Lýsa yfir miklum áhyggjum af fjarskiptasambandi í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
20.08.2025
kl. 11.43
Á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar þann 12. júní sl. var rætt um fjarskiptasamband í Skagafirði og þá staðreynd að fjarskiptafyrirtækin hafa ákveðið að loka dreifikerfi GSM, þ.e.a.s. 2G og 3G þjónustu. Nefndin lýsir yfir miklum áhyggjum af þessum fyrirætlunum þar sem hún segir það reynslu íbúa í Skagafirði að 4G og 5G séu engan veginn að dekka þau svæði sem 3G gerir. Á fundi sínum í gær skoraði nefndin á fjarskiptafyrirtækin öll að endurskoða þessa lokun og láta hana ekki taka gildi fyrr en tryggt er í það minnsta að 4G dreifikerfið nái sannarlega til þeirra svæða sem 3G er að dekka í dag.
Meira
