Skagafjörður

Afmælistónleikar í Miðgarði 23. maí

Í tilefni af 60 ára afmæli tónlistarkennslu á Sauðárkróki verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði, laugardaginn 23. maí og hefjast þeir kl. 16:00, þar sem nemendur koma fram.
Meira

Munum að ganga vel um hoppubelginn

Borið hefur á slæmri umgengni við hoppubelginn á tjaldsvæðinu á Sauðárkróki en frá þessu segir á heimasíðu Skagafjarðar.„ Viljum við því biðla til foreldra að brýna fyrir börnum sínum að ganga vel um eignir okkar allra svo ekki þurfi að fara í frekari aðgerðir og loka hoppubelgnum.“
Meira

Heiminum verður bjargað rétt fyrir ellefu á mánudagskvöldið

Dumm, dumm, dummdumm, dumm, dumm... Já, Króksbíó sýnir nýjustu og sennilega síðustu myndina í Mission Impossible seríunni á mánudaginn. Myndin hefur undirtitilinn The Final Reckoning. Bíógestir ættu að vera búnir að koma sér fyrir með popp og kók í salnum eina sanna á slaginu átta og geta þá fylgst með Krúsaranum leggja allt í söurnar til að bjarga heiminum frá hinsta degi í boði AI.
Meira

Tekin verði upp utanríkisstefna ESB| Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu, sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undirritaði í gær ásamt utanríkisráðherrum hinna aðildarríkja EFTA sem aðild eiga að EES-samningnum, Noregs og Liechtenstein, auk Evrópusambandsins, er að ríkin þrjú muni aðlaga sig að utanríkisstefnu sambandsins.
Meira

Kristján Bjarni nýr skólastjóri Árskóla

Kristján Bjarni Halldórsson hefur verið ráðinn í starf skólastjóra Árskóla á Sauðárkróki og mun hefja störf við upphaf næsta skólaárs í haust. Þetta kemur fram á vef Skagafjarðar. 
Meira

Félagsleg samheldni eða firring? | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Félagsheimilin í Skagafirði eru ekki bara hús, þau eru minnisvarðar um samstöðu, sjálfboðavinnu, vilja og þrótt samfélagsins. Þau voru byggð upp af fólkinu fyrir fólkið. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti sölu á félagsheimilunum í Rípurhreppi og Skagaseli nýverið. Íbúar í Hegranesi hafa sýnt harða andstöðu við söluna, enda er þar vaxandi samfélag sem vill halda áfram að nota húsið sem fyrirrennarar þeirra byggðu í sjálfboðavinnu til að gleðjast og syrgja.
Meira

Sex sóttu um embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust sex umsóknir um embætti skólameistara,  Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
Meira

„Þeir bara gáfust aldrei upp!“

„Ég hef verið betri, viðurkenni það. Þetta var mjög svekkjandi og ég verð örugglega alveg einhvern tíma að svekkja mig á þessu en maður jafnar sig fyrir rest,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson fyrirliði körfuknattleiksliðs Tindastóls þegar Feykir spurði hann í morgun hvernig líðanin væri daginn eftir Leik. Stólarnir máttu bíta í það súra epli í gærkvöldi að tapa oddaleik gegn Stjörnunni í Síkinu í æsispennandi leik og því engin ástæða til kátínu.
Meira

Tillaga að miðbæjarumhverfi á Hofsósi

Gefin hefur verið út tillaga að deiliskipulagi á Hofsósi, um er að ræða miðsvæði milli Túngötu og Skólagötu, liggur frammi til kynningar frá 21. maí til og með 4. júlí 2025. Deiliskipulagið gefur heildstætt yfirbragð þar sem áhersla er lögð á vistlegt miðbæjarumhverfi. Horft er til þess að uppbygging á svæðinu styrki samfélagið og nýti innviði betur.
Meira

Stjarnan Íslandsmeistari í Síkinu – til hamingju Garðbæingar

Það var háspenna lífshætta í Síkinu í kvöld þegar Tindastóll og Stjarnan mættust í oddaleik í úrslitaeinvígi Bónus deildarinnar. Íslandsmeistaratitlinn var í húfi. Stólarnir voru sprækari framan af leik en botninn datt úr leik liðsins í fjórða leikhluta þar sem liðið gerði aðeins átta stig. Það reyndist of lítið til að halda aftur af Garðbæingum sem náðu yfirhöndinni á lokamínútum leiksins. Stólarnir lögðu allt í sölurnar og voru nálægt því að jafna en spennustigið var of hátt og okkar menn urðu að sætta sig við sárt tap. Lokatölur 77-82.
Meira