Skagafjörður

Í upphafi skyldi endinn skoða - Fuglavernd með málþing

Að beisla vindinn og nýta til rafmagnsframleiðslu getur hljómað vel í eyrum margra, sérstaklega þegar litið er til þeirrar loftslagsváar sem við stöndum frammi fyrir og nauðsyn þess að beina orkuframleiðsla inn á umhverfisvænni brautir. Litið er til grænna lausna í auknum mæli, en er nýting vindorka eins græn og haldið hefur verið á lofti?
Meira

Varið ykkur á ótraustum ís og fræðið börnin um hættuna

Í kuldunum sem ríkt hefur undanfarið á landinu bláa hefur ís náð að myndast við sjávarborð við ströndina hér norðanlands og má þannig m.a. sjá í smábátahöfninni á Sauðárkróki. Feykir fékk ábendingu um hættulegan leik manns sem gengur á ísnum milli flotbryggja. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það að illa getur farið ef ísinn bregst við þessar aðstæður en mynd af manninum náðist í myndavélakerfi Skagafjarðarhafna við höfnina að kvöldi síðasta þriðjudags.
Meira

Þörungaeldi er vaxandi grein

Á dögunum var kynnt skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi. Þar var komið inn á tækifæri og áskoranir í þörungaeldi á Íslandi. Í skýrslunni segir að þörungarækt í heiminum hafi færst í vöxt til að mæta aukinni eftirspurn og bæta framleiðslustýringu. Fjallað er um hvernig skipta megi þörungaeldi í tvær talsvert ólíkar undirgreinar, þ.e. smá- og stórþörungaframleiðslu og svo ólíkar aðferðir sem notaðar eru við ræktun, uppskeru og vinnslu.
Meira

Björg og Korgur fyrst í brautina í fimmgangi Meistaradeildar KS á morgun

Fimmgangur í Meistaradeild KS í hestaíþróttum, fer fram á morgun föstudaginn 17. mars í Reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki kl. 19:00. Ráslistinn er klár og mun ein af nýliðum deildarinnar, hin tvítuga Björg Ingólfsdóttir á Dýrfinnustöðum, mæta fyrst í brautina með Korg frá Garði. Björg er í landsliðshópi LH U-21 en í Meistaradeildinni keppir hún fyrir lið Equinics.
Meira

Sameiginleg lið Kormáks og Tindastóls í 7.flokki í körfubolta að stíga sín fyrstu skref á fjölliðamótum

Ofurspenntir krakkar í sameiginlegum liðum Kormáks og Tindastóls í 7. flokki brunuðu á fjölliðamót síðustu helgi, stúlknahópurinn spilaði í Borganesi í d-riðli og drengirnir í vesturbænum í f-riðli. Þarna voru á ferðinni krakkar sem voru að taka sín fyrstu skref í keppnisferð á körfuboltavellinum. Það mátti sjá framfarir eftir hvern leik því reynslan sem krakkarnir taka frá þessum mótum er gífurlega mikilvæg fyrir áframhaldandi uppbyggingu bæði hjá einstaklingunum og liðsheildinni.
Meira

Truflanir í hitaveitu á Sauðárkróki :: Sundlauginni lokað

Vegna kuldans sem nú ríkir virðist sem þrýstingur hafi fallið í hitaveitu í bænum, fyrst í efri byggðum en síðar í öllum bænum. Búið er að loka sundlauginni og biðja stórnotendur að draga úr notkun.
Meira

Hjalti Pálsson hlaut viðurkenningu Hagþenkis fyrir Byggðasögu Skagafjarðar

Hjalti Pálsson, ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar, hlaut í gær viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir ritröðina sem telur alls tíu bindi. Útgefandi Byggðasögunnar er Sögufélag Skagfirðinga. Fram kemur í greinargerð Hagþenkis að þar væri á ferðinni mikilsumsvert framlag til lengri tíma en í ályktunarorðum viðurkenningarráðsins sagði um ritin: „Yfirgripsmikið fjölbindaverk, skrifað af þekkingu og stutt margvíslegum heimildum ásamt fjölda ljósmynda.“
Meira

Erfiðast að finna þær! | Ég og gæludýrið mitt

Bríet Rán Stefánsdóttir, 9 ára, býr í Stekkholti rétt fyrir utan Sauðárkrók ásamt móður sinni, Hilmu Eiðsdóttur, föður, Stefáni Inga Sigurðssyni og systur, Heiði Fanneyju. Í Stekkholti er að finna bæði hesta og kindur en Bríeti Rán langar að segja okkur aðeins frá hömstrunum Karólínu og Kex. Þær systur (Bríet og Heiður) voru svo heppnar að fá sinn hvorn hamsturinn í gjöf frá vinkonu Heiðar fyrir nokkrum árum síðan og hjálpuðust þær að við að gefa þeim og halda búrunum hreinum.
Meira

Dagmar Helga Helgadóttir sigraði í Stóru upplestrarkeppninni

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Skagafirði var haldin í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær. Stóra upplestrarkeppnin hefur verið haldin í alls 22 skipti í Skagafirði. Stóra upplestrarkeppnin er miklu meir en keppni einn dagpart því er markvisst unnið með framsögn í skólastarfi allt frá degi íslenskrar tungu á ári hverju, en markmið Stóru upplestarkeppninnar er að allir nemendur fái þjálfun í því að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Meira

Fréttatilkynning Húnabyggðar um nauðsyn þess að breyta raforkulögum

Sveitarstjórn Húnabyggðar tók á fundi sínum í gær undir bókanir Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Samtaka Orkusveitarfélaga um nauðsyn þess að breyta raforkulögum til að tryggja framgang orkuframleiðslu í landinu á eftirfarandi hátt:
Meira