Skagafjörður

Freyr og Jóhanna María Norðurlandameistarar

Þann 22. ágúst sl. var haldið Nordic Kata Open Tournament 2025, Norðurlandamót í Skurup í Svíþjóð. Daginn áður eða nánar tiltekið 21. ágúst, lagði lítill hópur af stað frá Sauðárkróki til að keppa fyrir hönd Tindastóls á þessu Noðurlandamóti.
Meira

Sýnum ábyrgð í umferðinni

Á Skagafjordur.is er að finna þessar ágætu leiðbeiningar í tilefni þess að skólar eru byrjaðir og umferð barna og unglinga því meiri á og við göturnar. „Nú þegar grunnskólar sveitarfélagsins hafa hafið göngu sína að nýju eftir sumarleyfi er vert að vekja athygli á umferðaöryggi barna. Daglega munu börn og ungmenni leggja leið sína út í umferðina - gangandi, hjólandi eða í bílum foreldra og forráðamanna og mikilvægt er að hafa í huga að mörg þeirra eru að stíga sín fyrstu skref sem þátttakendur í umferðinni.
Meira

Startup Landið – tækifæri fyrir frumkvöðla á Norðurlandi vestra

Það þarf ekki stórt skrifborð eða flókið umhverfi til að hugmynd fæðist – stundum dugar eldhúsborðið. En hvernig breytir maður hugmynd í raunverulegan rekstur? Í haust fá frumkvöðlar á Norðurlandi vestra og víðar tækifæri til að taka fyrsta skrefið í nýju verkefni sem nefnist Startup Landið – viðskiptahraðall landshlutasamtakanna. Umsóknarfrestur stendur til 31. ágúst. Nánar á www.startuplandid.is
Meira

Sinfó í sundi

Sinfóníuhljómsveit Íslands á 75 ára afmæli í ár og hefur í tilefni af afmælinu boðið upp á fjölmarga viðburði það sem af er ári. Næst á dagskrá hjá sveitinni eru tónleikarnir Klassíkin okkar. Tónleikunum verður ekki aðeins sjónvarpað í beinni útsendingu heldur verða þeir einnig í boði í fjölmörgum sundlaugum landsins undir heitinu Sinfó í sundi.
Meira

Skagfirðingasveit gerir sér glaðan dag

Sagt var frá því fyrr í sumar að björgunarsveitin Skagfirðingasveit komst að því að hún var bara alls ekki að verða 60 ára á árinu heldur nálgast hún hundrað árin - já þið lásuð rétt, hundrað ár. Sveitarfólk kíkti nefnilega í Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og komust þau að því að sveitin var stofnuð árið 1932,en lagðist í dvala um 1953 en var síðar endurreist árið 1965, fyrir 60 árum.
Meira

Formaðurinn með sigurmark í uppbótartíma

Tindastólsmenn gerðu góða ferð í Árbæinn í dag þar sem þeir mættu liði Árbæjar í 3. deildinni á Domusnovavellinum. Heimaliðið var sæti ofar en Stólarnir fyrir leikinn en 1-2 sigur, þar sem formaður knattspyrnudeildar Tindastóls gerði sigurmarkið í uppbótartíma, skaut Skagfirðingum upp fyrir Árbæinga og í fimmta sæti deildarinnar.
Meira

Spicy vodka pasta og brownies | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 18 er Skagfirðingurinn Hrafnhildur Ósk Halldórsdóttir sem nú er búsett í Grafarvogi. Hrafnhildur er í sambúð með Birki Frey Gunnarssyni frá Skagaströnd og starfar Hrafnhildur sem iðjuþjálfi á Reykjalundi í Mosfellsbæ en Birkir er háseti á frystitogara.
Meira

Undir bláhimni

Sumarið 2025 heldur áfram að gefa. Í dag er stilltt og hlýtt á Norðurlandi vestra og þátttakendur í Sumarkjóla- og búbbluhlaupi á Króknum hafa vonandi slett á sig sólarvörn til að tryggja traust tan og minnka hættu á brunaskemmdum. Það er áfram spáð hlýju veðri en í nótt og á morgun fáum við nokkrar rigningarskúrir til að vökva gróðurinn og halda grasinu grænu.
Meira

Blikarnir einfaldlega besta lið landsins

Stólastúlkur fengu skell þegar þær heimsóttu Íslandsmeistara Breiðabliks í Kópavoginn í gærkvöldi. Það mátti reyndar heyra á Donna þjálfara að væntingar voru ekki miklar fyrir leik, enda lið Tindastóls töluvert laskað og þunnskipað. Fimm mörk í andlitið á fyrsta hálftíma leiksins bar þess merki en fleiri urðu mörkin blessunarlega ekki frá Blikum og lokatölur 5-0.
Meira

Nautaþynnusalat Rósar | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 17 er Sigurrós Ingimarsdóttir en hún er dóttir Ingimars og Ossýjar. Sigurrós er fædd og uppalin á Króknum, bjó á Sauðárkróki til 1991 en flutti þá til Kaupmannahafnar og bjó þar í fimm ár. Þaðan lá svo leiðin í borg óttans, Reykjavík. „Í góðærinu kviknaði sú hugmynd að byggja hús á Akranesi og þangað flutti ég ásamt fjölskyldunni árið 2008.“
Meira