Valsmenn meistarar meistaranna
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
25.09.2023
kl. 11.14
Körfuboltatímabilið fór formlega af stað í gærkvöld þegar Íslandsmeistarar Tindastóls tóku á móti bikarmeisturum Vals í leiknum Meistarar meistaranna. Leikurinn var ansi fjörugur en á löngum köflum voru heimamenn ansi villtir í sínum leik. Gestirnir náðu yfirhöndinni í öðrum leikhluta og Stólarnir náðu aldrei í skottið á þeim eftir það. Það fór því svo að Valsmenn unnu fjórða leikinn í Síkinu í röð, að þessu sinni 72-80, og kannski er þetta bara orðið nóg í bili.
Meira
