Skagafjörður

Einn sigur og eitt tap hjá 11. flokki drengja um síðustu helgi

Laugardaginn 25. febrúar mættust Tindastóll og Valur í 11. flokki drengja í Origohöllinni. Stólarnir voru alltaf skrefi á undan í fyrra hálfleik, staðan 37-43 fyrir Stólunum. Í seinni hálfleik hélt baráttan áfram en okkar strákar náðu ekki að halda haus og töpuðu leiknum 79-66.
Meira

Ungmennaflokkur karla að gera góða hluti í körfunni

Í Síkinu um helgina (föstudag og laugardag) mættust, í tveim leikjum, Tindastóll og Keflavík í Ungmennaflokki karla. Hart var barist frá byrjun og var staðan 19-17 eftir fyrsta leikhluta. Tindastólsstrákarnir komu ákveðnir til leiks í öðrum leikhluta og skelltu í lás í vörninni og keyrðu yfir gestina, staðan 43-23 fyrir Tindastól. Okkar strákar slökuðu ekkert á í seinni hálfleik og unnu að lokum með 40 stiga mun, 91-51, þar sem allir náðu að skora.
Meira

Blikur á lofti - Leiðari Feykis

Árið 1918 var viðburðaríkt bæði hér á landi og víða annars staðar í heiminum, segir á Vísindavefnum og eru orð að sönnu en í upphafi árs 1918 varð fyrst vart við mannskæðustu farsótt sem sögur fara af, spánska veikin, og gekk í þremur bylgjum. Sú fyrsta virðist hafa verið tiltölulega saklaus en um sumarið kom banvænna afbrigði fram sem lét verulega kveða að sér í ágúst. Þriðja bylgjan gekk svo yfir heimsbyggðina veturinn 1918-19.
Meira

Súpu og fræðslukvöld

Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa stendur fyrir súpu- og fræðslukvöldi fimmtudaginn 9. mars nk. kl. 19:30 í Grunnskóla Húnaþings vestra. Fyrirlesari kvöldsins er Anna Steinsen frá KVAN, en hún ætlar að fjalla um samskipti milli kynslóða og hvað einkennir hverja kynslóð. Hvernig við getum nýtt okkur styrkleika okkar til að eiga í góðum samskiptum við aðra?
Meira

Ekki ákært í Blönduósmálinu

RÚV greindi frá því fyrr í dag að héraðssaksóknari muni ekki gefa út ákærur í skotárásarmálinu á Blönduósi. Tvennt lést í árásinni, byssumaðurinn sjálfur og kona á sextugsaldri.
Meira

Spánski hljómsveitarstjórinn Joaquín de la Cuesta auðgar menningarlífið norðanlands

Það var árið 2020 sem Joaquín de la Cuesta, tónlistarmaður, hljómsveitarstjóri og kennari, kom í Skagafjörðinn frá spænsku eyjunni Tenerife til að kenna við Tónlistarskóla Skagafjarðar. Hann segist alltaf hafa litið á sig sem tónlistarlega eirðarlausan einstakling sem ávallt leiti að nýjum áskorunum eða markmiðum sem stuðlað geti að tónlistarmenningu hvar sem hann fer.
Meira

Loksins er hægt að halda Háskóladaginn á hefðbundinn hátt

Háskóladagurinn 2023 verður haldinn 4. mars nk. milli kl. 12:00 og 15:00 þar sem allir háskólar landsins munu kynna starfsemi sína. Dagurinn fer fram í húsakynnum Háskólans í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands og Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýrinni.
Meira

Niceair bætir við flugi til Kaupmannahafnar

Niceair mun bjóða upp á flug til Kaupmannahafnar þrisvar í viku frá og með fyrsta júní.Til þessa hefur félagið flogið tvisvar í viku, á fimmtudögum og sunnudögum, en hyggst nú bæta við ferðum á þriðjudögum einnig í sumar.
Meira

Sigurvin sótti aflvana bát í mynni Siglufjarðar

Í morgun, kl 11 var björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði, Sigurvin, kallað út til aðstoðar smábát sem fengið hafði veiðarfæri í skrúfuna og var því vélarvana. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að Sigurvin hafi lagt úr höfn á Siglufirði kl 11:17, með fjögurra manna áhöfn, og hélt áleiðs að bátnum sem staddur var í mynni Siglufjarðar.
Meira

Meira og betra verknám – morgunverðarfundur á fimmtudag

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, boðar til morgunverðarfundar um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins nk. fimmtudag en samkvæmt mati ráðuneytisins á húsnæðisþörf í framhaldsskólum næstu tíu árin mun nemendum í starfsnámi fjölga verulega og nemendum í bóknámi fækka.
Meira