Þórsstúlkur með létta þrennu í leikjunum gegn Tindastóli
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
10.02.2023
kl. 08.44
Það var engin miskunn í Höllinni á Akureyri þegar Þórsstúlkur fengu stöllur sínar í liði Tindastóls í heimsókn. Oft hefur verið mjótt á mununum og hart barist þegar þessi grannalið hafa mæst en það er einfaldlega staðreynd að í vetur hefur lið Þórs verið langtum betra og það sannaðist í þriðja skiptið á tímabilinu þegar liðin áttust við sl. miðvikudagskvöld. Eftir allsherjar rassskellingu í fyrri hálfleik var staðan 57-23 og lauk leiknum 102-56.
Meira
