Skagafjörður

Aparólan á Króknum loksins tilbúin

Í gær var lokið við að strengja vír í aparólu sem staðsett er syðst og neðst í Túnahverfinu á Króknum svo loks gefst krökkum kostur á að leika sér í tækinu sem staðið hefur þráðlaust í sumar.
Meira

Fyrirlestur um hámarksheilsu á morgun

Á morgun, laugardaginn 8. október, verður haldinn fyrirlestur í Húsi frítímans í boði Heilsueflandi samfélag – Skagafjörður, þar sem Sigurjón Ernir Sturluson, íþróttafræðingur og þjálfari, mun deila reynslu sinni af leit hans að leiðum til að hámarka sína eigin heilsu.
Meira

Hrefna ráðin sviðstjóri skógarþjónustu

Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur á Silfrastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði, hefur verið ráðin í stöðu sviðstjóra skógarþjónustu hjá Skógræktinni. Tekur hún við stöðunni 1. desember. Á heimasíðu Skógræktarinnar kemur fram að tíu umsóknir hafi borist í starfið, sem auglýst var í liðnum mánuði.
Meira

Hvorki frumleg né óumdeilanleg hugmynd að nýrri hugsun, segir Haraldur Benediktsson um nýja nálgun í vegagerð

Fundur um nýja nálgun í vegagerð var haldinn á Hvammstanga sl. þriðjudagskvöld en þar kynnti Haraldur Benediktsson, alþingismaður, tillögu um flýtingu framkvæmda vegagerðar um Vatnsnes. Auk erindis Haraldar, fjallaði Gísli Gíslason, nýsköpunarsetrinu Breið á Akranesi og fv. stjórnarformaður Spalar, um samstarf um samgönguframkvæmdir.
Meira

LS sýnir Skilaboðaskjóðuna í Miðgarði :: Bifröst vonandi tilbúin fyrir árslok, segir Guðmundur Þór

Eins og Feykir sagði frá í síðasta blaði mun Leikfélag Sauðárkróks færa haustverkefnið sitt, Skilaboðaskjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson, upp á svið Menningarhússins Miðgarðs í Varmahlíð, en miklar framkvæmdir standa nú yfir í Bifröst sem vonir stóðu til að yrðu yfirstaðnar fyrir áætlaðan frumsýningardag.
Meira

Óstarfhæft slökkvilið á Hofsósi og ónýtur slökkvibíll í Varmahlíð

Í skýrslu sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gaf út sl. mánudag um stöðu slökkviliða á Íslandi má ráða að hún sé frekar bágborin hjá flestum stöðvum á Norðurlandi vestra. Í landshlutanum eru rekin fjögur slökkvilið; Brunavarnir Skagafjarðar, Slökkvilið Skagastrandar, Brunavarnir Austur-Húnvetninga og Brunavarnir Húnaþings vestra.
Meira

Norskir fyrirlesarar kynna á Hólum rannsókn sína um hross í umferð og hættur á vegum

Á morgun, fimmtudaginn 6. október, verður haldinn fyrirlestur heima á Hólum þar sem norskt rannsóknarfólk mun kynna niðurstöður sínar úr rannsókn sem það gerði vegna hesta og öryggi knapa í umferðinni. Einnig verða tryggingamál og reglur sem gilda fyrir umferðarslys í tengslum við hesta og önnur dýr.
Meira

Fullnægjandi gæði neysluvatnsins á Hofsósi

Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra kemur fram að sýni staðfesti að gæði neysluvatnsins á Hofsósi séu fullnægjandi. „Það er því ekki nein þörf á því lengur að sjóða neysluvatnið á Hofsósi.“
Meira

Gul veðurviðvörun í kortunum

Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra en þar ríkir allhvöss norðanátt samfara mikilli rigningu á láglendi en slyddu eða snjókomu á fjallvegum þar sem búast má við erfiðum akstursskilyrðum og á það t.d. við um Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði. Þá má búast við vexti í ám og lækjum og auknum líkum á skriðuföllum og grjóthruni þar sem það á við. Á vef Vegagerðarinnar segir að krapi sé á Holtavörðuheiði, snjóþekja á Þverárfjalli og hálkublettir á Öxnadalsheiði og Vatnsskarði.
Meira

Háskólinn á Hólum eykur samstarf við aðra háskóla

Sem lítill, en framsækinn háskóli hefur Háskólinn á Hólum beitt sér fyrir auknu samstarfi við aðra háskóla. Með því er hægt að samnýta styrki skólanna og minnka kostnað beggja aðila. Fyrsta samstarfsverkefnið í þessari umferð var á sviði mannauðsráðgjafar. Þar sáu bæði Háskólinn á Hólum og Listaháskóli Íslands möguleika á að bæta þjónustu til starfsmanna sinna með samstarfi á milli skólanna. Því ákváðu skólarnir að ráða í nýja stöðu, þar sem skólarnir deila mannauðsráðgjafa.
Meira