Skagafjörður

Fjölbreytt dagskrá hjá Fornverkaskólanum á næstu vikum

Óhætt er að segja að það verði nóg um að vera hjá Fornverkaskólanum nú síðsumars en á döfinni eru þrjú námskeið í hefðbundnu byggingarhandverki og málþing um torfarfinn. Fornverkaskólinn er verkefni á vegum Byggðasafns Skagfirðinga sem hefur það að markmiði að miðla fróðleik og halda utan um námskeið í hefðbundnu byggingarhandverki. 
Meira

Stuðningsmenn Tindastóls mættir til Póllands

Þegar blaðamaður Feykis hnýtur um stuðningsmenn Tindastóls á ljósmynd inná karfan.is, þar sem okkar fólk er farið utan til að styðja Íslenska landsliðið í körfubolta þá verður að setja inn frétt. Ísland hefur leik í dag á lokamóti EuroBasket 2025 þegar það leikur gegn Ísrael og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma í dag fimmtudaginn 28. ágúst. 
Meira

Sæla á Svaðastöðum

Sveitasæla, Landbúnaðarsýning og Bændahátíð verður haldin í og við reiðhöllina Svaðastaði á Sauðárkróki laugardaginn 30. ágúst frá kl. 10 – 17. Í fréttatilkynningu segir: Á meðan á sýningu stendur er dýragarðurinn opinn, básar fyrirtækja inni og sýningarsvæði úti, handverk og matur beint frá býli, veitingasala, andlitsmálning, veltibíll, tónlist og fjör. Búast má við ýmsum óvæntum uppákomum á Sveitasælunni.
Meira

Vel heppnaður fræðsludagur Skagafjarðar í Miðgarði

Þann 18 . ágúst sl. var hinn árlegi fræðsludagur Skagafjarðar haldinn í Miðgarði. Um er að ræða mikilvægan dag fyrir skólasamfélagið í Skagafirði, en í ár komu saman hátt í 250 starfsmenn tónlistar-, leik- og grunnskóla ásamt starfsfólki fjölskyldusviðs Skagafjarðar og fulltrúum fræðslunefndar. Skagafjordur.is segir frá:
Meira

Ráðhúsið á Sauðárkróki lokað fyrir hádegi á morgun

Á vef Skagafjarðar er vakin athygli á því að Ráðhúsið verður lokað fyrir hádegi fimmtudaginn 28. ágúst nk.
Meira

Stelpurnar þurfa allan stuðning

Á morgun fimmtudag kl: 18 leika Tindastóls konur gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deildinni á Sauðárkróksvelli. Eins og við vitum er Tindastóll hættulega nálægt fallsvæðinu en sigur í þessum leik gæti skipt sköpum í að forða liðinu frá falli. Víkingsliðið er statt á svipuðum slóðum í töflunni svo gott væri að halda þeim neðan við sig. Feykir skorar á alla sem vettlingi geta valdið að mæta á völlinn og hvetja okkar konur. Áfram Tindastóll. hmj
Meira

Hlaupið með bros á vörum í sjóðheitu sumarveðri

Þær stöllurnar í 550 rammvilltar sem stóðu fyrir Sumarkjóla- og búbbluhlaupi á Sauðárkróki nú síðastliðinn laugardag virðast vera með einhvern spes samning við veðurguðina. Þetta var í annað skiptið sem þessi sprellfjörugi og búbblandi viðburður er haldinn á Króknum og í bæði skiptin hafa sumarkjólarnir verið einmitt rétti klæðnaðurinn miðað við veður og hitastig.
Meira

Áhrif beitarfriðunar á kolefnisbúskap úthaga

Undanfarin ár hafa rannsóknir staðið yfir á áhrifum beitarfriðunar á kolefnisupptöku og magn kolefnis í jarðvegi. Rannsóknaverkefnið ExGraze, sem hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði 2021 (Rannís 217920-051), er nú á lokametrunum og verða niðurstöður kynntar í Kakalaskála miðvikudagskvöldið 27. ágúst kl. 20:00.
Meira

Réttir á Norðurlandi vestra haustið 2025

Nú er að nálgast ansi hratt sá árstími að búfénaður fer að koma heim úr sumardvölinni á fjöllum, göngur og í framhaldi réttir alveg að bresta á. Blaðamaður Feykis tók saman réttir í sýslum fjórðungsins en það eru Austur Húnvetningar sem ríða á vaðið en fyrstu réttir verða hjá þeim næstkomandi laugardag 31.ágúst, þegar réttað verður í Hvammsrétt og Rugludalsrétt og strax í Beinakeldurétt daginn eftir.
Meira

Framkvæmdir á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki

Á facebook síðu Skagafjarðarhafna segir frá framkvæmdum við höfnina. Verið er að steypa nýtt gólf á hafnardekkinu og svo er verið að vinna við grunn að stærðar frystigeymslu hjá rækjuvinnslunni Dögun. Það má sjá skemmtilega myndasyrpu frá þessum framkvæmdum á fb. Skagafjarðahafnir. Fleiri framkvæmdir muna vera á döfinni. Nánar um það síðar. hmj
Meira