Íþróttamannvirki í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
11.05.2022
kl. 09.29
Uppbygging íþróttamannvirkja er mikið hagsmunamál fyrir íbúa Skagafjarðar. Hér hefur á liðnum árum og áratugum verið staðið myndarlega á bak uppbyggingu slíkra mannvirkja og er skemmst að minnast nýs upphitaðs gervigrasvallar á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki, uppbyggingu glæsilegs landsmótssvæðis hestamanna á Hólum í Hjaltadal, nýrrar lyftu og snjótroðara á skíðasvæðinu í Tindastóli, gagngerra endurbóta á sundlaug Sauðárkróks, auk fyrirhugaðra áforma um byggingu nýs íþróttahúss á Hofsósi og lagfæringa á íþróttavelli í Varmahlíð.
Meira