Skagafjörður

Kaldavatnið á Hofsósi komið í lag

Niðurstöður sýnatöku neysluvatns á Hofsósi sýna að vatnið er hreint. Þetta kemur fram á heimasíðu Skagafjarðarveitna.
Meira

Kveðja til íbúa Fjallabyggðar

Karlmaður var stunginn til bana á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags og er þrennt í gæsluvarðhaldi í kjölfarið; tvær konur og einn karl. Í yfirlýsingu frá bæjarstjóra Fjallabyggðar, Sigríði Ingvarsdóttur, kemur fram að samfélagið sé harmi slegið í kjölfar atburðarins. Nágrannasveitarfélögin Skagafjörður og Dalvíkurbyggð hafa fyrir hönd íbúa sent innilegar samúðarkveðjur til íbúa Fjallabyggðar.
Meira

Stúlkan með lævirkjaröddina lést þann 25. september

Erla Þorsteinsdóttir söngkona er látin 89 ára að aldri. Hún lést á hjúkrunarheimili í Holbæk Danmörku þann sl., þekkt sem stúlkan með lævirkjaröddina. Söngferill hennar spannaði hins vegar aðeins fimm ár en hún hætti að syngja 26 ára gömul til að sinna eiginmanni og fjölskyldu. Eiginmaður Erlu var Poul Dancell, látinn 1989, og eignuðust þau fjögur börn Paul, Evu Ingibjörgu, Stefan Thorstein og David Konrad. Synirnir þrír eru allir búsettir í Danmörku en dóttirin býr í Hollandi.
Meira

Brúðuleikhús er hreint alls ekki bara fyrir börn :: Alþjóðlega brúðulistahátíðin á Hvammstanga

Um næstu helgi fer fram alþjóðlega brúðulistahátíðin HIP Fest (Hvammstangi International Puppetry Festival). Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin fer fram en hún hefst föstudaginn 7. október og stendur fram á sunnudag 9. október. Mikilvægt að mynda góð tengsl við þessa erlendu listamenn upp á framtíðar samvinnu, segir Greta Clough.
Meira

Bjarni væntir þess að sem flestir þingmenn NV kjördæmis leggist á árarnar í varaflugvallarmálinu

„Það er vaxandi stuðningur við varaflugvöll á Sauðárkróki, bæði í samfélaginu og meðal þingmanna,“ segir Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, í samtali við Feyki en hann lagði á dögunum fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að gerð verði ítarleg athugun á kostum þess að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, er meðflutningsmaður.
Meira

Tap gegn Ármanni eftir hörkuleik

Lið Ármanns og Tindastóls mættust í hörkuleik í 1. deild kvenna í körfubolta en lið heimastúlkna var aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild í vor, vann deildina en tapaði fyrir ÍR í fimm leikja seríu um sætið í Subway-deild kvenna. Það mátti því búast við erfiðum leik í gær en leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik en í þeim síðari náði Ármann undirtökunum. Stólastúlkur gáfu þó ekkert eftir, komust yfir þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka, en endaspretturinn var Ármanns. Lokatölur 78-66.
Meira

Ljúffengir fiskréttir - hugmyndir fyrir kvöldmatinn í kvöld

Það er sunnudagur í dag og þá vill oftar en ekki vera eitthvað létt í matinn eftir mikið helgarát. Þá er tilvalið að leita uppi ljúffenga fiskrétti sem vonandi einhverjir geta nýtt sér við eldamennsku í kvöld.
Meira

Elska að kenna og búa til hluti

Ég er þriggja barna móðir og starfa sem grunnskólakennari í Árskóla þar sem ég kenni textílmennt og ensku. Ég elska að hjóla úti með hundinn minn og almennt alla hreyfingu en helst í náttúrunni þar sem ég er mikið náttúrubarn. Það gefur mér mikið að geta starfað með börnum að skapa hluti, þó það sé með textílefnum, þá legg ég mikið upp úr endurvinnslu og endurnýtingu í saumastofunni sem sést kannski svolítið á því handverki sem krakkarnir eru að koma með heim úr skólanum. Ég hef nú búið hér í 20 ár, flutti hér Skagafjörðinn 2002 og er það honum Magga í Hestasport að þakka að ég er hér nú því hann var minn fyrsti vinnuveitandi í firðinum þar sem ég kynnti íslenska hestinn fyrir erlendum ferðamönnum.
Meira

Matgæðingar í tbl 27 - Heimagerðar kjötbollur og djöflakaka

Matgæðingar vikunnar í tbl 27, 2022, voru Freyja Fannberg Þórsdóttir og Páll Ísak Lárusson og búa þau á Ytra-Skörðugili 1. Þau hafa búið í Skagafirði í rúm tvö ár en í ágúst, í fyrra, fluttu þau í nýja húsið sitt.
Meira

Maður varð að manni :: Áskorendapenni Páll Jens Reynisson - Vest- og Skagfirðingur

Ég fór með Siva bróður í Fjölbrautarskólaskóla Norðurlands vestra (FNV) haustið 1999. Maður hafði ekki miklar væntingar í tilverunni og ég nennti ekki að læra! En þegar ég útskrifaðist haustið 2002 höfðu draumar kviknað í Skagafirði sem eru enn að rætast. Eins og Jón Marz sagði: ,,Maður varð að manni“.
Meira