Skagafjörður

Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ræða meirihlutasamstarf á Norðurlandi vestra

Samningaviðræður um meirihlutasamstarf ganga vel í sveitarfélögunum þremur á Norðurlandi vestra þar sem á annað borð þarf að mynda meirihluta. Þar eru í öllum tilfellum Framsóknarflokkur og Sjálfstæðismenn sem ræða samstarf auk óháðra þar sem það á við.
Meira

Rostungurinn á Hvammstanga

Fréttatilkynning frá Selasetri Íslands og Náttúruminjasafni Íslands
Meira

Kynning á sjálfsævisögu Bíbíar

Fram kemur í húnahorninu að á mánudaginn 30. maí klukkan 17 fer fram kynning í Félagsheimilinu á Blönduósi á rannsóknaverkefninu og sjálfsævisögunni Bíbí í Berlín.
Meira

Boltinn féll ekki fyrir Stólana í kvöld og Valsmenn tóku titilinn | UPPFÆRT

Það er ekki laust við að það hafi verið nokkur þreytubragur á liðum Vals og Tindastóls þegar þau áttust við í hreinum úrslitaleik í Origo-höllinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi lengstum, Stólarnir flugu úr startholunum en síðan fóru skotin að geiga og Valsmenn, með Hjálmar Stefánsson í ofurformi, komust inn í leikinn. Jafnt var í hálfleik, 36-36, en í síðari hálfleik fór sóknarleikur beggja liða að hökta verulega og lítið skorað. Einu stigi munaði fyrir lokafjórðunginn en þá var eins og orkan væri meiri í heimaliðinu sem náði yfirhöndinni og náði í sigurinn. Lokatölur 73-60 og til hamingju Valsmenn!
Meira

Kiwanisklúbburinn Freyja selur K lykilinn

Landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar „Lykill að lífi“ stendur nú yfir með sölu á K lyklinum. Kiwanisklúbburinn Freyja á Sauðárkróki stendur vaktina í Skagfirðingabúð í dag til klukkan 18 og á morgun bætist Hlíðarkaup við en þá verður selt á milli klukkan 16-18.
Meira

Markaður í Ljósheimum í dag

Í dag klukkan til klukkan 18:00 er markaður í ljósheimum frá Cosmo Kringlunni.
Meira

Rabb-a-babb 209: Selma Hjörvars

Nafn: Selma Hjörvarsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Fædd og uppalin í Reykjavík en segist alltaf vera að vestan. Pabbi (Hjörvar Óli Björgvinsson)var fæddur og uppalinn á Grímsstaðarholtinu en mamma (Bára Freyja Ragna Vernharðsdóttir) í Fljótavík á Hornströndum. Á mikið af skyldfólki fyrir vestan og ræturnar sterkar þangað. Við Tommi bjuggum svo fyrir vestan í 10 ár þannig að Vestfirðirnir kalla alltaf á mig. Ég á sex systkini sem eru dreifð um Ísland, Noreg og Svíþjóð. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Ryan Reynolds, Miriam Margolyes og Sandra Bullock. Held að það væri bara rosalega skemmtileg blanda af skemmtilegu fólki.
Meira

Umhverfisdagurinn í Skagafirði á laugardaginn

Umhverfisdagurinn í Skagafirði verður haldinn nk. laugardag, 21. maí og að sögn Ingibjargar Huld Þórðardóttur, formanns umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar, verður hann tileinkaður útivist og umhverfisvitund. „Allir eru hvattir til að fara út og njóta þess sem Skagafjörður hefur uppá að bjóða,“ segir Inga Huld.
Meira

Upp á topp með Tindastól! - Létt upphitun með stuðningsmannasöngvum.

Það er ekki laust við að spenningur sé allsráðandi hjá körfuboltaunnendum í dag þar sem úrslitaleikur Subway deildarinnar fer fram í Origo-höllinni á Hlíðarenda í Reykjavík fyrir sunnan. Varla þarf að minna á að þarna takast á lið Tindastóls og Vals í körfuboltanum og fer sigurliðið heim með Íslandsmeistarabikarinn. Af því tilefni dustum við rykið af þekktum stuðningsmannalögum Stólanna.
Meira

Beðið eftir oddaleik Tindastóls og Vals

Mikil röð hefur myndast ,við íþróttahúsið á Sauðárkróki, útaf miðasölu á oddaleik Tindastóls og Vals
Meira