Skagafjörður

Sigur í fyrsta heimaleik í Subway deild karla

Fyrsti heimaleikur Tindastóls í Subway deild karla, annarri umferð, fór fram á laugardaginn var. Tindastóll tók á móti Keflvíkingum, sem byrjuðu betur og fyrir þeim fór Jaka Brodnik fyrrum leikmaður Tindastól og var sóknarleikur Keflvíkinga betri en hjá heimamönnum leiddu þeir fyrsta leikhluta. Tindastólsmenn virtust eiga erfitt með að finna taktinn í sóknarleiknum í upphafi leiks. Kannski hafði það eitthvað að gera með að Pétur Rúnar sat meiddur á bekknum. Keflvíkingar voru sterkari í upphafi annars leikhluta og Tindastóll náði að halda sér inni í leiknum með þriggja stiga körfum.
Meira

Góðgerðartónleikar í minningu Skúla

Skúli Einarsson, bóndi og tónlistarmaður frá Tannstaðabakka í Hrútafirði, lést í nóvember 2021 af völdum krabbameins. Í kjölfarið varð til sú hugmynd að halda góðgerðartónleika í minningu hans til að varpa ljósi á hans tónlistarferil og þá áhrifavalda sem mótuðu hann í gegnum hans spilamennsku. Tónleikarnir verða haldnir í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 21. október og hefjast kl. 20:00. Hægt er að kaupa miða á adgangsmidi.is eða við dyr.
Meira

Varð háð hágæða garni

Helgarut Hjartardóttir er fædd árið 1991 á Sauðárkróki móðir tveggja barna, þeirra Alexíu Nóttar og Baltasars Loka. Hún kemur úr stórum systkinahópi og er viss um að einhverjir kannist við hópinn af Jólamóti Molduxa sem haldið er ár hvert á annan í jólum en þau taka alltaf þátt í því. Helgarut er útskrifuð með BA í sálfræði og stefnir á að fara í klíníska barnasálfræði í náinni framtíð. „Mér finnst mjög mikilvægt að við séum við sjálf og að það sé jákvætt að við séum ekki öll eins. Ein fræg setning sem ég segi oft er „við erum öll skrítin á okkar hátt”. Ekkert skemmtilegra en að fá að vera maður sjálfur en ekki vera fastur í því að reyna að passa inn í einhverja fyrirfram ákveðna staðalímynd. Vil ég því reyna að efla börnin okkar og aðra í því að vera þau sjálf og vera stolt af því“. Helgarut kemst á flug þegar hún byrjar að tala um tilfinningar og heldur því fram að viðtalið gæti tekið aðra og lengri stefnu ef við ætlum að fara inn á þá braut en bætir því við að það sé ekki sjálfgefið að maður fái þá aðstoð sem maður þarf í uppvextinum til að læra inn á tilfinningarnar.
Meira

Fullkominn matur fyrir komandi vetur

Matgæðingar í tbl 4 á þessu ári voru Helga Sjöfn Helgadóttir og Gunnlaugur Hrafn Jónsson (Gulli) í Hátúni í Skagafirði. Þau eiga þrjú börn, Jón Dag, Dagmar Ólínu og Hrafn Helga, og tvö barnabörn. Helga og Gulli eru bæði úr Skagafirðinum, Helga frá Laugarbökkum í Lýtingsstaðahreppi og Gulli frá Stóru-Gröf ytri í Staðarhreppi. Helga er kennaramenntuð og Gulli vann við tamningar áður en þau ákváðu að gerast kúabændur í Hátúni. „Við erum engir ástríðukokkar en höfum gaman af að slá upp matarveislum annað slagið. Þar er það helst villibráðin sem Gulli veiðir og ég matreiði sem verður fyrir valinu. Skemmtilegast er að matreiða úr hráefni sem við framleiðum eða veiðum sjálf,“ segir Helga.
Meira

Að ná markmiðum sínum er virkilega góð tilfinning

Skagfirðingurinn Þuríður Elín Þórarinsdóttir gerði sér lítið fyrir um miðjan september og hljóp rétt rúma 100 kílómetra í Bakgarðshlaupinu sem haldið var í Reykjavík 16. september síðastliðinn. Bakgarðurinn er hlaup þar sem farinn er 6,7 km hringur á hverjum klukkutíma þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Hringurinn var að þessu sinni í Heiðmörk en hann byrjaði og endaði við Elliðavatnsbæ. Viðtalið var birt í 37.tölublaði Feykis.
Meira

Sjötugs afmælis-tónleikaveislan byrjuð

Miðgarður í Varmahlíð fylltist af fólki í gærkvöldi þegar afmælis-tónleikaveislan hans Óskars Péturssonar hófst. Í viðtalinu hér fyrir neðan sem tekið var fyrir síðasta tölublað Feykis segir Óskar frá því þegar hann ætlaði að halda uppá þrítugs afmælið sitt í Álftagerði en festist í Bakkaselsbrekkunni og var sá eini sem ekki mætti í afmælið, minnstu mátti muna að sagan endurtæki sig þegar Óskar sat fastur á Öxnadalsheiðinni á leiðinni vestur í gær, ásamt hljómsveit og söngkonu, en hlutirnir hafa tilhneygingu til að reddast þegar Óskar er annars vegar og að sjálfsögðu mættu allir, nema Ívar Helgason sem hafði náð sér í flensu. Mikil stemming og gleði var í Miðgarði í gærkvöldi og tónleikarnir frábærir.
Meira

Stöðugildum ríkisins fækkar í fjórðungnum og SSNV krefst þess að ríkisstjórnin bregðist við

Á vef SSNV kemur fram að Byggðastofnun hefur frá áramótum 2013/2014 gert árlega könnun á staðsetningu starfa á vegum ríkisins. Með störfum á vegum ríkisins er átt við stöðugildi greidd af Fjársýslunni, stöðugildi hjá opinberum hlutafélögum og stofnunum og stöðugildi hjá stofnunum sem hafa meirihluta rekstrartekna sinna af fjárlögum.
Meira

Sveitarfélagið Skagaströnd eitt af "Sveitarfélögum ársins" 2023

Nú á dögunum voru kynntar niðurstöður úr könnun sem Gallup gerði meðal félagsfólks tíu bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB. Þátttakendur voru talsvert fleiri en í fyrra og var mikill meðbyr með könnuninni í ár og nú er hægt að bera saman niðurstöður tveggja ára því þetta er í annað sinn sem þessi könnun er gerð. Sveitarfélagið Skagaströnd var eina sveitarfélagið á Norðurlandi vestra sem var gjaldgengt í þessa könnun og endaði í sjöunda sæti í fyrra en í því fjórða í ár. 
Meira

Glatvarmi verði nýttur í græna atvinnuuppbyggingu

Á vef Stjórnarráðs Íslands segir að Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Húnabyggð, Samtök sveitarfélag á Norðurlandi vestra og Borealis Data Center hafa gert með sér viljayfirlýsingu um samstarfsverkefni sem stuðlar að nýtingu á glatvarma í Húnabyggð þann 12. október. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfesti viljayfirlýsinguna, en hún felur í sér að glatvarmi frá gagnaveri Borealis Data Center í Húnabyggð verður nýttur í græna atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
Meira

Ertu hjátrúafullur?

Já það er kominn föstudagur mér til mikillar gleði.... eða hvað? Í dag er nefnilega föstudagurinn 13. sem á það til að koma upp einu sinni til þrisvar á ári. Talan 13 er fyrir suma óhappatala og þá sérstaklega ef þessi mánaðardagur ber upp á föstudegi. Þessi hjátrú er meðal útbreiddustu hjátrúa í heimi og kallast paraskevidekatriaphobia og er tengd óttanum við töluna þrettán eða triskaidekaphobia og setti sálfræðingnum Donald Dossey þetta hugtak fram. Á þessum degi, föstudeginum þrettánda, verða hjátrúafullir hræddari sem aldrei fyrr og telja að eitthvað slæmt eigi eftir að gerast og sumir ganga svo langt að mæta ekki til vinnu á þessum degi. Í sumum borgum er þrettándu breiðgötu sleppt og t.d. í Sacramento eru gatnamót þar sem þrettánda stræti sker þrettándu breiðgötu en ekki fylgir sögunni hvort fleiri umferðarslys eigi sér stað þar en annars staðar. Sum hótel ganga svo langt að sleppa þrettándu hæðinni eða réttara sagt merkja þrettándu hæð sem þá fjórtándu út af hjátrú en á vísindavefnum er að finna mjög langa grein um töluna þrettán sem ég ætla að láta fljóta með fyrir þá sem vilja lesa lengra.
Meira