Skagafjörður

Skagafjörður á tímamótum

Íbúar Skagafjarðarhéraðs ganga nú til kosninga, sameinað í einu sveitarfélagi. Það mun því skipta máli að hafa í forsvari reynslumikið og öflugt sveitarstjórnarfólk. Sem hefur sýnt að það nær árangri.
Meira

Stólarnir buðu upp á hnallþórur í Síkinu | UPPFÆRT

Tindastóll og Valur mættust í öðrum leiknum í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Síkinu í kvöld. Að venju var stemningin í ruglinu og Tindastólsmenn voru vel tengdir, náðu strax yfirhöndinni í leiknum og litu aldrei til baka. Strákarnir okkar leiddu með 19 stigum í hálfleik, 53-34, og náðu mest 24 stiga forystu í þriðja leikhluta. Valsmenn náðu muninum niður í tíu stig en Stólarnir náðu vopnum sínum á ný og með Pétur í algjöru eðalformi þá tóku þeir sigurinn. Lokatölur 91-75.
Meira

Vel heppnaður umhverfisdagur FISK Seafood

Gríðargóð þátttaka var á umhverfisdegi FISK Seafood sem fram fór síðastliðinn laugardag í Skagafirði enda hafði fyrirtækið heitið tíu þúsund krónum á hvern þátttakenda sem rynni inn á reikning aðildarfélags eða deildar innan UMSS sem hver óskaði eftir.
Meira

Síkið – er staðurinn!

ÞAÐ ER LEIKUR Í KVÖLD! Síkið er heimavöllur Tindastóls í körfunni. Andstæðingar Stólanna segja erfitt – en gaman – að mæta í Síkið, enda vanalega vel mætt á pallana og þegar mikið er undir eru svalirnar umhverfis völlinn þétt staðnar. Stólarnir þykja erfiðir heim að sækja og stemningin klikkar sjaldnast. Það má teljast fífldjarft að skella á einhverjum viðburði eða fundi á Sauðárkróki á sama tíma og Stólarnir spila í Síkinu. Ekki einu sinni Framsóknarfélagið mundi reyna það þó mikið lægi við.
Meira

Stefnumótun til framtíðar er grunnurinn að góðu samfélagi

„Hver er munurinn á ByggðaListanum og öðrum listum?“ var ég spurður að um daginn og ég áttaði mig á að nauðsynlegt væri að koma helstu hugðar- og áhersluefnum hópsins betur á framfæri.
Meira

Skagfirðingar styrkja þolendur átakanna í Úkraínu

Undanfarið hafa Skagfirðingar lagt sitt að mörkum í neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir þolendur átakanna í Úkraínu. 6. apríl færðu fjórar duglegar stúlkur, þær Brynja María Baldvinsdóttir, Árelía Margrét Grétarsdóttir, Álfrún Anja Jónsdóttir og Júlía Marín Helgadóttir, Rauða krossinum 31 þúsund krónur. Þær höfðu búið til kort og selt í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki.
Meira

Amber Christina Monroe hlaut önnur verðlaun í nýsköpunarhraðli fyrir konur

Frumkvöðlaverkefni sem snúa að umhverfissjónarmiðum, samgöngum, sjálfbærri ræktun, aðstoð við listamenn, umhverfisvæna verslun og veflausn sem snýr að forvörnum gegn ofbeldi urðu í efstu sætunum í nýsköpunarhraðli fyrir konur sem Háskóli Íslands stendur að í samstarfi við bandaríska sendiráðið á Íslandi. Hraðlinum lauk formlega sl. föstudag og voru vegleg peningaverðlaun að verðmæti 2,2 milljóna króna veitt vinningshöfunum. Isponica á Hólum í Hjaltadal hlaut önnur verðlaun í einstaklingsflokki.
Meira

Jarðgöng og aðrar samgöngur

Við hjá Framsókn viljum beita okkur fyrir samtali við stjórnvöld um að stórbæta samgöngur í Skagafirði með betri vegum og jarðgangagerð samkvæmt nýrri samgöngu- og innviðaáætlun sem samþykkt hefur verið af öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Keta á Skaga

Jeg hefi ekki fundið Ketunafnið í eldri skjölum en í registri yfir „máldagabók“ Auðunar biskups rauða á Hólum. Þar er minst á „Kietu“ á Skaga, og registrið er frá 1318, eða þó yngra, ef til vill (sjá Dipl. II. b., bls. 488). Rúmri öld síðar, eða 1449 er „Keito“ (Keta) á Skaga talin í kúgildaskrá Hólastóls (Dipl. V. b., bls. 38).
Meira

Árangursrík skólaganga með okkar besta fólki

Leikskólinn er einn af hornsteinum samfélagsins og hefur margbreytilegu hlutverki að gegna. Hann er menntastofnun, þjónustustofnun og fjölmennur vinnustaður. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er grunnurinn lagður að öllu frekara námi og menntunarhlutverk hans því óumdeilt. Starfshættir, áherslur og markmið hvers skóla eru vel ígrundaðar og grundvallast af lögum, reglugerðum og námskrám sem mynda leiðbeinandi ramma utan um starfið.
Meira