Skagafjörður

Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki sem varaflugvöllur - Bjarni Jónsson skrifar

Treysta þarf stöðu Alexandersflugvallar á Sauðárkróki í grunnneti samgangna með því að skilgreina hann sem varaflugvöll og ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir og fjárfestingu í búnaði svo að flugvöllurinn geti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki geta lent á öðrum flugvöllum landsins. Í því skyni þarf að uppfæra mögulegt þjónustustig Alexandersflugvallar hvað varðar viðhald, aðstöðu, búnað, flug- og lendingaröryggi og viðbragðstíma gagnvart almennum lendingum og sjúkraflugi.
Meira

Byssusýning 2023 :: Veiðisafnið – Stokkseyri

Byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri, sem í ár verður í samvinnu við verslunina VEIÐIHORNIÐ og SKOTGRUND - Skotfélag Snæfellsness, verður haldin laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. mars 2023 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri.
Meira

„Loksins komnir með þjálfara sem mun koma okkur á beinu brautina“ :: Liðið mitt Elvar Örn Birgisson

Elvar Örn Birgisson, bóndi og veiðimaður á Ríp 2 í Hegranesi, er mikill áhugamaður um íþróttir og heldur með Manchester United í Ensku úrvalsdeildinni. Hann er í sambúð með Elínu Petru Gunnarsdóttur og saman eiga þau þrjú börn. „Það er mikill fótboltaáhugi í fjölskyldunni og nánast allir styðja Man. Utd. þannig það var ekkert annað sem var boðið upp á í uppeldinu og þannig mun uppeldið á mínum börnum vera,“ segir hann aðspurður um uppáhalds liðið. Elvar Örn svarar hér spurningum í Liðinu mínu í Feyki.
Meira

Lasanja að hætti Rósinberg og brauðið góða

Að Hlíðarvegi 24 á Hvammstanga eru til heimilis Elín Jóna Rósinberg, matgæðingur úr tbl 46, 2022, Dagur Smári, einkaerfinginn hennar, og Eva Dögg, uppáhalds tengdadóttirin. Þau mæðgin hafa alla tíð búið í Húnaþingi vestra, fyrir utan námstíma Elínar, en hafa þó aldrei verið með lögheimili annars staðar og Eva Dögg er ættuð frá Hvammstanga.
Meira

Gæðingalist er keppni í þjálfun og heimavinnu, segir Fredrica Fagerlund

Sigurvegari gæðingalistar í Meistaradeild KS í hestaíþróttum er Fredrica Fagerlund á hestinum Stormi frá Yztafelli. Hún er reiðkennari frá háskólanum á Hólum, búsett í Mosfellsbæ ásamt manni sínum Sigurði H. Örnólfssyni og tveimur börnum þeirra fimm ára og fimm mánaða. Fredrica er finnsk að uppruna en flutti til Íslands fyrir þrettán árum.
Meira

Kjúklingur í pestósósu og letingjabrauð

Það eru Kolbrún Ágústa Guðnadóttir og Atli Þór Gunnarsson sem voru matgæðingar vikunnar í tbl 44, 2022. Kolbrún er úr Reykjavík og Atli er frá Kirkjubæjarklaustri en þau fluttu að Mánaskál í Laxárdal árið 2011 en keyptu síðar jörðina Sturluhól og hafa látið fara vel um sig þar undanfarin ár. Þau eiga því í raun tvö heimili, í Skagabyggð og Húnabyggð þó að stutt sé á milli bæja.
Meira

Bjarni Jónsson heimsótti stríðshrjáða Úkraínu :: „Við viljum ekki tapa landinu okkar eða fullveldinu,“ sagði Zelensky forseti Úkraínu

Bjarni Jónsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður utanríkismálanefndar, heimsótti hið stríðsþjáða land Úkraínu á dögunum, réttu ári eftir innrás Rússa í landið. Mikil leynd ríkti yfir ferðum Bjarna og annarra gesta í sömu ferð og segir Bjarni m.a. að hann hafi ferðast með myrkvaðri lest yfir nótt til Kiev í Úkraínu frá Póllandi þann 22. febrúar. Til baka kom hann svo 25. sama mánaðar og tók það ferðalag um tólf klukkustundir.
Meira

Smábátahöfnin á Króknum lögð og ís hleðst upp í fjörum :: Myndband

Það er föstudagur 10. mars 2023 upp úr hádegi þegar Feykir kíkti í fjöruna við Krókinn. Ekki kaldasti dagur ársins en fjaran hvít af ís og smábátahöfnin lögð. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mældist frostið á sjálfvirkri veðurstöð á Sauðárkróksflugvelli kl. 08:00 -9,9 °C og blés að norð-norð-austan 9 m/s. Sjávarhiti samkvæmt mæli Skagafjarðarhafna -0,42°C.
Meira

Örmagna ferðamaður sóttur á Vatnsrásarhöfuð

Síðdegis í gær, fimmtudag, óskuðu tveir ferðamenn sem voru á ferð að eða frá íshelli í Kötlujökli eftir aðstoð, þar sem annar þeirra hafði örmagnast á göngunni. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að fólkið hafi verið statt á Vatnsrásarhöfði, rétt norður af Remundargilshöfði, þar sem liggur þekkt gönguleið úr Þakgili að Kötlujökli.
Meira

Sterkur sigur í háspennuleik gegn Haukum

Tindastóll og Haukar mættust í Síkinu í gærkvöldi en liðin hafa eldað grátt silfur saman í vetur. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur. Arnar átti stjörnuleik og þá ekki hvað síst í fyrri hálfleik en á æsispennandi lokamínútum var það Keyshawn sem dró Stólarútuna yfir endalínuna. Þetta var fyrsti sigurleikur Stólanna gegn einhverju liðanna í fjórum efstu sætum Subway-deildarinnar í vetur og virkar vonandi sem vítamínsprauta á hópinn fyrir úrslitakeppnina. Lokatölur 84-82.
Meira