Skagafjörður

Hugsanir bílsstjóra Bíls Smáframleiðenda

Þegar ég byrjaði að keyra fyrir verkefnið Smáframleiðendur á ferðinni, sumarið 2020 hafði ég ekki hugsað mikið út í smáframleiðendur. Ég vissi að þeim færi fjölgandi enn hafði ekki velt fyrir mér tilveru þeirra eða tilgangi. Á síðustu tveimur árum hef ég fengið að kynnast breidd smáframleiðenda sem hefur komið mér mjög skemmtilega á óvart.
Meira

Textíll er miklu meira en bara prjón og vefnaður :: Margrét Katrín Guttormsdóttir umsjónarmaður TextílLabsins í viðtali

Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi hefur verið í stöðugri sókn allt frá stofnun Textílseturs Íslands árið 2005 og ekki síður eftir að það, ásamt Þekkingarsetrinu á Blönduósi sem stofnað var 2012, leiddu saman hesta sína 8. janúar 2019 og úr varð sú Textílmiðstöð sem við þekkjum í dag. Vel útbúið TextílLab Textílmiðstöðvarinnar stendur fólki til boða og kíkti Feykir í heimsókn á dögunum.
Meira

Konur geta allt! :: María Sigurðardóttir, leikstjóri Saumastofunnar, í léttu spjalli

Leikfélag Hofsóss frumsýndi í gær hið þekkta leikrit Kjartans Ragnarssonar Saumastofuna sem samið var í tilefni kvennaársins 1975 og hefur ávallt vakið mikla hrifningu leikhúsgesta. Leikstjóri er María Sigurðardóttir, sem langa reynslu hefur af leikstjórn á svið kvikmynda og leikhúss. Feykir fékk Maríu til að svara nokkrum spurningum í vikunni en viðtalið birtist í Feyki sl. miðvikudag.
Meira

Þriðji sigurinn í röð í Lengjubikarnum

Stólastúlkur spiluðu síðasta leik sinn í Lengjubikarnum í dag þegar þær sóttu lið Keflavíkur heim í Nettóhöllina. Bæði liðin verða með í slagnum í Bestu deild kvenna í sumar og undirbúningur fyrir mótið á síðustu metrunum. Lið Tindastóls gerði sér lítið fyrir í Keflavíkinni og fór með sigur af hólmi, lokastaðan 1-3.
Meira

Virkjanastopp, sama vesen, sitt hvor hliðin! :: Guðmundur Haukur skrifar

Með ákvörðunum sveitarstjórna Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Húnabyggðar og Ásahrepps um að staldra við í skipulagsmálum orkumannvirkja þar sem orkuvinnsla í núverandi lagaumgjörð þjóni ekki hagsmunum sveitarfélaganna er í raun komið virkjanastopp á Íslandi. Það þykir að sjálfsögðu bagalegt, sem það er. Raforkuframleiðsla Landsvirkjunar er fullnýtt og ekki er til meiri orka á sama tíma og orkuskiptin eru framundan. Það verður því að bretta upp ermar og byrja að virkja fyrir þjóðina!
Meira

Opið hús hjá Oddfellow í dag

Oddfellow stúkurnar á Sauðárkróki verða með opið hús í dag frá klukkan 13 til 15, þar sem gestum gefst kostur á að skoða húsakynnin, kynnast starfi stúkanna og þiggja léttar veitingar að Víðigrund 5.
Meira

Vesturbæingar komu í dapurlega kveðjuferð í Síkið

Pavel leiddi í gærkvöldi sína gæðinga út í Síkið í leik gegn hans gömlu félögum í KR. Stórveldið svarthvíta má muna sinn fífil fegurri en gengi liðsins í vetur hefur verið vandræðalega lélegt og ljóst fyrir nokkru að liðið var fallið í 1. deild. Pavel brýndi fyrir sínum mönnum að mæta ekki værukærir til leiks því það kemur fyrir að fallnir drekar rísi upp á afturlappirnar fái þeir til þess tækifæri. Það fór svo að eftir nokkuð jafnan fyrsta leikhluta var mátturinn með Stólunum það sem eftir lifði leiks og vilji og varnarleikur Vesturbæinga í mýflugumynd. Lokatölur 115-63.
Meira

Ásta Birna nýr framkvæmdastjóri á Stoð

Í gær fimmtudaginn 23.03.23 voru tímamót hjá verkfræðistofunni Stoð á Sauðárkróki, einu af okkar öflugu fyrirtækjum í heimabyggð, þegar Ásta Birna Jónsdóttir var ráðin sem framkvæmdastjóri, í stað Eyjólfs Þórarinssonar sem hefur gegnt starfinu í aldarfjórðung.
Meira

Karnival dýranna í Miðgaði

Tónadans og Tónlistarskóli Skagafjarðar setja saman upp Karnival dýranna fyrir dansara og hljómsveit í Menningarhúsinu Miðgarði nk. sunnudag 26. mars kl. 14. Fram koma nemendur og kennarar Tónlistarskólans og Tónadans. Höfundur dansa er Cristina Sabate Perez, Elena Zharinova og Ólöf Ólafsdóttir en tónlistarstjórn er í höndum Joaquin De La Cuesta Gonzalez.
Meira

Einkavæðing Hrognkelsa/Grásleppu - Lilja Rafney skrifar

Ekkert í stjórnarsáttmálanum kveður á um kvótasetningu í fiskveiðistjórnarkerfinu og skýtur því skökku við að búið sé að kvótasetja sandkola og hryggleysingja nú þegar með framsali og nú stendur til að kvótasetja grásleppu með framsali. Þingflokkur VG á síðasta kjörtímabili lagðist alfarið á móti samskonar áformum með rökstuðningi um að ekki væri hægt að byggja á neinum rannsóknum sem styddu kvótasetningu og sýndi fram á að ekki væri hægt að byggja á annarskonar veiðistjórnun sem fæli ekki í sér samþjöppun og framsal.
Meira