Skagafjörður

Diljá verður fulltrúi Íslands í Eurovision

Það var heilmikið sjó í Sjónvarpinu í kvöld þegar Íslendingar völdu Júróvisjón framlag sitt sem fær að keppa í Liverpool nú í maí. Búið var að spá rokkabillíbandinu Langa Sela og Skuggunum góðu gengi með lagið OK en það var meiri vandi að spá hvaða lag fylgdi þeim eftir í tvíhöfðann. Það fór svo að Diljá komst í úrslitin og gerði sér þá lítið fyrir og lagði Langa Sela að velli.
Meira

Stólastúlkur sýndu góðan leik í sigri á Eyjastúlkum

Lengjubikarinn fór ekki vel af stað hjá Stólastúlkum í fótboltanum. Stórir skellir litu dagsins ljós gegn liðum Stjörnunnar og Blika, sem reyndar eru með tvö af sterkustu liðum Bestu deildarinnar, og það var því ánægjulegt að sjá lið Tindastóls næla í sigur gegn ÍBV í leik liðanna sem fram fór á Akranesi í dag. Stólastúlkur sýndu góða takta og unnu sanngjarnan sigur, 3-0.
Meira

Rabb-a-babb 216: Árni á Hard Wok

Árni Björn Björnsson veitingamaður á Hard Wok Café svarar Rabb-a-babbi númer 216. Árni er af 68 kynslóðinni, það er að segja þessari sem fæddist 1968. „Made in New York, fæddur í Kópavogi, uppalinn í Grindavík,“ segir hann léttur en foreldrar Árna eru Björn Haraldsson og Guðný J. Hallgrímsdóttir.
Meira

Límónu fiskur og sykurlausar bollakökur

Matgæðingar vikunnar í tbl 41, 2022, voru Helgi Svanur Einarsson og Gígja Hrund Símonardóttir á Króknum. Gígja er fædd og uppalin í Hegranesi í Skagafirði, en Helgi er fæddur og uppalinn í Torfalækjarhreppi hinum forna í nágrenni Blönduóss og hafa þau bæði búið á Sauðárkróki síðastliðin 20 ár.
Meira

Telja mikilvægt að brugðist verði við lökum árangri í PISA-könnunum

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í vikunni fram skýrslubeiðni til mennta- og barnamálaráðherra um læsi. Skýrslubeiðnin var samþykkt á Alþingi á miðvikudag en alls eru 20 flutningsmenn á málinu, þeirra á meðal ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Meira

Feykir kannar hug lesenda til laganna í Söngvakeppninni

Þeir sem eru sökkerar fyrir netkönnunum geta nú tekið þátt í óvísindalegri könnun Feykis en spurt er hvert framlag Íslands verður í Eurovision sem fram fer í Bítlaborginni Liverpool í maí næstkomandi. Fimm lög keppa til úrslita annað kvöld (laugardag) í þráðbeinni útsendingu í Sjónvarpinu en þar munu snillingarnir Ragnhildur Steinunn, Unnsteinn Manúel og Sigurður Þorri leiða landann í gegnum gleðisprengjusvæði Söngvakeppninnar.
Meira

Lið Hamars/Þórs með öruggan sigur á Stólastúlkum

Eftir fínan sigur á liði Snæfells á dögunum komu Stólastúlkur niður á jörðina þegar þær mættu liði Hamars/Þórs í Hveragerði í gær. Eftir fína byrjun Tindastóls náðu heimastúlkur undirtökunum í leiknum, bættu smám saman við forskotið og fór svo að lokum að þær höfðu 19 stiga sigur. Lokatölur 90-71.
Meira

Stækkun Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í farvegi

„Auka þarf verulega námsaðstöðu til starfsnáms í framhaldsskólum og móta aðgerðaáætlun til draga úr húsnæðisnotkun í bóknámi út frá spá um þróun á fjölda nemenda í framhaldsskólum til ársins 2033,“ segir á heimasíðu Stjórnarráðsins en það var niðurstaða greinargerðar um húsnæðisþörf í framhaldsskólum næstu tíu árin sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti í morgun.
Meira

Svavar Knútur með tónleika í Bjarmanesi

Menningarmiðja Norðurlands stendur fyrir tónleikum með Svavari Knúti í Bjarmanesi á Skagaströnd annað kvöld 3. mars klukkan 20:30. „Hugljúfa söngvaskáldið syngur fyrir okkur blöndu af frumsömdu og sígildum lögum ásamt einstökumm furðusögum,“ segir í tilkynningu Menningarmiðjunnar.
Meira

Einn sigur og eitt tap hjá 11. flokki drengja um síðustu helgi

Laugardaginn 25. febrúar mættust Tindastóll og Valur í 11. flokki drengja í Origohöllinni. Stólarnir voru alltaf skrefi á undan í fyrra hálfleik, staðan 37-43 fyrir Stólunum. Í seinni hálfleik hélt baráttan áfram en okkar strákar náðu ekki að halda haus og töpuðu leiknum 79-66.
Meira