Góður sigur hjá 11. flokki karla um helgina
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
07.03.2023
kl. 10.51
Það var hart barist sl. sunnudag þegar Tindastóll mætti Njarðvík í 11.flokki karla í Síkinu og það var greinilegt að hvorugt liðið ætlaði að gefa tommu eftir í leiknum og var staðan í hálfleik 38-38. Í þriðja leikhluta hélt baráttan áfram og staðan að honum loknum 54 - 52 fyrir Stólastrákum. Í byrjun fjórða leikhluta leit út fyrir að baráttan yrði sú sama en okkar strákar komust loksins á skrið og stungu gestina af og sigruðu að lokum 82-72.
Meira