Skorað á ríkisstjórnina að drífa í gang vinnu vegna verknámshúss FNV
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
02.09.2025
kl. 12.32
Á síðasta fundi byggðarráðs Skagafjarðar lýstu fundarmenn yfir áhyggjum af hægagangi stjórnvalda við hönnun og uppbyggingu á fyrirhugaðri stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Fram kemur í fundargerð að samkvæmt upplýsingum virðist lítið að gerast í hönnun eða gerð útboðsgagna og vantar t.d. ennþá upplýsingar frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum um stærð byggingareits og fleira til að unnt sé að ljúka gerð deiliskipulags fyrir framkvæmdina.
Meira
