Skagafjörður

Rafmagn fór af mestöllum Skagafirði

Rafmagnið fór af mestum hluta Skagafjarðar klukkan tvær mínútur yfir tvö í dag. Í til­kynn­ingu frá Rarik kom fram að raf­magns­leysiðhafi verið rakið til út­leys­inga hjá Landsneti á Rangár­valla­línu 1. Rafmagnið var komið á að nýju um kl. 15 og stóð því yfir í tæpan klukkutíma.
Meira

Addi Ólafs og Kolbeinn Tumi tryggðu Stólunum sigur á Ólafsfirði

Tindastólsmenn gerðu góða ferð á Ólafsfjörð í gærkvöldi og hirtu öll stigin í sjö marka spennutrylli. Stólarnir héldu nokkuð þunnskipaðir á Tröllaskagann en þrír af fjórum erlendum leikmönnum liðsins voru ekki með; tveir voru í banni og einn meiddur. Tvívegis lentu Stólarnir tveimur mörkum undir en það dugði að skora þrjú síðustu mörk leiksins til að krækja í stigin. Lokatölur 3-4 og Stólarnir príluðu á ný upp í efri hluta 3. deildar.
Meira

Forvitnilegt myndskeið frá heimsókn Kristjáns Eldjárns til Skagafjarðar fyrir 56 árum

Kvikmyndasafn Íslands hefur sett inn mikið efni eftir Vigfús Sigurgeirsson á vef sinn islandafilmu.is. Feyki barst ábending frá safninu um myndskeið frá opinberri heimsókn forsetahjónanna Kristjárns og Halldóru Eldjárns á Norðurlandi í ágúst árið 1969. Það er örugglega gaman fyrir fólk fætt fyrir og um 1960 að vita hvort það þekkir ekki einhver þeirra mýmörgu andlita sem ber fyrir sjónir.
Meira

Sjáumst, skokkum og skálum!

„Náðir þú ekki að nota sumarkjólinn eða hlaupaskóna eins oft og þú stefndir að í sumar? Engar áhyggjur, núna skellir þú þér bara í kjólinn og reimar á þig hlaupaskóna og hittir okkur á pallinum við Sauðá kl. 15 á laugardaginn 23. ágúst...“ Þannig hefst kynning á þeim ágæta viðburði Sumarkjóla- og búbbluhlaup á Króknum sem dömurnar í 550 rammvilltum standa fyrir í samstarfi við veitingastaðinn Sauðá. Ein rammvillt, Vala Margeirs, svaraði nokkrum spurningum Feykis.
Meira

Skagfirðingurinn Almar Orri í íslenska hópinn

Breyting hefur verið gerð á landsliðshópi Íslands sem er á leið á EuroBasket í Póllandi þar sem reynsluboltinn öflugi, Haukur Helgi Pálsson, þurfti að druga sig út úr hópnum sökum meiðsla. Í hans stað kemur Vesturbæingurinn skagfirski, Almar Orri Atlason, sem margir vildu reyndar sjá í tólf manna hópnum hjá Craig Pedersen.
Meira

„Skemmtilegt að vera skapandi“

VALDÍS sendi í síðustu viku frá sér nýtt lag, Darling, í félagi við Tómas Welding og er hættulega grípandi og hresst. Þau syngja lagið saman en það varð til í lagahöfundabúðunum Airsongs sem voru haldnar af Iceland Sync. „Við Tómas lentum saman í hópi með Hákoni Guðna sem samdi lagið með okkur og pródúseraði það,“ sagði Króksarinn Valdís þegar Feykir hafði samband við hana í morgun.
Meira

Lýsa yfir miklum áhyggjum af fjarskiptasambandi í Skagafirði

Á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar þann 12. júní sl. var rætt um fjarskiptasamband í Skagafirði og þá staðreynd að fjarskiptafyrirtækin hafa ákveðið að loka dreifikerfi GSM, þ.e.a.s. 2G og 3G þjónustu. Nefndin lýsir yfir miklum áhyggjum af þessum fyrirætlunum þar sem hún segir það reynslu íbúa í Skagafirði að 4G og 5G séu engan veginn að dekka þau svæði sem 3G gerir. Á fundi sínum í gær skoraði nefndin á fjarskiptafyrirtækin öll að endurskoða þessa lokun og láta hana ekki taka gildi fyrr en tryggt er í það minnsta að 4G dreifikerfið nái sannarlega til þeirra svæða sem 3G er að dekka í dag.
Meira

Íslandsmeistarinn Máni

Máni Baldur Mánason frá Sölvanesi í Skagafirði er í nýbakaður Íslandsmeistari í straumkayak siglingum.
Meira

Vilt þú taka þátt í að móta samskiptastefnu Norðurlands vestra?

SSNV vinnur þessar vikurnar að verkefni sem felst í mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir Norðurland vestra. Í tengslum við það verkefni verða íbúafundir í öllum sveitarfélögum Norðurlands vestra þar sem unnið verður að mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir landshlutann í heild. Íbúafundirnir eru fyrsta skrefið í þessari vinnu, að íbúar og fyrirtæki fái að taka þátt í að móta samskiptastefnuna og hafa áhrif á innihald hennar og útlit.
Meira

Arnar Björns valinn í lokahóp Íslands fyrir EuroBasket

EuroBasket 2025, Evrópukeppnin í körfuknattleik, er að skella á en Ísland leikur í Póllandi í sínum riðli og hefur leik fimmtudaginn 28. ágúst. Í dag var íslenski landsliðshópurinn kynntur til sögunnar en liðið hefur æft stíft síðustu vikurnar og nú er búið að tálga utan af hópnum. Það er gleðilegt að einn Tindastólsmaður er í landsliðshópnum því Arnar Björnsson verður með á EuroBasket og full ástæða til að óska okkar manni til hamingju!
Meira