Skagafjörður

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Sauðárkróki í kvöld

Brunavarnir Skagafjarðar greindu frá því nú í kvöld að eldur hafi komið upp í fjölbýlishúsi á Sauðárkróki. 
Meira

Feðginin Þórarinn og Þórgunnur bæði með silfur í fimmgangi F1 á Íslandsmóti

Íslandsmót fullorðinna- og ungmenna í hestaíþróttum fór fram sl. helgi á Selfossi. Knapar frá Norðurlandi vestra voru sem áður áberandi.
Meira

Skagfirðingasveit býður upp á útsýnisferðir upp á Tindastól

„Hefur þig alltaf dreymt um að standa á toppi Tindastóls og fá gott útsýni yfir fjörðinn okkar fallega?“ spyr Björgunarsveitin Skagfirðingasveit. Sá draumur getur nú ræst því sunnudaginn 23. júlí nk. mun Björgunarsveitin bjóða upp á ferðir frá bílastæði við skíðalyftuna og upp að mastri.
Meira

Endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði

Hópur ungmenna frá Blöndustöð Landsvirkjunar gróðursetti nýlega á níunda hundrað pottaræktaðar birkiplöntur á ræktunarsvæði Brimnesskóga, félags í grennd við ána Kolku í Skagafirði. En þar hefur félagið til afnota um 23 ha lands sem er í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Tilgangur félagsins er að endurheimta hina fornu Brimnesskóga og að miðla fræðslu um verkefnið. Við endurheimt Brimnesskóga er eingöngu gróðursett birki, reynir og gulvíðir sem á uppruna í Skagafirði og hefur vaxið þar frá örófi alda.
Meira

Fuglaskoðun við Áshildarholtsvatn

Næstkomandi þriðjudag, 4. júlí kl. 17:15, stendur Náttúrustofa Norðurlands vestra í samstarfi við Ferðafélag Skagfirðinga fyrir fuglaskoðun.
Meira

Skagfirsk kona lést af völdum nóróveirusýkingar

Sagt var frá því í fjölmiðlum að kona á níræðisaldri hafi látist á sjúkrahúsinu á Akureyri um helgina eftir að hafa sýkst af nóróveirunni í ferð skagfirskra kvenna austur á land. Nóróveirusýking gerði vart við sig á hóteli sem hópurinn dvaldi á á Austurlandi.
Meira

„Það skortir ekki metnaðinn hjá krökkunum okkar“

Stór hópur skagfirsks íþróttafólks lætur nú hendur standa fram úr ermum á Gautaborgarleikunum í frjálsum, eða Heimsleikum ungmenna, sem fram fara þessa dagana í Gautaborg í Svíþjóð. Feykir setti sig í samband við Ástu Margréti Einarsdóttur, yfirþjálfara yngri flokka frjálsíþróttadeildar Tindastóls, en hún hefur í mörg horn að líta á meðan á mótinu stendur, enda með 23 keppendur á sínum snærum.
Meira

Skrapatunga á Laxárdal :: Torskilin bæjarnöfn

Ekki verður annað sjeð, en að Skrapa-tungunafnið komi fyrst upp eftir aldamótin 1400. Fram að þeim tíma hefir bærinn heitið Tunga. Annars skal geta þess að nálega allir Tungubæir hafa heitið aðeins Tunga í öndverðu, en forliður Tungunafnanna komið upp einhverntíma seinna.
Meira

Kristinn Gísli poppar upp með PopUp á Sauðá

Feykir sagði frá eigendaskiptum á veitingastaðnum Sauðá á Sauðárkróki í sumarbyrjun og þar kom fram í samtali við tvo af eigendum staðarins, feðginin Jón Daníel Jónsson og Söndru Björk Jónsdótur, að reikna mætti með PopUp heimsóknum á Sauðá í sumar. Senn kemur fyrsti gestakokkurinn í heimsókn og reyndar þurfti ekki að leita langt yfir skammt því það er landsliðskokkurinn sjálfur, Kristinn Gísli Jónsson, sonur Jóns og bróðir Söndru, sem mætir til leiks frá Noregi. Þar hefur hann upp á síðkastið starfað á Michelin veitingastaðnum Speilsalen í Þrándheimi.
Meira

Atli gefur út plötuna Epilogue Of Something Beautiful

Tónlistarmaðurinn Atli Dagur Stefánsson gaf út sína fyrstu plötu núna í byrjun júní sem ber nafnið Epilogue Of Something Beautiful. Atli Dagur er Króksari í húð og hár, sonur Hrafnhildar Guðjónsdóttur og Stefáns Vagns Stefánssonar. Hann býr nú úti í Englandi þar sem hann stundar bakkalárnám í lagasmíðum við ICMP (Institute of Contemporary Music Performance) skólann í London.
Meira