Skagafjörður

Mikið um að vera á skíðasvæði Tindastóls

„Ert þú tilbúin í stærsta skíða- og snjóbrettaviðburð Skagafjarðar frá upphafi?“ er spurt á viðburðasíðu sem stofnuð hefur verið á Facebook og er þá átt við Tindastuð 2023 sem haldið verður í þriðja skiptið, laugardaginn 25. mars. Þar er á ferðinni einstök skíða- og snjóbretta upplifun, sem engin ætti að láta framhjá sér fara.
Meira

Sannkallað fjölskyldufjör í Glaumbæ í vetrarfríinu

Um áttatíu manns lögðu leið sína í Glaumbæ og skemmtu sér saman mánudaginn 27. febrúar, en tilefnið var fjölskyldudagskrá sem Byggðasafn Skagfirðinga stóð fyrir í tilefni af vetrarfríi grunnskólanna í Skagafirði.
Meira

Bryndís Lilja Hallsdóttir ráðin sviðsstjóri fjölskyldusviðs Skagafjarðar

Staða sviðsstjóra fjölskyldusviðs Skagafjarðar var auglýst laus til umsóknar í janúar sl. Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur nú ákveðið að ráða Bryndísi Lilju Hallsdóttur í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Alls sóttu sjö um stöðuna, þar af drógu tveir umsóknir sínar til baka.
Meira

Júróvisíon-stemning hjá Kvennakórnum Sóldísi - Góð upphitun fyrir úrslitakvöldið um síðustu helgi

Júróvision-upphitunin náði hámarki um helgina þegar ljóst varð hver verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva sem fram fer í Liverpool á Englandi í maí. Þar náði Diljá með lagið Power að hafa betur gegn OK-i þeirra Langa Sela og Skugganna í einvígi eins og sjónvarpsáhorfendur gátu fylgst með á RÚV. Eyfirðingum og nærsveitarfólki stóð til boða að fá sérstaka Júróvisjón-upphitun hjá Kvennakórnum Sóldísi fyrr um daginn í félagsheimilinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit og eins og við mátti búast var kátt í höllinni.
Meira

Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum unnu fjórganginn í Meistaradeild KS í gærkvöldi

Glæsilegri keppni í fjórgangi í Meistaradeild KS í gærkvöldi lauk með sigri Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum. Á Facebooksíðu deildarinnar kemur fram að keppnin hafi verið jöfn og skemmtileg þar sem mjótt var á munum á mörgum vígstöðum.
Meira

Norðurlandsúrvalið fór sigurferð til Danmerkur

Feykir sagði frá því í lok janúar að sex knattspyrnustúlkur af Norðurlandi vestra voru valdar í Norðurlandsúrvalið sem er skipað stúlkum fæddum 2007-08. Nú um mánaðarmótin fór hópurinn í frábæra keppnisferð til Danmerkur þar sem þær spiluðu við FC Nordsjælland og Brøndby sem eru með frábært yngri flokka starf og hafa á að skipa sterkum liðum sem talin eru með þeim bestu í þessum aldursflokki í Danmörku. Norðurlandsúrvalið gerði sér lítið fyrir og vann báða leikina.
Meira

Strandveiðar í stórsókn

Aðalfundur Strandveiðifélags Íslands var haldinn þann 5. mars sl. á eins árs afmælisdegi félagsins. Strandveiðifélag Íslands var stofnað 5. mars 2022 í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. Félagið telur um 300 manns og ágæt mæting var á fundinn.
Meira

Kuldi ríkjandi á næstunni þrátt fyrir aukna birtu sólar :: Veðurklúbbur Dalbæjar

Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði í gær og spáði að venju í veðrið. Mættir voru, Jón Garðarsson, Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Guðlaugsson, Ragnhildur Von Weisshappel og Kristján Loftur Jónsson.
Meira

Naflinn á Norðurlandi vestra :: Leiðari Feykis

Ársþing KSÍ fór fram fyrir stuttu á Ísafirði að viðstöddum stjórnum og ráðum sambandsins ásamt fulltrúum íþróttafélaga víðs vegar að af landinu. Eftir athugun kjörbréfanefndar kom í ljós að litlu mátti muna að þingið teldist ólöglegt þar sem rétt yfir helmingur kjörinna fulltrúa voru mættir við setningu þess. Þar mátti kenna veðri að einhverju leyti um því flugi til Ísafjarðar hafði seinkað og einhverjum hefur efalaust fundist landleiðin það löng að ekki væri þess virði að eyða tíma í þá keyrslu.
Meira

Verum í sitt hvorum skónum 8. mars

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars beinum við sjónum að kynjamisrétti í öllum myndum og spyrjum okkur hvar skórinn kreppir að sjálfsögðum og eðlilegum mannréttindum kvenna um allan heim. Til að vekja athygli á misræminu milli hugsjónarinnar um fullkomið jafnrétti og veruleika kvenna þá ætla Soroptimistar um víða veröld að vera í sitt hvorum skónum þennan dag og við hvetjum öll til að gera slíkt hið sama. Við vekjum athygli á að:
Meira