Skemmtileg norðlensk tenging fylgdi góðri gjöf í Portúgal
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
12.10.2022
kl. 14.06
Íslenska kvennalandsliðið spilaði við lið Portúgals í Pacos de Ferreira í Portúgal í gær í umspilsleik þar sem sæti á HM kvenna næsta sumar var í húfi. Eftir smá dómaraskandal náðu heimastúlkurnar yfirhöndinni í leiknum og sigruðu 4-1 eftir framlengdan leik. Feykir ákvað að senda ekki blaðamann á leikinn en það gerði Vísir. Í frétt í morgun var sagt frá því að einn stuðningsmanna íslenska liðsins, Elísabet Ólafsdóttir, leikmaður á eldra ári í 5. flokki KR, hafi fengið góða gjöf í flugstöðinni eftir leik og flaug heim með stjörnur í augum.
Meira