Stólarnir spiluðu sambabolta í blíðunni á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
26.06.2023
kl. 08.57
Það sló í 20 gráðurnar á Króknum í gær þegar Tindastóll og Hamar mættust í 4. deildinni og því upplagt að spila sambabolta. Sem var það sem leikmenn Tindastóls gerðu því strákarnir sýndu lipra takta og skoruðu fimm gullfalleg mörk sem glöddu óvenju fjölmennan hóp stuðningsmanna sem skemmti sér hið besta á leiknum. Lokatölur voru 5-1 fyrir heimamenn sem hafa nú komið sér fyrir í efri hluta deildarinnar.
Meira