Skagafjörður

Vegagerð á Reykjaströnd -Hörður Ingimarsson skrifar

Það var 27. júlí 2021 sem opnuð voru tilboð í Reykjastarandaveg númer 748 sem nær frá Þverárfjallsvegi að Fagranesánni. Samið var við Vegagerðina um verkið 25. ágúst 2021 við samstarfsaðilana Steypustöð Skagafjarðar ehf. og Víðimelsbræður ehf. Sauðárkróki og tilboðið hljóðaði upp á 364.594.200 krónur.
Meira

Tindastóli og Keflavík spáð efstu sætum Subway deildarinnar

Á kynningarfundi Subway deildar karla sem haldinn var í Laugardalshöll nú í hádeginu voru kynntar annars vegar spár formanna, þjálfara og fyrirliða í liðum Subway deildarinnar og 1. deild karla, og hins vegar spá fjölmiðla fyrir Subway deild karla. Lið Tindastóls skoraði hátt og er spáð tveimur efstu sætunum.
Meira

Þórsliðið vann öruggan sigur í nágrannaslagnum

Önnur umferð í 1. deild kvenna í körfubolta hófst í gær og skruppu þá Stólastúlkur yfir Öxnadalsheiðina og léku við lið Þórs í Höllinni á Akureyri. Bæði lið unnu góða sigra í fyrstu umferð; Tindastóll vann slakt lið Blika b á meðan Þórsarar lögðu lið Ármanns sem var hársbreidd frá því að komast í efstu deild sl. vor. Heimastúlkur náðu undirtökunum í öðrum leikhluta og eftir það náðu gestirnir aldrei að ógna Þórsliðinu. Lokatölur 74-52.
Meira

Tæpar 23 milljónir úr Framkvæmdasjóði aldraðra á Skagaströnd

Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað rúmum 650 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra í samræmi við tillögur stjórnar sjóðsins. Á heimasíðu Stjórnarráðsins kemur fram að hersla hafi verið lögð á verkefni sem bæta aðbúnað íbúa á hjúkrunarheimilum, úrbætur sem tengjast aðgengismálum og öryggismálum og ýmsum stærri viðhaldsverkefnum.
Meira

Alltaf einhver ævintýr :: Sauðburður í september

Nú er sá tími ársins þegar bændur heimta fé sitt úr afréttum landsins og oftar en ekki kemur færra heim en vonast er eftir. Alls konar afföll geta orðið af ýmsum ástæðum og því skemmtilegt að geta sagt frá því þegar fjölgar í hópnum.
Meira

Varahlutur í geislatæki vatnsveitunnar á Hofsósi á leið norður

Undirbúningur vegna viðgerðar á geislatækinu sem bilaði í vatnsveitu Hofsóss fer nú fram og er varahlutur á leið norður. Að sögn Steins Leós Sveinssonar, sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar verður hægt að hefja viðgerð á morgun eða þegar varahluturinn berst. Íbúar hvattir til að halda áfram að sjóða vatn fyrir neyslu.
Meira

Vilja slá upptakt að „framhaldslífi“ Byggðasögu Skagafjarðar :: Málþing um áhrif Byggðasöguritunar

Málþing um áhrif byggðasöguritunar verður haldið næsta föstudag, 30. september, milli kl. 10 og 18 að Hólum í Hjaltadal. Fjallað verður um ritun byggðasögu frá ýmsum hliðum í tilefni af því að lokið er útgáfu Byggðasögu Skagafjarðar. Reynt verður að svara því hver áhrif slíks verks kann að vera á byggðaþróun, ferðaþjónustu, minjavörslu, ímyndarsköpun og sagnfræði? Málþingið er í boði Sögufélags Skagfirðinga og Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum og styrkir Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga þingið.
Meira

Það væri gaman að sjá þig, en ekki koma samt! Leiðari Feykis

Við lifum á skrýtnum tímum og maður er stundum alveg ruglaður um það hvað má og hvað ekki og er ég þá ekki að vísa í nýtt lag sem slegið hefur í gegn á öldum ljósvakans. Ég varð bara dapur yfir þeim fréttum, sem reyndar eru ekki nýjar af nálinni, að heimsókn frá grunnskólabörnum í Laugarneskirkju verði afþökkuð á komandi aðventu. Ekki það að ég eigi einhverra hagsmuna að gæta um kirkjuheimsóknir um landið heldur hitt að mér finnst það ekki samræmast gildum samfélagsins að sá sem ekki vill þiggja boðið skemmir fyrir hinum sem vilja.
Meira

Leikfélag Sauðárkróks sýnir Skilaboðaskjóðuna í Miðgarði

Leikfélag Sauðárkróks þurfti að bregða út af vananum þetta haustið og flytja uppsetningu haustsverkefnisins fram í Miðgarð þar sem Bifröst er ekki í standi til sýnaingarhalds. Framkvæmdir í húsinu hafa tafist en þar er verið að koma fyrir lyftu fyrir hreyfihamlaða.
Meira

Fjórar Stólastúlkur í liði ársins

Fótbolti.net hefur kynnt val sitt á liði ársins í Lengjudeild kvenna sem lauk á dögunum en það voru FH og Tindastóll sem flugu upp úr deildinni og leika því í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Fjórar Stólastúlkur eru í liði ársins eða jafnmargar og FH-stúlkurnar. Varnarjaxlar Tindastóls, María Dögg Jóhannesdóttir og Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði, eru í liði ársins sem og Hugrún Pálsdóttir og Murielle Tiernan.
Meira