Skagafjörður

Áskorandapenninn - Að búa í Reykjavík

Í ár markar þau merkilegu tímamót að það eru 20 ár frá því ég flutti frá Sauðárkróki til Reykjavíkur. Finnst eins og það hafi verið í gær að ég var sveittur tölvunörd spenntur að fá að taka þátt í hasarnum og gleðinni sem fylgir því að búa í Reykjavík. Í dag, 20 árum seinna, er ég ekki sveittur tölvunörd heldur miðaldra, þybbinn og sveittur tölvunörd (vildi óska þess að ég hefði farið eftir predikunum hans Árna Stef um mikilvægi hreyfingar þegar ég var í skóla).
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Á vef Veðurstofun Íslands kemur fram að gul viðvörun er í gildi fyrir stóran hluta landsins, þar á meðal á Ströndum og Norðurlandi vestra.
Meira

Kaldavatnslaust á Hofsósi í dag

Fram kemur á vef Skagafjarðar að Kaldavatnslaust verður á Hofsósi í dag eftir hádegi og fram eftir degi vegna endurnýjunar á kaldavatslokum í götum.
Meira

Óx fær Michelin-stjörnu

Brottflutti skagfirðingurinn Þráinn Freyr Vigfússon, einn eigenda veitingastaðarins Óx í Reykjavík, tók nú á dögunum við hinni eftirsótti Michelin-stjörnu fyrir hönd veitingastaðarins.
Meira

Seiglusigur Stólastúlkna í slagveðursslag í Grindavík

Stólastúlkur sóttu sigur á Suðurnesið í kvöld þegar þeir sóttu lið Grindvíkinga heim. Lið Grindvíkinga var í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar fyrir leikinn en Tindastóll í þriðja. Staðan á toppi deildarinnar er hrikalega jöfn og spennandi og ljóst að liðin mega lítið misstíga sig. Það gerðu Stólastúlkur að sjálfsögðu ekki og gerðu tvö mörk á lokakafla leiksins og útslitin því 0-2.
Meira

Starf forstjóra Byggðastofnunar auglýst

Í gær var auglýst laust til umsóknar starf forstjóra Byggðastofnunar. Snemma á árinu var Aðalsteinn Þorsteinsson, þáverandi forstjóri Byggðastofnunar, settur forstjóri Þjóðskrár Íslands tímabundið. Samtímis var Arnar Már Elíasson settur tímabundið í embætti forstjóra Byggðastofnunar en hann var áður staðgengill forstjóra. Í vor var Aðalsteinn síðan skipaður skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu og mun þar af leiðandi ekki hverfa aftur til Byggðastofnunar.
Meira

Húnavaka rétt handan við hornið

Nú styttist í Húnavöku og dagskráin komin út. Á dagskrá eru bíngó til styrktar meistaraflokks Kormáks/Hvatar, myndlistasýningin FLÓI, Veltibíllinn í boði Sjóvá, bókamarkaður og glæsileg fjölskyldudagskrá.
Meira

Sjónhorni og Feyki seinkar

Af óviðráðanlegum ástæðum seinkar útgáfu Sjónhornsins og Feykis í þessari viku og eru áhangendur, auglýsendur og áskrifendur beðnir afsökunar á því. Miðlarnir fara að öllum líkindum í dreifingu á morgun, fimmtudag, og ættu því allflestir á drefingarsvæðinu að vera komnir með Sjónhornið í hendur fyrir helgi eins og vanalega.
Meira

Hundur féll tæpa 20 metra niður í grýtta urð

Um klukkan 18:50 í gærkvöldi var björgunarsveitin í Skagafirði kölluð út. Hundurinn Þoka, hundur Steinars Gunnarssonar, hafði þá hætt sér of nærri klettabrún við Gönguskarðsána og fallið fram af klettinum niður tæpa 20 metra í gilið og lent í grýttri urð, rann hún þar niður að flæðarmáli.
Meira

KRISTNIBOÐSMÓTIÐ Á LÖNGUMÝRI Í SKAGAFIRÐI 8. - 10. JÚLÍ 2022

Mótið hefst föstudaginn 8. júlí, kl. 21:00. Fjölbreytt dagskrá alla helgina! Laugardaginn kl. 17:00 verður kristniboðssamkoma Sunnudag kl. 11:00 verður messa í Glaumbæjarkirkju. Predikari er Leifur Sigurðsson kristniboði.
Meira