Dom Furness og David Romay ráðnir í þjálfarateymi Tindastóls
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.01.2023
kl. 13.57
Það styttist óðum í að alvaran hefjist hjá knattspyrnufólki. Karla- og kvennalið Tindastóls taka nú þátt í Kjarnafæðismótinu þar sem þau lið hér norðanlands sem ná í lið taka þátt. Í byrjun febrúar hefst síðan Lengjubikarinn hjá stelpunum en strákarnir hefja leik í byrjun mars. Lengjubikarinn er aðal undirbúningsmótið fyrir Íslandsmótin en fyrsta umferðin í Bestu deild kvenna fer fram síðustu helgina í apríl. Það er því eins gott að hefja undirbúning sem fyrst og nú hefur verið gengið frá ráðningu þjálfara karlaliðsins og markmannsþjálfara beggja liða.
Meira
