Skagafjörður

RARIK bætir afhendingaröryggi á Norðurlandi vestra

RARIK vinnur nú að endubótum á rafbúnaði og húsnæði nokkurra aðveitustöðva á Norður- og Austurlandi en þær hófust á síðasta ári; þar með talið á Skagaströnd, við Varmahlíð og á Laxárvatni við Blönduósi. Í frétt á heimasíðu RARIK segir að allar þessar framkvæmdirnar miði að því að bæta afhendingaröryggi og gera kerfi RARIK á þessum svæðum betur í stakk búin til að mæta aukinni notkun í framtíðinni.
Meira

Valsmenn léttir

Stólarnir renndu suður á Hlíðarenda í gær og mættu þar Íslandsmeisturum Vals í síðustu umferð riðlakeppni Subway-deildarinnar. Valsmenn höfðu þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn í umferðinni á undan og virtust alls ekki vera í þeim gír að gefa gestunum alvöru leik. Það fór svo að Stólarnir gengu á lagið þegar á leið og möluðu á endanum meistarana mélinu smærra. Lokatölur 71-98.
Meira

Páskaísinn

Er ekki tilvalið að græja páskaísinn núna um helgina? Held ég þurfi allavega að gera það svo það verði nú einhver eftirréttur á páskadag heima hjá mér. Búið að vera pínu öðruvísi byrjun á þessu ári en árin 2021 og 2022 þegar allt lá niðri og maður hafði tíma til að gera allan fja.... Það verður allavega ekki gerð vorhreingerning heima hjá mér fyrir páskana þetta árið, það eitt veit ég. Set mér markmið að komast nokkuð heill út úr þessari törn því þriðja vaktin mín er að ná hæstu hæðum þessa dagana og gott að minna sig stundum á að muna að njóta en ekki þjóta.
Meira

Fjölskyldan fagnaði þegar hann lagði fiðluna á hilluna / RÓBERT SMÁRI

Að þessu sinni er það Róbert Smári Gunnarsson sem svarar Tón-lystinni í Feyki. Eins og margir vita þá er Róbert tvíbuarabróðir Inga Sigþórs en þeir bræður koma gjarnan fram saman eða á sömu viðburðum. Þeir eru fæddir árið 2000 sem Róbert kallar besta árganginn, meðal annars vegna þess hversu auðvelt er fyrir hann að reikna út hvað hann er gamall. Róbert segist Skagfirðingur í allar ættir og alinn upp á Króknum en nú er hann búsettur í Reykjavík. „Krókurinn er samt alltaf heim,“ bætir hann við.
Meira

Alheimsfrumsýning á Himinn og jörð – Viðtal við Ármann Guðmundsson höfund og leikstjóra

Leikflokkur Húnaþings vestra er nú á lokametrunum í undirbúningi sínum á alheimsfrumsýningu á söngleiknum Himinn og jörð eftir Ármann Guðmundsson en söngleikurinn var saminn fyrir Leikflokkinn við 16 lög Gunnars Þórðarsonar. Um 40 manns hafa tekið þátt í undirbúningi sýningarinnar enda verkin ófá og sagði í tilkynningu Leikflokksins fyrr á árinu að meðal annarra hefðu nokkrar stúlkur séð um barnapössun enda ófáir foreldrar sem eru þátttakendur verksins.
Meira

Mjólkurbikar karla rúllar af stað um helgina

Karlafótboltinn fer af stað fyrir alvöru nú um helgina en þá fer fyrsta umferðin í Mjólkurbikarnum í gang. Bæði lið Tindastóls og Kormáks/Hvatar verða í eldlínunni en hjá liði Húnvetninga verður um að ræða fyrsta leik liðsins frá því síðasta haust en liði hefur verið safnað um nokkurt skeið og frumsýning á mannskapnum því nú um helgina. Nú síðast var bætt við markmanni og því allt að verða klárt fyrir sumarið.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2023 :: Vísnasmiðir yrki um tíðar sólarlandaferðir Íslendinga

Enn á ný stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni í aðdraganda Sæluviku, en keppninni var komið á árið 1976. Reglurnar eru sem fyrr einfaldar og góðar; annars vegar að botna fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu.
Meira

Aldrei láta neinn segja þér að eitthvað sé ekki hægt :: Pétur Arason í Fermingarblaði Feykis

Síðasta sumar var Pétur Arason ráðinn fyrsti sveitarstjóri hins nýja sveitarfélags, Húnabyggðar, sem varð til við sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps en hann var valinn úr hópi 14 umsækjenda. Pétur er fæddur og uppalinn á Blönduósi og hefur mikil tengsl við Húnabyggð, eins og fram kom í tilkynningu um ráðninguna á sínum tíma.
Meira

Svæðisáætlun úrgangs

Sveitarfélög á starfssvæðum SSNV og SSNE hafa undanfarið unnið að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Haldinn var stefnumarkandi fundur með kjörnum fulltrúum, starfsfólki sveitarfélaganna og öðrum áhugasömum þann 25. apríl 2022 og var sú vinna nýtt við gerð svæðisáætlunar.
Meira

Fagna útgáfu 42. Skagfirðingabókar um helgina

Skagfirðingabók, rit Sögufélags Skagfirðinga, er komin úr prentun, sú 42. í röðinni og af því tilefni haldið útgáfuhóf á Kaffi Króki laugardaginn 1. apríl nk. „Það er ekki plat!“ segir Hjalti Pálsson, einn ritstjóra bókarinnar.
Meira