Raunveruleikatékk í Síkinu þegar Njarðvík sótti stigin
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
27.01.2023
kl. 09.59
Það reyndist boðið upp á örlítið raunveruleikatékk í Síkinu í gær þegar Tindastólsmenn tóku á móti spræku liði Njarðvíkinga. Ekki vantaði eftirvæntinguna og vonarneistann í glaðværa og dugmikla stuðningsmenn Stólanna en að þessu sinni náðu þeir ekki alveg að kveikja neistann í sínum mönnum í fyrsta heimaleik liðsins undir stjórn Pavel Ermolinski. Lið Njarðvíkur, sem er eitt af þremur bestu liðum Subway-deildarinnar sem stendur, reyndist sterkari aðilinn í leiknum og gátu eiginlega ekki annað en unnið leikinn miðað við gjafirnar sem vörn Stólanna færði þeim ítrekað. Lokatölur 86-94.
Meira
