Skagafjörður

Vilja frekar slátra á Selfossi en á Króknum

Í frétt á RÚV.is segir að einhverjir sauðfjárbændur í Húnavatnssýslum hafi óskað eftir því að fara með fé í slátrun hjá SS á Selfossi enda ekki lengur slátrað á Blönduósi í kjölfar uppsagna starfsmanna SAH afurða og lokunar sláturhússins. Fullbókað mun vera í sláturhúsið á Hvammstanga og því komast ekki allir bændur í Húnavatnssýslum þangað með fé til slátrunar í haust og þurfa að leita annað.
Meira

Snjólfur Atli sigraði í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Á heimasíðu Árskóla á Sauðárkróki er sagt frá því að Snjólfur Atli Hákonarson, nemandi í 6. bekk, hafi fyrr í vor tekið þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Hugmyndin hans, Sólarmjalta, var síðan valin ein af 25 hugmyndum sem komust í úrslit keppninnar. Í gær var síðan tilkynnt við hátíðlega athöfn og verðlaunaafhendingu á Háskólatorgi að Snjólfur Atli hefði sigrað í keppninni.
Meira

Við skuldum þeim að hlusta | Ólafur Adolfsson skrifar

Á fundi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga stóðu fyrir nýverið kynnti KPMG greiningu á áhrifum fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Þar kom fram alvarlegri mynd en áður hefur sést í opinberri umræðu — og hún gefur ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur.
Meira

Norðursnakk Norðansprotinn 2025!

Síðastliðinn föstudag fór fram lokaviðburður Norðansprotans sem er nýsköpunarkeppni þar sem leitað er að áhugaverðustu nýsköpunarhugmynd Norðurlands. Í frétt á vef SSNV segir að leitin hafi byrjað 19. maí og voru 22 glæsileg verkefni sem skiluðu inn umsóknum, en af þeim voru valin átta verkefni sem fengu að kynna verkefni sitt fyrir dómnefnd.
Meira

Varmahlíðarskóli endaði í 3ja sæti í Skólahreysti

Í gærkvöldi fór fram æsispennandi úrslitakeppni í Skólahreysti og í tólf skóla úrslitum áttu tveir skólar á Norðurlandi vestra sína fulltrúa; Grunnskóli Húnaþings vestra og Varmahlíðarskóli. Bæði lið stóðu sig frábærlega og Varmhlíðingar gerðu sér lítið fyrir og náðu besta árangri sínum í Skólahreysti frá upphafi, lentu í þriðja sæti og Húnvetningar voru sæti neðar en með jafn mörg stig.
Meira

Ekki vika sem haldið verður upp á hjá UMFT

Sandgerðingar komu í heimsókn á Krókinn í gær og öttu kappi við lið Tindastóls í 3. deild karla í knattspyrnu. Því miður urðu heimamenn að sætta sig við 0-1 tap og eru nú ásamt gestunum um miðja deild eftir tvö svekkjandi töp.
Meira

Axel Íslandsmeistari í pílu í U18 flokki stráka

Það fór þó aldrei svo að Axel Arnarsson yrði ekki Íslandsmeistari í vikunni. Í dag varð hann fyrsti Íslandsmeistari Pílukastfélags Skagafjarðar þegar hann sigraði í U18 flokki stráka en fyrr í vikunni munaði mjóu að hann yrði Íslandsmeistari í körfuknattleik með meistaraflokki Tindastóls.Um var að ræða Íslandsmót ungmenna í pílu sem fram fór á Bullseye í Reykjavík.
Meira

Sannfærð um að búvörulögin séu til góðs fyrir bændur, neytendur og fyrirtækin

Dómur Hæastaréttar Íslands í máli Inness gegn Samkeppnisstofnunu varðandi lögmæti búvörulaganna umdeildu hefur verið mikið í umræðunni í vikunni og sitt sýnist hverjum. Forstjóri Samkeppnisstofnunar hefur gengið hvað harðast fram í gagnrýni á lögin og sakað þá sem töluðu fyrir búvörulögunum um lygar. Til stendur að breyta lögunum eða fella þau niður en dómur Hæstaréttar verður varla til að einfalda það. Feykir hafði samband við Margréti Gísladóttur frá Glaumbæ sem jafnframt er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og lagði fyrir hana nokkrar spurningar.
Meira

Murr með sigurmark Fram í uppbótartíma

Þetta hefur verið erfið vika fyrir stuðningsfólk Tindastóls. Tveir tapleikir í röð gegn Stjörnunni í körfunni og í kvöld máttu Stólastúlkur þola enn eitt tapið. Og ekki eru lokamínúturnar að standa með okkur því það lið Fram gerði eina mark leiksins örfáum sekúndum fyrir leikslok og til að bæta gráu ofan á svart var það sjálf Murr sem setti boltann í markið þegar allt leit út fyrir jafntefli. Lokatölur 1-0.
Meira

Besta rekstrarniðurstaða Skagafjarðar frá sameiningu 1998

Ársreikningur sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2024 var samþykktur samhljóða við síðari umræðu í sveitarstjórn miðvikudaginn 14. maí sl. Feykir innti Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra hverjar væru helstu niðurstöður ársreiknings 2024 og sagði hann rekstrarniðurstöðuna vera þá bestu í sögu sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði, frá árinu 1998.
Meira