Skagafjörður

Áslaug Arna heimsótti Háskólann á Hólum

Á vef Stjórnarráðsins segir frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hafi heimsótt Háskólann á Hólum í síðustu viku ásamt ráðuneytisstjóra og kynnt sér starfsemina. Fram kemur að mikil og ánægjuleg aukning á fjölda nemenda hafi orðið við háskólann, þá sérstaklega við fiskeldis- og fiskalíffræðideild, sem kallar á frekari uppbyggingu á aðstöðu fyrir það nám.
Meira

Hólahátíð :: Gísli Gunnarsson Hólabiskup skrifar

Hólahátíð hefur verið haldin árlega í 17. viku sumars allt frá stofnun Hólafélagsins árið 1964, eða í tæp sextíu ár. Áður voru svipaðar hátíðir haldnar í kringum 1950 þegar turninn var reistur við Hóladómkirkju, en þá var þess minnst að fjögur hundruð ár voru liðin frá aftöku Jóns Arasonar biskups og sona hans tveggja, Björns og Ara. Á þessu ári eru liðin 260 ár frá vígslu Hóladómkirkju.
Meira

Stjörnusigur í hörkuleik í Garðabænum

Stjarnan og Tindastóll mættust í Bestu deild kvenna í Garðabænum í gær. Leikið var við fínar aðstæður og leikurinn hin ágætasta skemmtun þar sem bæði lið fengu urmul færa til að skora. Með sigri hefði lið Tindastóls skotist uppfyrir Garðbæinga og þar með í sjötta sæti deildarinnar en það var hins vegar heimaliðið sem nýtti færin betur og hirtu stigin sem í boði voru. Lokatölur 2-1.
Meira

Skallar kipptu stólunum undan Stólunum

Ef það var brekka fyrir Tindastólsstrákana að færa sig upp í næstu deild fyrir ofan þá varð hún enn brattari í kvöld þegar Stólarnir gerðu sér lítið fyrir og töpuðu í Borgarnesi. Fyrir leik voru Skallagrímsmenn í áttunda sæti deildarinnar með tíu stig en lið Tindastóls í fjórða sæti með 20 stig. Það kom gestunum að litlu gagni því heimamenn unnu leikinn 2-0.
Meira

Fagmennska, traust og framsækni á eftir að skila sér til eflingar landsbyggðunum

„Blómleg byggð um land allt er framtíðarsýn Byggðastofnunar og byggir á trausti fagmennsku og framsækni,” segir Magnús B. Jónsson fráfarandi stjórnarformaður Byggðastofnunar sem lauk nýverið starfi sem stjórnarformaður eftir fjögurra ára stjórnarsetu. „Mér finnst Byggðastofnun vera í góðum málum, bæði vegna þess mannauðs sem þar hefur byggst upp og er meginverðmæti hverrar starfsemi og vegna þess hve efnahagur hennar stendur vel. Stofnunin á að mínu mati góða möguleika á að vaxa og dafna með þessar tvær undirstöður sem grunneiningar.”
Meira

Arnar, Pétur og Þórir í lokahóp fyrir æfingamót í Ungverjalandi

Íslenska karlalandsliðið í Körfubolta er á leiðinni til Ungverjalands á æfingamót í borginni Kecskemét. Þar mun liðið leika vináttulandsleiki við Ísrael og heimamenn í Ungverjalandi. 
Meira

Danssveit Dósa sótti heimsfrægðina á Rauðasand

Feykir frétti af því fyrir eintóma tilviljun í kaffitíma sínum að hin stuðvæna Danssveit Dósa, sem er skagfirsk hljómsveit eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt, fékk nokkuð óvenjulegt verkefni upp í hendurnar á dögunum. Eða kannski öllu heldur, staðsetning giggsins var óvenjuleg. Hljómsveitarstjórinn, Sæþór Már Hinriksson, gítarleikari og afleysingablaðamaður Feykis, fékk nefnilega upphringingu frá Ástþóri Skúlasyni bónda á Melanesi á Rauðasandi á Barðaströnd. Hann vantaði hljómsveit til að spila í 50 ára afmælisveislu sinni sem hann vitaskuld vildi halda heima hjá sér. Veislan var um síðustu helgi og það var því ekki annað í stöðunni fyrir Feyki en að forvitnast um ferðalagið hjá starfsmanni sínum.
Meira

Keppni í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti

Keppni í kökuskreytingum hefur verið á meðal þeirra fjölmennustu síðan greinin var kynnt til sögunnar fyrir nokkrum árum. Keppendur vinna með þema í kökuskreytingum. Þemað er fjölbreytileiki þetta árið.
Meira

Skemmtiferðaskip í höfn á Króknum í dag

Skemmtiferðaskipið Scenic Eclipse 2 kom til hafnar á Sauðárkróki upp úr kl. 8 í morgun í norðankalda en hitinn í Skagafirði er að skríða í tíu gráðurnar en ætti að hækka eftir því sem líður á daginn. Scenic Eclipse 2 er lúxus skemmtiferðaskip sem getur tekið 228 farþega og staldrar heldur lengur við en skipið sem heimsótti Krókinn fyrr í júlí en það lætur ekki úr höfn fyrr en um kl. 11 í kvöld á meðan hið fyrra var horfið út fjörð um kvöldmatarleytið.
Meira

Ultimo-appið orðið aðgengilegt

Eins og Feykir greindi frá í júní sigraði Jóhanna María Grétarsdóttir Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2023 með hugmyndinni „Ultimo”. Jóhanna María býr á Sauðárkróki og foreldrar hennar eru Grétar Karlsson og Annika Noack.
Meira