Skagafjörður

Sumarmessa í Stíflu í Fljótum á sunnudaginn

„Ég hvet fólk til að mæta í messuna sem byrjar kl. 14 á sunnudaginn og eiga saman góða stund,“ segir séra Halla Rut Stefánsdóttir þegar Feykir forvitnast um messuhald í Knappstaðakirkju í Stíflu í Fljótum. Messað er í Knappstaðakirkju einu sinni á ári og gerir Veðurstofan ráð fyrir sólríkum og fallegum sumardegi á Norðurlandi nú á sunnudaginn. Heimsókn í Fljótin hljómar því sem bráðsnjöll hugmynd.
Meira

Töfrasýning, tónleikar og smiðjur á Náttúrubarnahátíð

Það verður mikið fjör á Ströndum helgina 14.-16. júlí. Þá verður haldin árleg Náttúrubarnahátíð á Sauðfjársetrinu, sem er skammt sunnan við Hólmavík. Að venju verður þar fjölbreytt og skemmtileg dagskrá, en um er að ræða fjölskylduhátíð þar sem börn og fullorðnir fá tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn. Á dagskránni eru bæði útivist, fróðleikur, smiðjur og listviðburðir. Ókeypis aðgangur er að hátíðinni og öllum viðburðum.
Meira

Samkomulag um samstarf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) hafa lengi átt farsælt samstarf á sviði fræðslu, rannsókna og nýsköpunar. Í gær var undirritað samkomulag um að efla samstarfið enn frekar með formlegri stofnun faghópa til að vinna að málefnum búgreina og faglegra þátta sem snerta landbúnað, landnýtingu, umhverfis- og loftslagsmál.
Meira

Tillaga að deiliskipulagi vegna frístundabyggðar við Varmahlíð og samkeppni um götunöfnin

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti nú á dögunum tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð við Varmahlíð. Skipulagssvæðið er 27,8 ha og liggur milli Víðimýrarár og Reykjarhóls. Í tillögunni er gert ráð fyrir 26 nýjum frístundalóðum í tveimur nýjum götum. Um leið er blásið til samkeppni meðal íbúa Skagafjarðar um nöfn á göturnar, merktar A og B á teikningunni sem hér fylgir
Meira

Samþykkt að hafna tilboði um kaup á húsi Bjarna Har

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar sl. 28. júní lá fyrir boð erfingja Bjarna Haraldssonar, kaupmanns á Sauðárkróki, til Skagafjarðar um að kaupa fasteignina Aðalgötu 22 fyrir söluverðið 120 milljónir króna.Samþykkt að hafna tilboði um kaup á húsi Bjarna Har
Meira

Mikilvægur sigur Stólanna á liði KÁ

Tindastólsmenn hrisstu af sér svekkelsistap helgarinnar þegar þeir tóku á móti Hafnfirðingum í liði KÁ á Sauðárkróksvelli í gær. Gestirnir voru sæti ofar en Stólarnir fyrir leik og voru það raunar eftir leik líka en bilið nú tvö stig í stað fimm.Stólarnir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik og höfðu í raun tryggt sér stigin snemma í síðari hálfleik. Lokatölur 3-1 og mikilvæg stig á töfluna fyrir lið Tindastóls.
Meira

Vera Silfrastaðakirkju í útbænum á Króknum útskýrð

Sumum kemur það örugglega spánskt fyrir sjónir að sjá frekar óhrjálega kirkju standa afgirta norðan við Verslun Haraldar Júl í útbænum á Króknum. Heimafólk þekkir hvað til stendur en margur ferðamaðurinn klórar sér kannski í kollinum. Það þótti því við hæfi að setja upp skilti utan á vinnuskúrinn sem byggður hefur verið utan um Silfrastaðakirkju, sem er í viðgerð á Trésmiðjunni Ýr, þar sem saga kirkjunnar er sögð í máli og myndum.
Meira

Rostungurinn mættur í þriðja skiptið

Það verður að teljast líklegt að einn nýbúi á Króknum fái óskipta athygli gesta skemmtiferðaskipsins Azamara Journey. Það hefur ekki farið framhjá mörgum að rostungur hafi gert sig heimakominn í smábátahöfninni á Sauðárkróki síðustu daga. Tvívegis hafði hann heimsótt höfnina, fyrst sl. fimmtudagskvöld og dvaldi í um tvo daga og síðan mætti hann á ný á mánudagskvöldið og lá þá á grjótgarði í smábátahöfninni. Hann dvaldi ekki jafn lengi þar enda kannski ekki eins þægilegur staður. Skömmu áður en skemmtiferðaskipið lagðist að bryggja í morgun skreið rostungurinn upp á flotbryggjuna og kom sér vel fyrir enn á ný.
Meira

Azamara Journey kemur til hafnar á Króknum

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins var að leggja að bryggju á Sauðárkróki nú um tíuleytið í morgun í norðlenskri þoku og norðan sex metrum. Hitinn sem gestum er boðið upp á að þessu sinni eru kaldar átta gráður en von er á fleiri hitastigum og sólskini upp úr hádegi þannig að vonandi er allt gott sem endar vel. Að þessu sinni er það Azamara Journey sem kemur í höfnen skipið getur hýst á sjöunda hundruð farþega.
Meira

Nagaði göt á öryggisnetið á trampólíninu | Ég og gæludýrið mitt

Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu. 
Meira