Skagafjörður

Skírdagur og síðasta kvöldmáltíðin

Í dag er skírdagur en hann er ávallt síðasti fimmtudagur fyrir páska og var upphafsdagur hinnar fornu páskahátíðar Gyðinga. Þennan dag minnast kristnir þess að Kristur þvoði fætur lærisveinanna fyrir hina heilögu kvöldmáltíð sem kölluð hefur verið síðasta kvöldmáltíðin.
Meira

Ós textílmiðstöð á Blönduósi er framúrskarandi verkefni á sviði menningar

Í gær var sagt frá því á Feyki.is hvaða aðili hlaut viðurkenningu SSNV sem framúrskarandi verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar. Eins og kom fram í fréttinni var einnig tilkynnt um hvaða aðili hlaut viðurkenningu sem framúrskarandi verkefni á árinu 2022 á sviði menningar. Sá heiður kom í hlut Óss Textíllistamiðstöðvar áBlönduósi fyrir rekstur á miðstöð fyrir textíllistafólk.
Meira

Hermann Sæmundsson skipaður ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur skipað Skagfirðinginn Hermann Sæmundsson, stjórnmálafræðing og skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, í embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins. Hermann tekur við embættinu 1. maí nk. þegar Ragnhildur Hjaltadóttir lætur af störfum.
Meira

Pavel segir einvígið við Keflavík kalla á sterka liðsheild

Úrslitakeppnin í körfunni hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. Njarðvíkingar unnu nauman sigur á ólíkindatólum Grindvíkinga og Stjörnumenn komu á óvart og lögðu Valsmenn að Hlíðarenda. Í kvöld mætast síðan Haukar og Þór Þorlákshöfn og það sem mestu skiptir; Keflavík og Tindastóll. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Pavel Ermolinski, þjálfara Tindastóls.
Meira

Austan Vatna valið framúrskarandi verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar

Í desember var kallað eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á árinu 2022 á starfssvæði SSNV. Óskað var eftir tilnefningum í tveimur flokkum; verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og síðan verkefni á sviði menningar. Að þessu sinni var það Austan Vatna sem fékk viðurkenningu á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir vinnslu á matarhandverki.
Meira

Náttúrustofan leitar að háskólastúdent í sumarvinnu við refarannsóknir

Náttúrustofa Norðurlands vestra í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og sveitarfélagið Skagafjörð hlýtur styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að rannsaka refi og hlutverk þeirra í vistkerfum Skagafjarðar. Styrkurinn verður nýttur til að ráða háskólanema til sumarstarfs þar sem tekin verða saman gögn yfir þekkt refaóðul og ábúð þeirra auk upplýsinga um unna refi.
Meira

Hver á skilið að hljóta Samfélagsverðlaun Skagafjarðar?

Árið 2016 var bryddað upp á þeirri nýbreytni að veita einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Skagafirði, sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag, Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Nú er óskað eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2023. Frestur til þess að senda inn tilnefningar er til og með 18. apríl nk og þurfa íbúar því að bregðast skjótt við og leggja heila í bleyti.
Meira

Skemmtilegur smali í Mótaröð Þyts

Þann 25. mars var keppt í smala í Mótaröð Þyts þar sem Þytsfélagar skemmtu sér einstaklega vel, bæði áhorfendur og keppendur. Nokkur tími hefur liðið síðan keppt var í þeirri grein hjá félaginu og og segir Kolbrún Indriðadóttir að þarna hafi sannast, líkt og Elvar Logi Friðriksson hafi orðað vel á Facebook síðu sinni,: „Sama hvað spekingar segja um smala þá er það mín skoðun að þetta er frábær grein sem hentar ungum sem öldnum eins og sannaðist í gærkvöldi.“
Meira

Það sem lífið getur verið skemmtilegt :: Leikfélag Hofsóss sýnir Saumastofuna

Miðaldra kona hlýtur að spyrja sig hvaða erindi leikrit sem er nánast jafngamalt henni sjálfri eigi við nútímafólk. Því var svarað á einni kvöldstund í Höfðaborg á Hofsósi þegar undirrituð skellti sér á sýninguna Saumastofuna. Hafði að vísu gægst aðeins á bakvið tjöldin á meðan á æfingarferlinu stóð, en þeim mun skemmtilegra að sjá hinn endanlega afrakstur sex vikna stífra æfinga. Skemmst er frá að segja að uppsetningin er vel heppnuð og á þessum rúmum tveimur tímum sem sýningin tekur (að hléinu meðtöldu) er allur tilfinningaskalinn undir.
Meira

Halli Lalli uppgötvar heim hringitónanna

Haraldur Lárus Hallvarðsson, 61 árs gamall smiður á Sauðárkróki, oft kallaður Halli Lalli (og smíðahópurinn hans stundum HLH flokkurinn – nema hvað), hringdi í skrifstofu Feykis og var bara kátur. „Það er gott að búa á Íslandi og þá auðvitað alveg sérstaklega hér fyrir norðan, hér er enginn barlómur, ekkert stríð, enginn ófriður... nema þá kannski í kringum hann þarna dómsmálaráðherrann, alltaf eitthvað að gerast hjá þeim manni.“
Meira