Skagafjörður

Saga hrossaræktar – félagskerfið, þriðja grein :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var fjallað allítarlega um hrossaræktarsamböndin og starfið innan þeirra en það var auk umsvifamikils stóðhestahalds töluvert og þá að mestu í tengslum við búnaðarsamböndin og landsráðunautanna í hrossarækt, s.s. söfnun og frágangur folaldaskýrslna, aðkoma að sýningahaldi o.fl. Samstarfsvettvangur þeirra, Hrossaræktarsamband Íslands, nýttist og verulega þegar unnið var á sínum tíma að skilgreiningu dómskalans, stigunarkvarðanum, sem tekin var upp formlega árið 1990.
Meira

Skólaslit FNV 2022

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 43. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 27. maí 2022. Í þetta skiptið að viðstöddu fjölmenni í fyrsta sinn í tvö ár. Alls voru gefin út 125 prófskírteini.
Meira

Útgáfu brautskráningarskírteina HÍ í tilteknum heilbrigðisgreinum flýtt

Háskóli Íslands hefur fallist á ósk heilbrigðisráðuneytisins um að flýta útgáfu brautskráningarskírteina þeirra nemenda í læknis- hjúkrunar- og lyfjafræði sem útskrifast í vor. Þetta er gert svo unnt sé að afgreiða starfsleyfi þessara stétta sem fyrst.
Meira

Norðanátt hlýtur 20 millj. króna styrk

Nýverið var undirrituð samstarfsyfirlýsing milli SSNV, SSNE, Eims og umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins um Norðanátt, verkefni sem styður við nýsköpun með áherslu á loftlagsmál og hringrásarhagkerfið. Um er að ræða stuðning í gegnum Sóknaráætlanir landshlutanna.
Meira

Sjaldséðir fuglar á Norðurlandi :: Bleshæna og hvítur hrossagaukur

Fágætir og sjaldséðir fuglar á Íslandi hafa prýtt forsíðu Feykis síðustu tveggja blaða en þar voru á ferðinni bleshæna við Blönduós, sem Höskuldur Birkir Erlingsson náði að mynda, og hvítur hrossagaukur sem Elvar Már Jóhannsson fangaði á mynd við Hofsós.
Meira

Viðhald á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki - Hlaupabraut lokuð

Þessa dagana stendur yfir viðhald á hlaupabrautinni á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki, þar sem verið er að mála hlaupbrautinar.
Meira

Bláturnablús Gillons á vínyl

Út er komin á vínyl 5. breiðskífa Gillons (Gísla Þórs Ólafssonar), Bláturnablús. Platan var tekin upp í Stúdíó Benmen undir handleiðslu Sigfúsar Arnars Benediktssonar 2020-2021 og gefin út rafrænt þann 22. febrúar síðastliðinn.
Meira

Golf í Skagafirði

Kylfingar taka fram kylfurnar með hækkandi sól. Hlíðarendavöllur heillar á Nöfunum. Þar er gott að vera í góðum félagsskap, njóta náttúrufegurðar, kyrrðar og góðrar íþróttar. Félagar í GSS eru þar á sælureit en gestir eru ávallt velkomnir.
Meira

Gullkorn frá Murr og þrjú góð stig í hús

Stólastúlkur spiluðu þriðja heimaleik sinn í Lengjudeildinni í kvöld, enn einn leikurinn í ísköldum maímánuði og stuðningsmenn flestir frosnir við stúkuna. Í kvöld mættu Haukar úr Hafnarfirði í heimsókn og reyndist leikurinn ekki sérlega rismikill. Kannski var smá skjálfti í heimastúlkum eftir tap heima gegn HK í síðustu umferð, í það minnsta var fátt um færi framan af leik en eitt gullkorn frá Murr dugði til sigurs. Lokatölur 1-0.
Meira

Roðleður sigrar Norðansprotann 2022

Lokaviðburður Norðansprota 2022 fór fram föstudaginn 20. maí í Háskólanum á Akureyri. Þar var leitað að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands á sviði matar, vatns og orku.
Meira