Skagafjörður

Glimrandi skemmtun í Miðgarði með skagfirskum jólastjörnum

Á laugardagskvöld fjölmenntu Skagfirðingar í Menningarhúsið Miðgarð í Varmahlíð þar sem fyrir dyrum stóðu tónleikarnir Jólin heima. Fullt var út úr dyrum og voru gestirnir vel með á nótunum frá fyrsta lagi til hins síðasta og fóru þakklátir út í kyrrt og kalt vetrarkvöldið að mögnuðum tónleikum loknum, með vænan skammt af jólagleði í hjarta.
Meira

Vængbrotnar Stólastúlkur máttu sín lítils gegn Hamar/Þór

Lið Tindastóls og sameinaðs liðs Hamars og Þórs úr Þorlákshöfn mættust í Síkinu í gær. Gestirnir hafa gert ágæta hluti í 1. deildinni í vetur og það var ekki vandamál hjá þeim að leggja vængbrotið lið Stólastúlkna að þessu sinni. Lokatölur 46-74.
Meira

Saga jólakrossins á Nöfunum :: Þórhallur Ásmundsson rifjar upp gamla tíma

Á dögunum var myndasyrpa á hinni ágætu Facebook síðu „Skín við sólu“ af nýjum krossi í stað hins gamla á Nöfunum og frá friðargöngu þar sem nemar Árskóla leiddu eins og árleg venja er á Króknum. Við þessa myndasyrpu var mér hugsað til þess að á sínum tíma birtist í Feyki frásögn um tilurð jólakrossins á Nöfunum.
Meira

Jayla Johnson kemur í stað Chloe Wanink

Körfuknattleiksdeild Tindastóls tilkynnti fyrr í dag að gerðar hefðu verið mannabreytingar hjá kvennaliði Tindastóls. Bandaríski leikmaðurinn Chloe Wanink, sem einnig þjálfaði yngri flokka félagsins, hefur haldið heim á leið en í hennar stað er komin önnur bandaríska stúlka, Jayla Johnson. Jayla er 185cm á hæð, framherji, öflugur stigaskorari og frákastari. Hún verður 24 ára nú milli jóla og nýárs.
Meira

Heim að Hólum á aðventu – opinn dagur er einmitt í dag!

Nú á hádegi hófst opinn dagur hjá Háskólanm á Hólum og stendur dagskráin til kl. 17 í dag. Opið er fyrir gesti í aðalbyggingu skólans til kl. 15 en dagkráin er fjölbreytt og ættu allir að geta átt góða stund í Hjaltadalnum fallega. Má nefna jólatréssölu, sögugöngu, kynningar og jólsýningu hestafræðinnema sem hefst kl. 14:30.
Meira

„Búinn að hlusta mikið á jólalög undanfarið“ / JÓHANN DAÐI

Að þessu sinni er það trommarinn og slagverksleikarinn geðþekki, Jóhann Daði Gíslason (2000), sem svarar Tón-lystinni. Jóhann er alinn upp í Drekahlíðinni á Króknum en segist núna vera hér og þar. Hann er sonur Gísla Sigurðssonar og Lydíu Óskar Jónasdóttur og því með fótbolta í æðunum og dró fram markaskóna síðasta sumar og dúndraði inn nokkrum mörkum af hægri kantinum fyrir lið Tindastóls. Spurður út í helstu afrekin á tónlistarsviðinu segir hann það vera að hafa gefið út lagið Dúddírarirey með félögum sínum í Danssveit Dósa og skipuleggja tónleikana Jólin heima– sem vill svo skemmtilega til að verða einmitt nú um helgina.
Meira

Fjárlög 2023 – Sterk staða ríkissjóðs sem þarf að verja

Það er fastur liður í aðventudagskrá Alþingis að fjalla um og samþykkja fjárlög fyrir komandi ár. Í upphafi kjörtímabils voru krefjandi tímar fram undan, heimsfaraldur stóð yfir og sama dag og takmörkunum var aflétt hér á landi réðust Rússar inn í Úkraínu. Þessir þættir hafa skapað óvissu bæði hér innanlands sem og í Evrópu. Eðli málsins samkvæmt er það ekki óeðlilegt í ástandi sem þessu að verðbólga og hækkun á aðföngum taki sér pláss í fjárlögum líkt og í heimilisrekstri landsmanna. Staðan í efnahagsmálum í Evrópu er erfiðari en lengi hefur verið.
Meira

Kormákur Hvöt endurnýjar samning sinn við Aco Pandurevic

Stjórn meistaraflokksráðs Kormáks Hvatar hefur endurnýjað samning sinn við Aco Pandurevic og mun hann stýra skútunni sumarið 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni fyrr í kvöld.
Meira

Rökkurganga í Glaumbæ

Næstkomandi sunnudag, þann 11. desember, verður rökkurganga í Glaumbæ. Gamli bærinn verður kominn í jólabúning, hátíðarbragur yfir svæðinu og við ætlum að njóta samveru og sögustundar í rökkrinu í baðstofunni.
Meira

Þrítugur Farskóli

Farskóli Norðurlands vestra fagnar 30 ára afmæli í dag en hann var stofnaður 9. desember 1992. Á Facebooksíðu skólans er greint frá því að stofnfundur Farskólans hafi verið haldinn á heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands þar sem Jón F. Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskólans, hafi boðið fundarmenn velkomna og rakti aðdraganda fundarins.
Meira