Stefnt á að vegaframkvæmdum í Hjaltadal verði lokið fyrir mánaðamót
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
03.09.2025
kl. 14.26
Um mitt sumar ákvað ríkisstjórnin að spýta í lófana varðandi vegaframkvæmdir og meðal annars lofaði Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra að ráðist yrði í lagfæringar á veginum í Hjaltadal í Skagafirði sem var að margra mati hreinlega hættulegur. Átti framkvæmdum að vera lokið áður en Landsmót hestamanna yrði flautað á næsta sumar. Feykir spurðist í morgun fyrir um hvort einhver hreyfing væri á málum og sagði Stefán Öxndal Reynisson, vegtæknir hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki að sannarlega væri komin hreyfing á málin.
Meira
