Skagafjörður

Myndasyrpa frá brautskráningu FNV

Það var hinn merkilegasti brautskrárningardagur við Fjölbrautaskola Norðurlands vestra í gær eins og sagt var frá hér á Feykir.is í dag. Að venju var viðburðurinn myndaður í bak og fyrir, þrír ljósmyndarar mættir á svæðið og um 1800 myndir sem þarf að rúlla í gegnum. Hér má finna smá bragð af deginum í snefilmagni.
Meira

161 nemandi brautskráðist frá FNV í gær

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið við hátiðlega athöfn miðvikudaginn 28. maí. Frá skólanum brautskráðust 161 nemandi af öllum brautum skólans. Ingileif Oddsdóttir, skólameistari, og Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari, stýrðu athöfninni. Þau sérstöku tímamót verða við skólann að loknu þessu skólaári að þrír stjórnenda skólans; Ingileif skólameistari, Keli aðstoðarskólameistari og Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri, láta af störfum.
Meira

Sjómenn til hamingju! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt.
Meira

Farskólinn óskar eftir að ráða verkefnastjóra

Þau leiðu mistök urðu í auglýsingu Farskólans í Sjónhorninu sem kom út í dag að óskað var eftir að ráða skólastjóra til starfa en raunin er að Farskólinn leitast eftir að ráða verkefnastjóra. Í auglýsingunni segir að Farskólinn leitar að öflugum og jákvæðum einstaklingi/einstaklingum til að takast á við lifandi og fjölbreytt starf verkefnastjóra í símenntun. Náin og þétt teymisvinna starfsfólks er ríkjandi í verkefnum Farskólans. Til greina kemur að ráða í fleiri en eina stöðu og starfshlutfall og vinnutími getur verið umsemjanlegur.
Meira

Arney og Lydía hlutu viðurkenningar á Hólum

Síðastliðinn laugardag fór fram reiðsýning brautskráningarnema til BS prófs í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum. Tíu nemendur útskrifast frá skólanum með BS próf í reiðmennsku og reiðkennslu nú í vor. Brautskráning fer fram miðvikudaginn 6.. júní í hátíðarsal skólans.
Meira

Emma og Júlía gera gott mót í Sandefjord

Tveir keppendur frá badmintondeild Tindastóls tóku í vikunni þátt í Sandefjord Open mótinu sem fer fram í bænum Sandefjord í Noregi. Keppendur á mótinu eru 360 talsins en mótið stendur yfir í þrjá daga. Systurnar Emma Katrín og Júlía Marín tóku þátt í sex greinum, náðu í eitt gull, eitt silfur og eitt brons.
Meira

Allir með

UMSS, Svæðisstöðvar íþróttahéraða og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) boða til vinnustofu fyrir forsjáraðila, íþróttaþjálfara, starfsfólk skóla og áhugafólk um íþróttir. Á vinnustofunni ætlum við að ræða hvernig við getum komið af stað skipulögðum æfingum eða komið fötluðum og þeim sem finna sig ekki í almennum íþróttum betur inn í það íþróttastarf sem er nú þegar í boði í Skagafirði.
Meira

Magga Steina vígð til djákna í Hóladómkirkju

Það var merkur dagur á sunnudaginn þegar Margrét Steinunn Guðjónsdóttir var vígð til djákna í Reykjavíkurprófastdæmi vegna starfa sinna á Löngumýri við orlof eldri borgara. Í fallegri afhöfn í Hóladómkirkju, sem sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup leiddi, voru þjónandi prestar í Skagafirði, Anna Hulda djákni og fleiri sem tóku þátt, en sr. Bryndís Malla prófastur í Reykjavíkurprófasdæmi lýsti vígslunni.
Meira

Verður meistaraflokkafótbolti á Króknum næsta sumar?

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram í síðustu viku og fyrir fundinum lágu almenn aðalfundarstörf. Sunna Björk Atladóttir, sem tók við stjórnartaumum knattspyrnudeildar til bráðabirgða í vetur gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og stóð því til að kjósa nýjan formann. Enginn gaf þó kost á sér í það starf og kosningu því eðlilega frestað til síðari tíma. En hvað er félag án formanns?
Meira

Hefur aldrei áður slegið í maí

„Ég hef aldrei slegið í maí áður, yfirleitt byrjum víð um miðjan júní,“ sagði Sigurður Baldurssonar bónda á Páfastöðum í Skagafirði en hann var farinn að slá montblettinn sinn í gær, 26. maí, eins og lesa mátti í færslu á Facebook-síðu hans. Feykir hafði samband við bóndann.
Meira