Skagafjörður

Öll verkefni lögreglunnar voru af jákvæðari gerðinni á Hofsósi

Þrjár lögregluáhafnir voru viðstaddar á bæjarhátíðinni Hofsós heim um síðustu helgi. Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að það sé gleðilegt að öll verkefni lögreglunnar á svæðinu hafi verið af jákvæðari gerðinni, engir árekstrar á milli manna eða vandamál sem kröfðust úrlausnar lögreglu.
Meira

Karlakórinn Heimir brattur í Brighton

Í 98 ára sögu Karlakórsins Heimis hafa kórferðir verið æði stór hluti af starfinu. Auðvitað hafa ferðir innan land verið langflestar en utanlandsferðir hafa líka verið stór hluti af starfinu og kannski það sem hefur verið mönnum eftirminnilegast. Það hefur verið stefnan að fara á fjögurra til fimm ára fresti í utanlandsreisu. Vorið 2017 fór kórinn í stóra og mikla ferð til vesturstrandar Canada, nánar tiltekið til Vancouver og Victoria. Var sú ferð stórvel heppnuð og verður lengi í minnum höfð.
Meira

„Hún leggur mikið á sig innan og utan vallar og er með frábært hugarfar“

Morgunblaðið valdi Tindastólsstúlkuna Birgittu Rún Finnbogadóttur, sem er alin upp hjá Umf. Fram á Skagaströnd, sem leikmann 10. umferðar Bestu deildar kvenna sem var leikin nú um helgina. Stólastúlkur léku fyrir austan í þeirri umferð og Birgitta var stanslaust ógn frá fyrstu til síðustu mínútu, skoraði tvö mörk og átti drjúgan þátt í hinum tveimur mörkum Tindastóls.
Meira

Héraðsvötn í bið eða vernd, jafnvel nýtingu?

Nú berast þær fréttir að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð.
Meira

Fótbolti.net bikarinn fer af stað á Króknum í kvöld

Það er fótbolti á Króknum í dag en fyrsti leikurinn í Fótbolti.net bikarnum fer í gang kl. 18 í kvöld þegar Árborg kemur í heimsókn á Sauðárkróksvöll. Lið Kormáks/Hvatar verður einnig í eldlínunni í þessari bikarkeppni neðri deildar liða en Húnvetningar heimsækja Grenivík annað kvöld.
Meira

Silver Wind mætt til Hofsóss

Þeir sem eru að rumska á Hofsósi nú um níuleytið og kíkja út á sjóinn ættu að geta barið augum skemmtiferðaskipið Silver Wind sem lagðist við akkeri fyrir utan Hofsós kl. 8 í morgun. Í frétt á Facebook-síðu Skagafjarðarhafna segir að skipið muni heimsækja Hofsós fimm sinnum í sumar.
Meira

Myndlistin blómstrar á Höfðaströndinni

Hesturinn, stelpan og hálendið. Svo nefnist myndlistarsýning sem núna er í gangi á Listamiðstöðinni í Bæ á Höfðaströnd.Listakonan Michelle Bird, sem kemur upphaflega frá Bandaríkjunum, sýnir þar verk sín.
Meira

Súpuröltið sló rækilega í gegn á Hofsós heim

Það kom fram í viðtali vegna Hofsós heim í Feyki að gengið hefði verið frá pöntun á góðu veðri fyrir helgina. Það skilaði sér upp á tíu því veðursæld var allan tímann – aðeins hálftíma hellidemba á laugardagskvöldinu til að kæla gesti niður.
Meira

Fótboltastelpur voru í aðal hlutverki á Króknum um helgina

Stelpu hluti Króksmóts ÓB 2025 fór fram um helgina og tókst gríðar vel. Á Fb. Síðunni ÓB mót Tindastóls má finna eftirfarandi:
Meira

Tveir bikarleikir á Sauðárkróksvelli í dag

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls vill vekja athygli á því að í dag, mánudaginn 23. júní, verða spilaðir tveir bikarleikir á Sauðárkróksvelli. Fyrri leikurinn byrjar kl. 16:00 en þá tekur THK á móti Þór í 4. flokki karla. Seinni leikurinn er hjá 3. flokki karla og taka þeir á móti KA kl. 19:00. Allir á völlinn!
Meira