Níu marka veisla á Sauðárkróksvelli
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
14.06.2025
kl. 21.17
Það var leikið í 3. deildinni í knattspyrnu á Króknum í dag en þá tóku Stólarnir á móti liði Árbæjar í áttundu umferð. Liðin voru bæði um miðja deild en gestirnir þó ofan við miðlínuna en Stólarnir neðan hennar. Eftir nokkurt ströggl síðasta mánuðinn þá sýndu heimamenn sparihliðarnar og rúlluðu gestunum upp eins og gómsætri vöfflu með rjóma og rabarbarasultu. Lokatölur 7-2 og allt í gúddi.
Meira