Skagafjörður

Betra líf með ADHD í 35 ár

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður um ADHD og er því við hæfi að vekja athygli á málefnum fólks með ADHD. Samtökin eiga 35 ára afmæli í ár og er talið að um 20.000 Íslendingar séu með ADHD - greint eða ógreint, börn og fullorðnir.
Meira

Aukanámskeið í kransagerð

Á Facebook-síðu Farskólans segir að þann 13. september hafi verið haldið námskeiðið Að búa til þinn eigin krans og aðsóknin hafi verið frábær. Ákveðið var í framhaldi að setja á laggirnar þrjú aukanámskeið dagana 16. og 17. október á Sauðárkróki og 19. október á Skagaströnd. Það eru örfá sæti laus á þessi námskeið og um að gera að bregðast hratt við til að tryggja sér sæti.
Meira

Leiðari: Að vera stolt Tindastólsmamma

Það er svo mikil gleðitilfinning að vera stolt hvort sem það er af sjálfum sér, maka sínum eða fólkinu í kringum sig. En stoltið sem umlykur mann þegar börnin eiga í hlut situr meira í manni, því þau eru manni allt.
Meira

Arnar Geir sigraði í efstu deildinni

Annað innanfélagsmót Pílukastfélags Skagafjarðar þetta haustið var á fimmtudaginn og mættu 21 einstaklingur til leiks. Keppt var í fjórum deildum þar sem niðurröðun í deildir fer eftir gengi hvers og eins á fyrsta mótinu sem haldið var í lok september.
Meira

Sjónhornið er komið út og er aðgengilegt hér á Feykir.is

Það er ýmislegt að finna í Sjónhorni vikunnar eins og t.d. að í Skagfirðingabúð eru kjöt og mjólkurdagar 12. og 13. október. Það er auglýsing frá 10. bekk með upplýsingum um dansmaraþonið sem er í gangi núna og stendur til 10 í fyrramálið.  Rósin tískuvöruverslun verður með fatamarkaður í Ljósheimum fljótlega og margt fleira.
Meira

Karlalið Tindastóls mætir ÍR í VÍS bikarnum

Dregið var í 32 lið úrslit VÍS bikarkeppni karla og kvenna í Laugardalnum í síðustu viku. Skagfirðingurinn Kristján Gíslason sá til þess að fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls yrði gegn ÍR á þeirra heimavelli en stúlkurnar fóru sjálfkrafa áfram í 16 liða úrslit. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 19.-24. mars nk., þar sem karlarnir leika undanúrslit þann 19. mars, konurnar 20. mars og úrslitaleikirnir sjálfir verða 23. mars. Dregið verður í 16 liða úrslit kl. 14:00, miðvikudaginn 25. október, á 3. hæð íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.
Meira

Dansmaraþon Árskóla hófst í morgun

Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla hófst í morgun og lýkur í fyrramálið fimmtudaginn 12. október klukkan 10:00. Þá verða krakkarnir búin að dansa í sólarhring. Logi Vígþórsson, danskennari stjórnar dansinum sem fyrr. Upphaf og lok maraþonsins fara fram í íþróttahúsinu en annars dansa 10.bekkingarnir í matsal skólans.
Meira

Vísindaferð kvikmyndabrautarnemenda FNV í tengslum við RIFF

Hópur kvikmyndagerðarnema á kvikmyndabraut Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) fór í síðustu viku í árlega vísindaferð til Reykjavíkur í tengslum við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (Reykjavík International Film Festival, RIFF). Lagt var af stað á fimmtudagsmorgni og komið heim á laugardagskvöldi.
Meira

Refir leggjast á fé

Tveir refir lögðust á afvelta lamb í Flatatungu á Kjálka í hríðarveðrinu á þriðjudag. Þegar fjárins var vitjað á túnum um morguninn, höfðu refirnir rifið lambið á hol og voru að gera sér gott af því.
Meira

Rjúpnaveiðitímabilið byrjar 20. október

Á vef Umhverfisstofnunar (www.ust.is) segir að Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra hefur fallist á tillögu Umhverfis-stofnunar að fyrirkomulagi rjúpnaveiða ársins 2023. Umhverfisstofnun leggur til að veiðar verði heimilar sem hér segir: Frá og með 20. október og til og með 21. nóvember frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili.
Meira