Skagafjörður

Stefnt að því að styrkja bæði karla- og kvennalið Tindastóls fyrir átökin framundan

Senn lokar leikmannaglugginn í íslenska fótboltanum og ljóst að Tindastóll hefur stefnt að því að styrkja bæði karla- og kvennalið félagsins fyrir átökin framundan. Feykir hafði samband við Donna Sigurðsson, þjálfara beggja liða, og spurði hann út leikmannamálin og hvort hann hafi verið sáttur við úrslit helgarinnar hjá sínum liðum.
Meira

Sjö mörk skoruð í dag og álagið full mikið fyrir vallarkynninn

Lið Tindastóls tók á móti köppum í Knattspyrnufélagi Ásvöllum úr Hafnarfirði í 4. deildinni í dag í glampandi sól á Sauðárkróksvelli. Yfirburðir heimamanna voru talsverðir en gestunum til hróss má segja að þeir hafi spriklað eins og nýveiddir laxar í síðari hálfleik og tekist að trufla Tindastólsmenn við að draga inn stigin þrjú sem í boði voru. Það dugði þó skammt því Stólarnir unnu 5-2 sigur og sennilega má segja að þeir hafi tryggt sér eitt af tveimur efstu sætunum í B-riðli í leiðinni.
Meira

Sterkt lið Fylkis náði í stig gegn Stólastúlkum

Lið Tindastóls og Fylkis mættust í Lengjudeild kvenna á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi og úr varð spennuleikur eins og jafnan hjá Stólastúlkum í sumar. Liðið kom örlítið laskað til leiks en Aldís María og Hrafnhildur gátu ekki hafið leik. Á meðan að lið heimastúlkna er í toppbaráttunni hafa Árbæingar verið í tómu ströggli í sumar en hafa nú styrkt lið sitt og verið að næla í stig í síðustu umferðum, m.a. jafntefli gegn HK. Það fór svo í gær að liðin skiptust á jafnan hlut, lokatölur 1-1.
Meira

Ég fæ gjarnan innblástur af litum úr náttúrunni

Margrét Aðalsteinsdóttir býr á Sauðárkróki og hef verið þar í bráðum 30 ár en er fædd og uppalin á Akureyri. „Maðurinn minn, Örn Ragnarsson er Króksari og 1993 fluttum við í Skagafjörðinn. Við eigum fjögur uppkomin börn og tvö barnabörn. Ég er hjúkrunarfræðingur og starfa í Árskóla og einnig á heilsugæslunni hér“ segir Margrét.
Meira

Claudia Valetta kemur til Stólastúlkna frá Ástralíu

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Claudiu Valletta um að leika með Tindastóli út tímabilið en hún er Áströlsk en er einnig með vegabréf frá Möltu. Claudia er fædd árið 2003 en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún mikla reynslu.
Meira

Árskóli á Tenerife

Laugardaginn 4. júní lagði 94 manna hópur frá Árskóla/tónlistarskólanum í náms- og kynnisferð til Tenerife. í hópnum voru 66 starfsmenn, þrír starfsmenn FNV og 25 makar. Þessar ferðir eru fastur þáttur í starfsemi Árskóla sem varð til 1998 við sameiningu Barna- og Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki. Þá var strax sett á stefnuskrána að nýta endurmenntunarsjóði stéttarfélaganna til þess að kynnast öðrum skólum bæði innanlands og erlendis.
Meira

Malbikað á Króknum

Sumarið er tíminn og þá ekki síst til að malbika. Á dögunum var malbikað á Skagaströnd en nú er verið að malbika á Sauðárkróki. Á fésbókarsíðunni sívinsælu, Skín við sólu, stendur Ómar Bragi vaktina og hann skellti inn mynd af malbikunarframkvæmdum í nýjustu götunni á Króknum, Nestúni, en þar er einnig búið að taka nokkra grunna og allt að gerast.
Meira

Nýútkomin bók Jóhanns F.K. Arinbjarnarsonar

Nú í júní kom út bókin ÓGNAREÐLI – GLÆPSAMLEG ÁSTARSAGA eftir rithöfundinn og Húnvetningurinn Jóhann F.K. Arinbjarnarson. Bókin ÓGNAREÐLI – GLÆPSAMLEG ÁSTARSAGA er sannkallaður sumarsmellur og hentar vel í hvaða tjaldvagn, hjólhýsi eða sumarbústað sem er.
Meira

Edda Björg gæti alveg hugsað sér að verða rithöfundur

Lífið er fullt af leikjum og nú á meðan á EM2022 í knattspyrnu fer fram hefur staðið yfir súpereinfalt og skemmtilegt átak fyrir krakka undir yfirskriftinni Tími til að lesa. Þátttakendur gerðu samning um að lesa heilan helling meðan á keppninni í Englandi stendur og skrifa fullt af skemmtilegum boltasögum. Nú í vikunni fékk Edda Björg Einarsdóttir, tíu ára (en alveg að verða ellefu), frá Syðra-Skörðugili í Skagafirði, óvænt símtal frá Gunna Helga, uppáhalds rithöfundinum sínum. Hann tilkynnti henni að hún væri sigurvegari í sögukeppni Tíma til að lesa og vinningurinn var ekki af verri endanum – ferð á landsleik með íslenska kvennalandsliðinu.
Meira

Dögun nýtir styrk Orkusjóðs til að minnka kolefnisspor

Eins og fram kom í frétt hér á Feykir.is fékk Dögun 20 milljóna styrk frá Orkusjóð. Dögun mun nýta þann styrk til að skipta út olíukatli sem er notaður til að keyra sjóðarann og fleiri tæki sem nýtt eru í framleiðslu Dögunar. Í staðinn kemur nýr rafmagnsketill, er þetta gert til að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti og nota í staðinn endurnýjanlega íslenska orku.
Meira