Skagafjörður

Þrír leikmenn Tindastóls í landsliðsæfingahóp

Landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í Körfubolta, Craig Pedersen, hefur valið æfingahóp fyrir landsliðsæfingar sumarsins. Í hópnum eru 21 leikmaður og þar af þrír leikmenn Tindastóls, Pétur Rúnar, Sigtryggur Arnar og nýjasti leikmaður liðsins, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson sem gekk til liðs við Stólana fyrir stuttu.
Meira

Druslugangan snýst um að gjaldfella orðið drusla

Druslugangan 2023 fer fram á Sauðárkróki laugardaginn 22. júlí nk. Gengið verður frá Árskóla kl. 13:00 að Sauðárkróksbakarí þar sem fara fram ræðuhöld, ljóðalestur og tónlistaratriði.
Meira

Stelpurnar í 3. flokki T/H/K/F unnu sér sæti í A-riðli

Sameinað lið T/H/K/F (Tindastóll/Hvöt/Kormákur/Fram) í 3. flokki kvenna vann frábæran sigur í gærkvöldi þegar stelpurnar heimsóttu lið Fjölnis í Grafarvoginn reykvíska. Leikurinn fór 2-4 og það voru Skagstrendingarnir Elísa og Birgitta sem sáu um markaskorun liðsins en þær hafa sannarlega lifað fótboltadrauminn í sumar því auk þess að spila með 3. og 2. flokki T/H/K/F hafa þær verið að spila með Bestu deildar liði Tindastóls í sumar.
Meira

Marta Perarnau og Bea Parra Í Tindastól

Í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Tindastóls kemur fram að búið er að semja við tvo nýja leikmenn til að styrkja liðið barráttunni sem er framundan í neðri hluta Bestu deildar kvenna.
Meira

Vegurinn í Austurdal lagfærður

Á vef Skagafjarðar var sagt frá því fyrir helgi að nú standa yfir lagfæringar á veginum í Austurdal, frá Stekkjarflötum að Merkigilinu. Miklar skemmdir urðu á veginum í vatnavöxtum síðastliðið sumar og mátti heita ófær fólksbílum.
Meira

„Tóti túrbó“ til Tindastóls

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, margfaldur Íslandsmeistari, þrautreyndur landsliðsmaður og atvinnumaður erlendis til margra ára, er genginn til liðs við Íslandsmeistara Tindastóls. Enginn vafi er á að Þórir verði liðinu mikil lyftistöng í því verðuga verkefni að verja titilinn.
Meira

Þjónustukort Byggðastofnunar tilvalinn leiðarvísir fyrir sumarfríið

Ef ferðalög er framundan í sumar er Þjónustukort Byggðastofnunar tilvalinn staður til að verða sér úti um upplýsingar um hvar fjölbreytta þjónustu er að finna á landinu öllu.
Meira

Hjördís Halla þrefaldur Íslandsmeistari

Hjördís Halla Þórarinsdóttir varð um helgina þrefaldur Íslandsmeistari á nýafstöðnu Íslandsmóti barna- og unglinga í hestaíþróttum.
Meira

Spjallað við Ómar Braga og Pálínu Ósk um Unglingalandsmótið á Króknum

„Unglingalandsmótin eru fjölskylduhátíð þar sem alls konar íþróttir eru í fyrsta sæti. Mótin eru haldin árlega og að þessu sinni er mótið á Sauðárkróki,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Landsmóta UMFÍ, þegar Feykir forvitnast um Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer um verslunarmannahelgina. Ómar Bragi hefur fengið liðsstyrk en Pálína Ósk Hraundal er verkefnastjóri mótsins en þetta er í þriðja sinn sem þau vinna saman að ULM á Króknum.
Meira

Brynja Líf til liðs við Tindastól í körfunni

Brynja Líf Júlíusdóttir hefur skrifað undir hjá Körfuknattleiksdeild Tindastóls um að spila með Stólastúlkum í 1. deildinni. Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeildinni segst Helgi Freyr Margeirsson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna, mjög ánægður að fá Brynju Líf, einn efnilegasta leikmann landsins til liðs við Tindastól og í körfuboltaakademíu FNV.
Meira