feykir.is
Skagafjörður, Minningargreinar
22.11.2023
kl. 09.52
siggag@nyprent.is
Við sem stöndum að þessari grein vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera vinir og veiðifélagar Bigga Malla. Biggi Malla er nú látinn, fyrir aldur fram. Maður sem nánast aldrei kenndi sér meins, lifði meinlætalifnaði og var með eindæmum hraustur. Biggi vann Grettisbikarinn átta sinnum og átti ótal met í sundíþróttum bæði á yngri árum og síðar í öldungaflokkum, setti þar á meðal Íslandsmet í 50 m skriðsundi á Norðurlandamóti öldunga 2008 auk þess að verða Norðurlandameistari öldunga 2003. Svona snúa örlögin á okkur, koma aftan að okkur þegar við eigum þess síst von og hrifsa frá okkur þá sem okkur þykir vænt um. Eftir standa skörð sem ekki verða fyllt.
Meira