Skagafjörður

Íslands þúsund ár ómuðu um allan Krók þegar Unglingalandsmótinu lauk

Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki lauk í gærkvöldi og það verður varla annað sagt en að aðstæður hafi verið keppendum og gestum á Króknum hagstæðar. Mótsgestir þurftu hvorki að berjast við fellibyl, hitabylgju né flugnabit (svo Feykir viti til) en vindur var í lágmarki og þegar flestir áttu von á hellidembu á meðan á lokaathöfn og brekkusöng stóð í gærkvöldi þá stoppaði regnveggurinn frammi í sveit og leit ekki við á Króknum.
Meira

Vel lukkuð Fljótahátíð í bongóblíðu

Fljótahátíð var haldin í ár í annað sinn en hún var fyrst haldin fyrir tveimur árum með viku fyrirvara eftir að flestar útihátíðum landsmanna höfðu verið blásnar af vegna Covid-19 – já, það er ekki lengra síðan! Þá tók Stefanía Gunnarsdóttir sig til, eða Steffý eins og hún er vanalega kölluð, og hóaði í sitt helsta stemningsfólk og blés til lítillar útihátíðar á sínum æskuslóðum.
Meira

Aldís María sterkust í 15. umferðinni

Biblía knattspyrnunördanna, Fótbolti.net, velur ávallt leikmann umferðarinnar í boltanum. Leikmaður 15. umferðar í Bestu deild kvenna var valin Aldís María Jóhannsdóttir og varð hún þar með fyrst Tindastólsstúlkna til að hljóta nafnbótina Sterkust þetta sumarið. Leikur Stólastúlkna í 15. umferð var gegn liði ÍBV á Króknum og skoraði Aldís María tvö mörk í sterkum 4-1 sigri.
Meira

Hleðslustöðvarnar í tjaldbúðum ULM vekja athygli

„Þetta er nýjung sem á engan sinn líka og setur ný viðmið á tjaldsvæðum framtíðarinnar,‟ segir Gunnar Þór Gestsson, tjaldbúðastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ og formaður Ungmennasambands Skagafjarðar, um rafkerfið á tjaldsvæði mótsins. Gunnar Þór segir að hleðslustöðvarnar hafi slegið í gegn og allir sem hann hefur hitt séu mjög ánægðir með framtakið. Alls eru hleðslustöðvarnar sjö talsins og hver þeirra með tveimur tengjum.
Meira

30 svipmyndir frá setningarkvöldi ULM 2023

Unglingalandsmót UMFÍ 2023 var sett við hátíðlega athöfn á Sauðárkróksvelli í gærkvöld. Þátttakendur gengu fylktu liði til leiks og í kjölfarið fylgdi fimleikasýning og loks ball með Danssveit Dósa.
Meira

„Stundum er heimurinn mjög lítill!“

Þar sem verðbólgudraugurinn plagar nú landsmenn og Seðlabankastjóri varar óbeint við langferðalögum þá tekur Feykir hann á orðinu og sendir að þessu sinni lesendur sína í stutt ferðalag til hins gamla höfuðbóls okkar Íslendinga, Kaupmannahafnar í Danaveldi. Þar er það Laufey Kristín Skúladóttir sem tekur lesendum fagnandi og verður fyrir svörum en hún og Indriði Þór Einarsson, eiginmaður hennar, fluttu út ásamt þremur dætrum sínum, Magneu Ósk, Ólöfu Erlu og Anítu Rún, um mitt ár 2020 eftir að hafa búið á Króknum sjö árin þar á undan.
Meira

Pavel stýrir körfuboltafjöri ULM í dag

Pavel Ermolinski, þjálfari Tindstóls í körfuknattleik, var dómari í keppni í körfuknattleik á Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki í gær. Pavel, sem er margfaldur meistari, tók við liði Tindastóls í byrjun árs og gerði liðið að Íslandsmeisturum í vor eins og flestum er enn í fersku minni. Enda í fysta sinn sem Tindastóll hampaði meistaratitlinum og í fyrsta sinn sem lið af Norðurlandi verður Íslandsmeistari í körfubolta.
Meira

Þúsundir skemmta sér í blíðunni á Unglingalandsmóti

„Blússandi gangur er í öllu og gestir Unglingalandsmótsins glaðir,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í grindarhlaupi í fimmta sinn

Ísak Óli Traustason varð um sl. helgi Íslandsmeistari í 110 metra grindahlaupi þegar Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Reykjavík.
Meira

Gunnhildur í blaðamanninn

Í kjölfarið á hagræðingu innan Nýprents var starf blaðamanns lagt niður í upphafi Covid-faraldursins 2020 og meiri ábyrgð varðandi efnisöflun færðist því á ritstjóra Feykis og aðra starfsmenn Nýprents. Nú hefur verið ráðinn blaðamaður til starfa að nýju en Gunnhildur Gísladóttir, ljósmyndari og veislustjóri, hefur ákveðið að taka slaginn með Feyki.
Meira