Skagafjörður

Félagsleikar Fljótamanna um næstu helgi

Félagsleikar Fljótamanna verða haldnir þriðja sinni dagana 14. til 16. júlí 2023. Um er að ræða samveruhátíð íbúa og hollvina Fljóta, sannkölluð hæglætishátíð. Hátíðin fer fram í félagsheimilinu á Ketilsási og víða í Fljótum.
Meira

Auglýst eftir þátttakendum í verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður

Hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu.
Meira

Naumt tap gegn FH í jöfnum leik

Lið Tindastóls skellti sér í Hafnarfjörðinn í dag þar sem FH-stúlkur biðu þeirra í Kaplakrika. Meiðsli og veikindi hrjáðu gestaliðið sem engu að síður barðist af hörku og hefði mögulega geta nælt í stig. Tap reyndist hinsvegar útkoman þegar upp var staðið en FH gerði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Meira

Tindastóll í Evrópukeppni

Í tilkynningu sem körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér í dag kemur fram að karlalið félagsins muni taka þátt í Evrópukeppni á komandi tímabili. Liðið hefur verið skráð til keppni í FIBA Europe Cup þar sem eigast við lið hvaðanæva að úr Evrópu.
Meira

Prjónaðar jólakúlur og pínulitlar lopapeysur fyrir lyklakippur

Rikke Busk býr á Reykjum 2 í Lýtingsstaðahreppi með manninum sínum, Friðriki Smára Stefánssyni, og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn.
Meira

Nokkrar smellnar myndir frá rostungsheimsókn hinni þriðju

Það þarf ekkert að tvínóna við að fullyrða að athyglisverðasti gesturinn í Skagafirði síðustu vikuna hafi verið rostungurinn sem prílað hefur upp á flotbryggju og grjótgarð í smábátahöfninni á Sauðárkróki. Ekki er annað að sjá en að hann hafi notið athyglinnar enda áhorfendur haldið sig í fjarlægð. Feykir fékk góðfúslegt leyfi hjá Róbert Daníel Jónssyni ljósmyndara til að birta nokkrar magnaðar myndir af dýrinu.
Meira

Sumir koma um langan veg í Héðinsminni til að gæða sér á pönnukökum

Það er margt um vera í Félagsheimilinu Héðinsminni í Blönduhlíð, sem er nú nýtt á nýstárlegan hátt með nýjum áherslum. Auður Herdís Sigurðardóttir er rekstraraðili Héðinsminnis, en hún rak lengi vel föndurbúðina Kompuna á Sauðárkróki og Áskaffi í Glaumbæ.
Meira

„Til hvers að kaupa bók ef þú ætlar ekki að lesa hana?“

Bók-haldinu svarar að þessu sinni Kristjana Stefanía Jóhannesdóttir, eða bara Stella, en hún fæddist á Búðum við Fáskrúðsfjörð árið 1961. Fjölskyldan fluttist að austan á Sauðárkrók 1970 og Stella flutti í sveitina 1979 og býr nú á Stóra-Búrfelli í Austur-Húnavatnssýslu ásamt eiginmanni sínum, Jóni Gíslasyni, fyrrum oddvita í Húnavatnshreppi. Stella á fjögur börn og tvö barnabörn, er húsmæðraskólagengin og er „bara“ bóndi eða bóndakona, eins og sumir segja.
Meira

Flytur inn vín frá Moldóvu - Hreifst af bæði vínum og ekki síður landi og þjóð

Fyrr í sumar fór fram vínkynning á Sauðá fyrir veitingaaðila í Skagafirði og starfsfólk Vínbúðarinnar. Kynnt voru vín af tegundinni Radacini sem er einn stærsti vínframleiðandinn í Moldóvu.
Meira

Riðusérfræðingarnir heillaðir af norðlenskum bændum

Eins og Feykir greindi frá nýlega, mætti stór hópur erlendra vísindamanna á upphafssvæði riðuveiki vikuna 19. til 23. júní og fór í vettvangsferð í Svarfaðardalinn og Skagafjörðinn. Á lokafundinum voru allir sammála: Þeir voru heillaðir af brennandi áhuga sauðfjárbænda á efninu, af umfangsmikilli þekkingu þeirra um málin, af vilja þeirra að leysa málin á vísindalegan hátt. Þeim kom líka hinn sterki félagsandi bænda á óvart, náin tengsl þeirra við hjörðina sína, ástríðan og - í orðsins fyllstu merkingu - ódrepandi bjartsýni og seigla „riðubænda“ til að halda áfram þrátt fyrir að hafa misst kindurnar sínar í niðurskurði.
Meira