Skagafjörður

Beðið eftir oddaleik Tindastóls og Vals

Mikil röð hefur myndast ,við íþróttahúsið á Sauðárkróki, útaf miðasölu á oddaleik Tindastóls og Vals
Meira

Stólastúlkur mæta Íslandsmeisturum Vals í Mjólkurbikarnum

Dregið var í 16 liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna í dag og þar voru Stólastúlkur í pottinum. Það er umdeilanlegt hvort drátturinn geti talist hagstæður en lið Tindastóls fékk heimaleik gegn hinu gríðarsterka liði Vals sem er ríkjandi Íslandsmeistari. Það er að sjálfsögðu heiður að mæta meisturunum en leikurinn fer fram laugardaginn 28. maí og hefst kl. 17:00.
Meira

Einstæð ör-leikhúsupplifun hjá Handbendi brúðuleikhúsi

Heimferð (Moetvi Caravan), eftir Handbendi brúðuleikhús í samstarfi við ProFit Arts (Tékklandi) og Arctic Culture Lab (Grænlandi/Noregi) verður hluti af listahátíð í Reykjavík. Heimferð er einstæð ör-leikhúsupplifun í húsbíl fyrir lítinn áhorfendahóp í senn, en aðeins átta áhorfendur komast inn á hverja sýningu fyrir sig. Í þessari heillandi sýningu fyrir alla aldurshópa er m.a. notast við hreyfimyndir, tónlist, leiklist, brúðulist, hljóð og mynd til að skoða muninn á hreyfanlegu heimili sem marga dreymir um og þeirri upplifun að búa á slíku heimili þvert gegn eigin vilja, í krísuástandi.
Meira

Jóhanna Ey með flestar útstrikanir

Nú eru sveitarstjórnarkosningar afstaðnar. Lítið var um útstrikanir í þessum kosningum þó einhverjar hafi verið. Kjörsókn var 73,8% sem skilaði sér í 2357 greiddum atkvæðum og aðeins 64 útstrikunum.
Meira

Fjölmenn vígsla hesthússins á Staðarhofi

Fjöldi manns mætti á vígslu hesthússins að Staðarhofi í fyrrum Staðarhreppi í Skagafirði sl. föstudag og samglöddust eigendum, þeim Sigurjóni Rúnari Rafnssyni og Maríönnu Rúnarsdóttur.
Meira

Vel gekk í æfingabúðum í boccia á Löngumýri

Helgina 6. til 8. maí hélt Boccianefnd Íþróttasamband fatlaðra æfingabúðir að Löngumýri í Skagafirði. Æfingabúðirnar voru fyrir landsliðshóp ÍF í Boccia, sem er sá hópur einstaklinga í þeim fötlunarflokkum sem eru með þátttökurétt á stórum alþjóðamótum.
Meira

Jón Gestur í valinu um iðnaðarmann ársins

Fram kemur á visir.is að Jón Gestur Atlason sé einn af átta sem valdir voru af dómnefnd í úrslit iðnaðarmanns ársins 2022 á X977 í samstarfi við Sindra.
Meira

Stafrænar lausnir innleiddar hjá embætti byggingarfulltrúa

Fram kemur á síðunni skagafjordur.is að Sveitarfélagið Skagafjörður hafa tekið í notkun hugbúnaðarlausnina OneLandRobot frá OneSystems. Segir þar að þetta auðveldi almenningi aðgengi að rafrænni þjónustu sveitarfélagsins vegna byggingarleyfisskyldra framkvæmda.
Meira

Nöfn sameinaðra sveitarfélaga

Samhliða sveitarstjórnarkosningum fór fram könnun um nöfn sameinaðra sveitarfélaga. Á síðunum hunvetnigur.is og skagafjordur.is stendur að niðurstöður skoðanakönnunar eru leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn.
Meira

Nýr blaðamaður á Feyki

Sumarafleysing Feykis þetta árið er í höndum Ingólfs Arnar Friðrikssonar og hefur hann störf í dag.
Meira