Skagafjörður

Sundlaugin opnar í Varmahlíð

Vakin er athygli á því að sundlaugin í Varmahlíð opnar í dag miðvikudaginn 4. júní kl. 12:00, eftir tímabundna lokun vegna viðhaldsvinnu segir á vef Skagafjarðar.
Meira

Snjómagnið minnkar í Fljótum

„Það hefur aðeins lagast, fimm stiga hiti og rigning. Það hefur minnkað töluvert snjómagnið síðan í gær,“ sagði Halldór Gunnar bóndi á Molastöðum þegar Feykir fylgdi eftir fréttinni frá í gær þar sem fram kom að bændur í Fljótum hefðu allir sótt fé sitt og komið á hús, enda jörð komin undir snjó í þessu norðanskoti sem enn stendur yfir.
Meira

Bjór og götumatur glöddu hátíðargesti á Hólum

Bjórhátíðin á Hólum var haldin laugardaginn 31. maí en hátíðin fór fyrst fram í september 2011 og er sú hátíð sem oftast hefur verið haldin hér á landi. „Hún féll niður í Covid og hefur því verið haldin í þrettán skipti,“ segir Bjarni Kristófer en hann segir hátíðina hafa þróast úr hreinni bjórhátíð í bjór- og matarhátíð þar sem boðið er upp á fjölbreyttan götumat.
Meira

Varað við skriðuföllum og ofanflóðum á Siglufjarðarleið

Það er enn rok og rigning í boði á Norðurlandi vestra en spár Veðurstofunnar gera ráð fyrir því að heldur dragi úr vætu og vindi þegar líður á daginn. Eitthvað örlítið hafa hitatölur þokast upp á við og því fellur úrkoman að mestu sem rigning en ekki snjór. Þó veðrið sé heldur að ganga niður gera spár ráð fyrir norðanátt og kulda svo langt sem spáin nær en þó er líklegt að við fáum svolitla sólargeisla á föstudaginn.
Meira

Stólastúlkur verða stolt Norðurlands í Bónus deild kvenna

Kvennalið Þórs frá Akureyri mun ekki taka þátt í efstu deild körfunnar næsta vetur en stjórn félagsins hefur ákveðið að draga liðið úr keppni. „Við alla vega verðum með lið í efstu deild,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, þegar Feykir spurði hann út í áætlanir Tindastóls. Það verður því þannig næsta vetur að lið Tindastóls verður eina liðið af Norðurlandi til að halda upp merki Norðlendinga í Bónus deild kvenna.
Meira

Fjórir sóttu um skólastjórastöðu Árskóla

Eins og komið hefur fram verða stjórnendaskipti í bæði Árskóla og FNV í vor. Ekki hefur verið tilkynnt hver verður skólameistari FNV, en Kristján Bjarni Halldórsson verið ráðinn skólastjóri Árskóla. Kristján hefur starfað sem áfangastjóri FNV, um árabil en færir sig nú norður fyrir Sauðána.
Meira

Aðstæður í Fljótum farnar að líkjast ástandinu í fyrra

Það ýmist rignir eða snjóar þessa fyrstu daga júnímánaðar. Fljótin verða oft illa úti þegar svona viðrar og Feykir hafði því samband við Halldór Gunnar Hálfdansson á Molastöðum í Fljótum í morgun og forvitnaðist um hvort veðrið léki Fljótamenn illa. „Þetta er orðið ansi mikið og farið að líkjast ástandinu í fyrra,“ sagði Halldór.
Meira

Veður með versta móti og gleðiganga Árskóla slegin af

Það er leiðindaveður á Norðurlandi vestra en þó sennilega sýnu verst í Skagafirði þar sem norðanáttin nær sér vel á strik og það hellirignir. Reikna má með svipuðu veðri fram eftir degi og dregur varla úr úrkomu og vindi fyrr en líða fer á miðvikudaginn. Allir vegir eru færir en snjór og krap var á heiðum í morgun sem og í Langadalnum og Hrútafirði.
Meira

Schengen er sannarlega vandamálið | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fullyrt var í grein Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, í Morgunblaðinu á dögunum að aðild Íslands að Schengen-svæðinu ætti ekki sök á því ófremdarástandi sem verið hefur viðvarandi á landamærum landsins að öðrum aðildarríkjum svæðisins. Sú fullyrðing stenzt hins vegar enga skoðun. Til að mynda er engin tilviljun að vandamálin í þeim efnum eru svo gott sem eingöngu gagnvart Schengen-svæðinu en ekki ríkjum utan þess.
Meira

Á sama tíma að ári...

Gul viðvörun tók í gildi í fjórðungnum klukkan tíu í morgun og er í gildi til fram yfir hádegi á morgun þriðjudag.
Meira