Skagafjörður

Sjóða ber neysluvatnið á Hofsósi

Staðfest hefur verið að sýni sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra tók á Hofsósi, innihéldi Escherichia coli (E. coli) gerla í talsverðu magni eða 140/100ml og ráðleggur Heilbrigðiseftirlitið, í samráði við Matvælastofnun MAST, að neysluvatnið á Hofsósi, sé soðið fyrir neyslu.
Meira

Áttatíu stunda nám í fiskeldi við Háskólann á Hólum

Fjallað var um þá miklu aukningu sem orðið hefur í nemendafjölda í fiskeldi við Háskólann á Hólum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku en þar stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Háskólinn á Hólum í forystuhlutverki, segir í frétt á heimasíðu skólans.
Meira

Þekkir þú krakka í 6. og 7. bekk?

Þá væri gaman að kanna hvort þeir hafi ekki áhuga á að taka þátt í Krakkakviss því Stöð 2 leitar nú að krökkum á aldrinum 11 og 12 ára (6. og 7. bekk) til að taka þátt í nýrri þáttaröð.
Meira

Tíu nýsköpunarteymi á Norðurlandi valin í Vaxtarrými

Tíu kraftmikil nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem mun hefja göngu sína 3. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðanátt*.
Meira

Tæpur 29 milljóna króna halli á HSN

Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) var haldinn fimmtudaginn 22. september sl. þar sem kynntar voru helstu niðurstöður rekstrarársins 2021. Helstu niðurstöður rekstrarársins eru að stofnunin var rekin með.
Meira

Ertu með hugmynd? Auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki í þrjá flokka vegna ársins 2023: Atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrki, verkefnastyrki á menningarsviði og stofn- og rekstrarstyrki á menningarsviði. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þriðjudaginn 1. nóv. nk.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd á morgun

Opið hús verður hjá Nes listamiðstöð að Fjörubraut 8 á Skagaströnd á morgun, 27. september. Tíu listamenn víða að úr heiminum hafa stundað list sína á Skagaströnd undanfarið og bjóða öllum sem vilja að kíkja á hvað búið er að skapa í norðrinu.
Meira

„Algert lykilatriði að vera í samstarfi“

2. flokkur kvenna Tindastóls/Hvatar/Kormáks spilaði við Reykjanesúrvalið (RKVG) á Sauðárlróksvelli síðastliðinn föstudag. Leikurinn var hress og skemmtilegur á að horfa og fór fram við fínar aðstæður. Tvívegis náði heimaliðið forystunni en gestirnir jöfnuðu og stálu svo stigunum, sem í boði voru, undir lok leiksins. Lokatölur því 2-3.
Meira

Skagfirðingar börðust í íþróttahúsinu í Mosó

Það var víst mikil Skagfirðingarimma háð í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ í hádeginu í dag en þá áttust við lið Aftureldingar og Tindastóls í 8. flokki stúlkna í körfubolta. Í færslu Rúnars Birgis Gíslasonar, Varmhlíðings að fornu en núverandi Mosfellings, á Skín við sólu, segir að í það minnsta fjórar stúlkur í liði Aftureldingar eigi skagfirska foreldra. Feykir kannaði aðeins málið.
Meira

Vatnamýs gera vart við sig í Skagafirði

Margt skemmtilegt er hægt að finna í náttúrunni og sitthvað sem leynist við fætur manns án þess að gaumur sé að því gefinn. Á dögunum fóru systkinin Viktoría Ýr, Elísabet Rán og Jón Konráð Oddgeirsbörn í Keflavík í Hegranesi með afa sínum, Jóhanni Má Jóhannssyni, í fjöruferð á Garðssandinn og veittu athygli litlum hnoðrum, innan um rekinn þaragróður.
Meira