Skagafjörður

Stólarnir spiluðu sambabolta í blíðunni á Króknum

Það sló í 20 gráðurnar á Króknum í gær þegar Tindastóll og Hamar mættust í 4. deildinni og því upplagt að spila sambabolta. Sem var það sem leikmenn Tindastóls gerðu því strákarnir sýndu lipra takta og skoruðu fimm gullfalleg mörk sem glöddu óvenju fjölmennan hóp stuðningsmanna sem skemmti sér hið besta á leiknum. Lokatölur voru 5-1 fyrir heimamenn sem hafa nú komið sér fyrir í efri hluta deildarinnar.
Meira

Frábært ÓB-mót í brakandi blíðu á Króknum

Þá er ÓB-móti Tindastóls sem fram fór á Sauðárkróki nú um helgina lokið. Að sögn mótsstjóra, Lee Ann Maginnis, voru um 550 keppendur á mótinu sem er skemmtileg tala á Króknum. Það voru því rétt tæplega 100 lið mætt til leiks og að þessu sinni lék veðrið heldur betur við keppendur og fylgisfólk, hlýtt og stillt og Skagafjörðurinn bauð upp á skrautsýningu í nótt sem verður eflaust mörgum minnisstæð.
Meira

„Lykillinn var hvernig strákarnir tókust á við þetta óvænta og skrýtna“

Körfubolti skiptir máli á Króknum og um langan tíma hefur stefnan verið sett á að ná í Íslandsmeistaratitilinn. Um síðustu áramót var orðið nokkuð ljóst að þáverandi þjálfari meistaraflokks karla hjá Tindastóli, Vladimir Anzulovic, væri ekki alveg með þetta. Frammistaða liðsins, sem flestir töldu í byrjun móts að hefði sjaldan verið jafn vel mannað, var út og suður, stöðugleikinn lítill, brestir komnir í leikgleðina og þolinmæði stuðningsmanna og leikmanna nokkuð teygð og toguð. Það var því ekki annað í stöðunni en að skipta um mann í brúnni. Það kom hins vegar mörgum á óvart þegar það kvisaðist út að Dagur Þór og félagar hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls væru í viðræðum við Pavel Ermolinski um að taka við liðinu. Sumir urðu svo sjokkeraðir að það ætti að ráða Pavel, KR-ing og Valsara sem hafði verið Stólunum erfiður í gegnum tíðina, að þeir sáu fram á að hætta bara að fara á leiki. Aðrir voru spenntir. The rest is history – eins og sagt er í Bretalandi.
Meira

Steinrunninn trjábolur á Vatnsdalsfjalli - Milljóna ára gamall með yfir 200 árhringi

Það má velta fyrir sér nú, þegar umræða um hækkandi hitastig heimsins er fyrirferðamikil, hvort, og þá hvernig, verði umhorfs á Íslandi eftir einhverja mannsaldra. Ljóst er að loftslag hefur verið heittemprað á landinu fyrir milljónum ára þar sem gróðurmenjar hafa fundist hér á landi sem innihalda leifar heittempraðs skógs, lauf- og barrtrjáa.
Meira

„Tökum með okkur jákvæðu kaflana og lærum af hinu“

Feykir tók púlsinn á fyrirliða Stólastúlkna, Bryndísi Rut Haraldsdóttur frá Brautarholti, eftir að fyrri umferð Bestu deildar kvenna lauk nú í vikunni. Lið Tindastóls er í áttunda sæti með átta stig eftir níu leiki. Liðin í fallsætunum, Selfoss og ÍBV, eru bæði með sjö stig. Þrír síðustu leikir liðsins voru allir gegn sterkum andstæðingum og töpuðust allir frekar illa. Það er þó enginn mæðutónn í Bryndísi sem segir liðið læra af reynslunni og koma sterkari til leiks í seinni umferðina.
Meira

Verum forvitin, ekki dómhörð

Bandaríska skáldið Walter „Walt“ Whitman frá Long Island lét einhvern tíman hafa eftir sér að við ættum að vera verum forvitin, ekki dómhörð (e. be curious, not judgemental). Þar hvetur hann til opinnar og gagnrýnislausrar nálgunar til að skilja aðra og heiminn í kringum okkur.
Meira

Stúlkur í Pilsaþyt spiluðu opnunarleik götukörfuboltamótsins á 17. júní

Á heimasíðu Skagafjarðar má finna fjölda mynda frá þjóðhátíðardeginum á Króknum. Veður var hið besta í Skagafirði þann 17. júní en Skagfirðingar fengu dass af hitabylgjunni sem þeir fyrir austan hafa gortað sig af síðustu vikurnar. Það voru því eðlilega margir sem brugðu undir sig betri fætinum og röltu á hátíðarsvæðið sunnan íþróttahússins.
Meira

Sumargestir á bökkum Sauðár - Aðsent Hörður Ingimars

Þeir leynast víða „leynistaðirnir“ við Sauðána þó öllum séu aðgengilegir. Svo litfagrir að staldra verður við og njóta Guðsgjafanna. Á heitasta degi sumarsins 16. júní í 24 gráðum teyga sóleyjarnar sólarljósið og lúpínan sperrir sig sem mest hún má umlukin iðjagrænu grasinu og sumargestirnir njóta stundarinnar.
Meira

Aldrei áður hafa jafnmargir brautskráðst í einu frá HÍ

Alls munu 2.832 kandídatar brautskrást úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands á morgun, laugardaginn 24. júní, og hefur skólinn aldrei áður brautskráð jafnmarga í einu. Brautskráningarathafnir verða tvær og fara fram í Laugardalshöll og bein útsending verður frá báðum athöfnum fyrir áhugasama.
Meira

Slökkvilið Skagastrandar og Brunavarnir Skagafjarðar gera með sér samning um gagnkvæma aðstoð

Samningur þessu er áþekkur þeim sem eru í gildi um allt land og kveður á um gagnkvæma aðstoð slökkviliða þar sem þjónustusvæði liðanna liggja saman.
Meira