðan. Jón Steinar hefur hins vegar búið í Grindavík síðan hann var tveggja ára en þau eiga heimili á Litluvöllum sem er ofarlega vestanmegin í bænum.
Meira

Léttitækni, Króksverk og Víðimelsbræður nýir á lista

Á heimasíðu Creditinfo segir að þetta sé í 13 skipti sem unnið er að greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila.
Meira

Hans Birgir Friðriksson, veiðimaður - Minning

Við sem stöndum að þessari grein vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera vinir og veiðifélagar Bigga Malla. Biggi Malla er nú látinn, fyrir aldur fram. Maður sem nánast aldrei kenndi sér meins, lifði meinlætalifnaði og var með eindæmum hraustur. Biggi vann Grettisbikarinn átta sinnum og átti ótal met í sundíþróttum bæði á yngri árum og síðar í öldungaflokkum, setti þar á meðal Íslandsmet í 50 m skriðsundi á Norðurlandamóti öldunga 2008 auk þess að verða Norðurlandameistari öldunga 2003. Svona snúa örlögin á okkur, koma aftan að okkur þegar við eigum þess síst von og hrifsa frá okkur þá sem okkur þykir vænt um. Eftir standa skörð sem ekki verða fyllt.
Meira

Tindastóll og Hvöt/Fram á Goðamóti Þórs í 6. flokki kvenna

Um sl. helgi fór fram Goðamót Þórs hjá 6. flokki kvenna í Boganum á Akureyri og sendu bæði Tindastóll og Hvöt/Fram nokkur lið til leiks. Á föstudeginum var hraðmót og spilaðir voru þrír leikir 2*7 mínútur þar sem úrslit leikja sögðu til um í hvaða styrkleikaflokki (A-F) hvert lið spilaði í á laugardeginum. Þá voru einnig spilaðir þrír leikir en hver leikur var 2x10 mínútur og voru svo úrslitaleikir á sunnudeginum þar sem spilað var um sæti.Tindastóll sendi þrjú lið til leiks, Drangey, Málmey og Lundey og Hvöt/Fram sendi tvö lið, lið 1 og lið 2.
Meira

Frábær árangur um helgina

Um sl. helgi fóru fram í Reykjavík fjölliðamót fyrir krakka fædda 2012 (MB11) og sendi Tindastóll eitt stelpulið sem spilaði í Valsheimilinu og tvö strákalið sem spiluðu í Grafarvoginum í bæði Rimaskóla og Dalhúsi. Stelpurnar voru í A-riðli og þar eru spilaðir fimm leikir. Stelpurnar voru í A-riðli og þar eru spilaðir fimm leikir. Þar náðu þær að vinna þrjá leiki af fimm og enduðu í 2. sæti í riðlinum. Fyrir mótið voru tvö lið skráð til leiks en eitthvað fækkaði í hópnum vegna veikinda þegar kom að mótinu en þá komu stelpurnar úr Val til hjálpar og var spilað með blandað lið frá Tindastól og Val sem b-lið. Stelpurnar hafa bætt sig mjög mikið, bæði sem einstaklingar og sem lið, og eru að uppskera eftir því. Flottar stelpur þarna á ferðinni.
Meira