Skagafjörður

Of ung til að fá bókasafnsskírteini

Ég flutti á Sauðárkrók í sumar og lagði fljótlega leið mín á bókasafn bæjarins. Með í för voru börnin tvö, eins og fjögurra ára. Eldra barnið var spennt að fá að velja sér bók en þegar kom að því að fá bókasafnsskírteini til að geta fengið hana lánaða kom babb í bátinn.
Meira

Arnar Geir valinn í úrvalsdeildina í pílukasti

Arnar Geir Hjartarson, leikmaður Pílu og bogfimideildar Tindastóls, er í hópi 16 pílukastara sem hafa verið valdir til að taka þátt í úrvalsdeildinni í pílukasti 2022 sem hefst á miðvikudaginn. Spilað verður á Bullseye, Snorrabraut 34 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í haust. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir Arnar að vera valinn og frábært fyrir píluna á Sauðárkróki. Líka þar sem Pílan er tiltölulega nýtt sport á Króknum,“ skrifar Indriði Ragnar Grétarsson formaður á Facebooksíðu deildarinnar.
Meira

Söfnun og sáning á birkifræi 2022

Verkefnið Söfnun og sáning á birkifræi er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Skógræktarinnar og hófst árið 2020. Að baki verkefninu stendur öflugur samstarfshópur fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka ásamt stofnununum tveimur. Nú í haust verður enn efnt til söfnunar og sáningar á birkifræi. Til þess að vel takist til er þátttaka almennings lykilatriði.
Meira

Menningarglíma eðlisfræðinema :: Áskorandinn Gunnar Sigurðsson - brottfluttur Króksari

Gunnar Þórðarson afi minn stóð vaktina í lögreglunni á Sauðárkróki með Jóni frá Fagranesi um árabil. Áratugum síðar kynntist ég Jóni Marz, afabarni hans, á skólabekk í FNV. Skemmtileg tilviljun að við höfum báðir nafnið frá öfum okkar. Ég þakka honum fyrir að draga mig út á ritvöllinn og vona að sama skapi að lesendur fyrirgefi honum.
Meira

Það er nauðsyn að eiga a.m.k. eina góða íslenska lopapeysu og góða ullarsokka

Álfhildur Leifsdóttir frá Keldudal, býr á Sauðárkróki og er kennari við Árskóla ásamt því að vera sveitarstjórnarfulltrúi. Það mætti segja að hún sé prjónasjúk, henni er eiginlega ekki rótt nema hún eigi garn í næsta verkefni þó nokkur séu mismunandi verkefnin á prjónum nú þegar. Síðastliðið ár gaf margar prjónastundir vegna Covid og til gamans hélt hún betur en áður um afrakstur prjónaársins. Það urðu til 66 flíkur af öllum stærðum og gerðum og í þær fóru tæplega 17 kílómetrar af garni.
Meira

„Stærsta ógn heilbrigðiskerfisins í dreifbýli er mönnunarvandinn“

Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnunum okkar á Norðurlandi vestra undanfarin ár, líkt og víðast hvar í veröldinni eftir baráttu við heimsfaraldur kórónuveirunnar illvígu. Veiran hefur að líkindum ekki sagt sitt síðasta en svo virðist sem nú hafi tekist að temja hana að einhverju leyti. Í tilefni af því hafði Feykir samband við Örn Ragnarsson sem er framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) en undir hann falla m.a. lækningar, rannsóknarstofur, röntgen, sjúkraflutningar og sálfélagsleg þjónusta. Að hluta starfar Örn svo sem heimilislæknir á Sauðárkróki.
Meira

Bjartsýn á að september verði áfram mildur og góður :: Veðurklúbbur Dalbæjar

Höfuðdagurinn 29. ágúst bar þó nokkuð á góma á fundi Veðurklúbbs Dalbæjar, sem að þessu sinni var haldinn 6. september sl., en hann mun hafa eitthvað að segja um veðurfar komandi vikna.
Meira

Feykir mælir með þessum partýkræsingum

Ef þú ætlar að halda upp á partý í kvöld þá eru þessar kræsingar eitthvað sem þú ættir að bjóða upp á.
Meira

Stórmeistarajafntefli á Króknum en FH-liðið fór heim með bikarinn

Frábærri keppni í Lengjudeild kvenna lauk í kvöld en þá var heil umferð spiluð. Toppliðin tvö sem þegar höfðu tryggt sér sæti í Bestu deildinni að ári mættust á Sauðárkróksvelli í bráðskemmtilegum baráttuleik. Fisk Seafood bauð stuðningsmönnum liðanna á völlinn og alls ekki víst að það hafi fleiri mætt á fótboltaleik á Króknum áður. Lið FH hafði stigs forskot á Stólastúlkur fyrir leikinn og því ljóst að heimaliðið þurfti sigur ætluðu þær sér Lengjudeildartitilinn. Niðurstaðan varð hins annað jafntefli liðanna í sumar, að þessu sinni 2-2, og FH fagnaði því í leikslok.
Meira

Sveitarstjórnarkonur flagga fyrir meistaraflokki kvenna

Það er stór dagur í knattspyrnuheiminum í dag, alla vega í hugum margra Norðlendinga, þar sem baráttan um efsta sætið í Lengjudeildinni fer fram og þar með sigur í deildinni. Af því tilefni tóku nokkrar galvaskar konur úr sveitarstjórn Skagafjarðar það að sér, fyrir hönd sveitarstjórnar, að flagga fyrir stelpunum á ljósastaurum Skagfirðingabrautar við íþróttasvæðið.
Meira