Skagafjörður

Styrkjum úthlutað úr atvinnumálum kvenna - Verkefni á Norðurlandi vestra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur úthlutað styrkjum til atvinnumála kvenna og fengu 42 verkefni styrki samtals að fjárhæð 40.000.000 kr. Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið úthlutað frá árinu 1991 og eru þeir ætlaðir frumkvöðlakonum eða fyrirtækjum í þeirra eigu. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í meirihlutaeigu kvenna, stjórnað af þeim og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi.
Meira

Jóhanna María úr Tindastól Íslandsmeistari í júdó

Þann 21. maí síðastliðinn fór Íslandsmeistaramót yngri flokka í júdó fram hjá júdódeild Ármanns í Reykjavík. Þar var keppt í aldursflokkunum U13, U15, U18 og U21. Þátttakendur voru alls 57 talsins eða 49 drengir en aðeins átta stúlkur.
Meira

Nemendur Varmahlíðarskóla vinna verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskóla 2022

Þann 21. maí síðastliðinn fór fram Nýsköpunarkeppni gunnskólanna. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5.–7. bekk grunnskóla. Krakkarnir útfærðu hugmyndir sínar á vinnustofum í tvo daga og fór keppnin fram laugardaginn 21. maí í Háskólanum í Reykjavík.
Meira

Íbúar í dreifbýli Skagafjarðar kjósa um fyrirkomulag sorphreinsunar

Vinna við gerð útboðsgagna vegna fyrirhugaðs útboðs á sorphirðu í Skagafirði er langt komin, segir í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Til stendur að gera leiðbeinandi skoðanakönnun hjá íbúum í dreifbýli þar sem að valið verður á milli þess að heimilissorp verði sótt heim á lögheimili í dreifbýli eða að fyrirkomulagið verði óbreytt.
Meira

Búskapur hefur alltaf verið í mér - Nafabóndinn Sigurbjörn Árnason

Nú hefur heldur betur færst líf á Nafirnar á Króknum þar sem sauðburður er langt kominn og jafnvel búinn hjá flestum Nafabændum. Feykir tók hús á einum þeirra sl. föstudag, Sigurbirni Árnasyni, sem festir þekkja sem Bjössa húsvörð, en hann hefur gegnt þeim starfa við íþróttamannvirkin á Sauðarkróki. Þegar viðtalið átti sér stað var kalt í veðri en þó þurrt og mundu menn ekki hlýrra daga síðan í apríl, ýmist næturfrost, hrím eða snjókoma. Líkt og aðrir Nafabændur er Bjössi ánægður með að eiga kost á að snúast í kringum sínar kindur og vera þátttakandi í skemmtilegu mannlífi.
Meira

„Ég er aldrei með bækur á náttborðinu“

Nú ræðst Bók-haldið ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og bankar kurteislega á dyrnar hjá blaðamanninumm og bókmenntagagnrýnandanum Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Þetta er nú kannski ekki alveg satt. Kolbrún, sem fæddist í Reykjavík árið 1957 og býr þar, fær raunar aðeins sendan tölvupóst með spurningalista Bók-haldsins...
Meira

Stólastúlkur bitu frá sér gegn Íslandsmeisturunum

Lið Tindastóls tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins með sigri gegn HK í fyrstu umferð og síðan ÍR. Það var því bæði jákvætt og neikvætt þegar ljóst varð að andstæðingur liðsins í 16 liða yrðu Íslandsmeistararnir í Val. Slæmt því reikna mátti með afar erfiðum leik en ánægjulegt að fá meistarana í heimsókn á Krókinn og heiður að mæta þeim. Það fór svo að Valskonur reyndust of stór biti að kyngja og þrátt fyrir góðan síðari hálfleik hjá heimastúlkum þá var sigur Vals aldrei í hættu. Lokatölur 1-4.
Meira

Stólarnir gerðu jafntefli gegn Úlfunum

Tindastóll og Úlfarnir mættust í dag á Sauðárkróksvelli í B-riðli 4. deildar. Lið Úlfanna er einskonar b-lið Fram og að miklu leiti skipað strákum um tvítugt sem komu upp í gegnum öflugt yngri flokka starf Fram. Það sýndi sig að þeir gátu spilað fótbolta og leikurinn var ágætlega spilaður og bæði lið vonsvikin með jafntefli í leikslok. Lokatölur 2-2.
Meira

Myndasyrpa frá brautskáningu FNV

Alls brautskráðust 112 nemendur frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær. Athöfnin var sannarlega hátíðleg og létt yfir mannskapnum, enda lífið fengið fleiri liti í kjölfar tveggja ára í skugga Covid-19. Feykir fékk leyfi til að birta nokkrar myndir frá brautskráningardeginum; frá myndatöku, undirbúningi athafnar, athöfninni sjálfri og glaðbeittum nemendum og gestum að henni lokinni.
Meira

Saga hrossaræktar – félagskerfið, þriðja grein :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var fjallað allítarlega um hrossaræktarsamböndin og starfið innan þeirra en það var auk umsvifamikils stóðhestahalds töluvert og þá að mestu í tengslum við búnaðarsamböndin og landsráðunautanna í hrossarækt, s.s. söfnun og frágangur folaldaskýrslna, aðkoma að sýningahaldi o.fl. Samstarfsvettvangur þeirra, Hrossaræktarsamband Íslands, nýttist og verulega þegar unnið var á sínum tíma að skilgreiningu dómskalans, stigunarkvarðanum, sem tekin var upp formlega árið 1990.
Meira