Fínn sigur á Fylki í Lengjudeildinni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
12.05.2022
kl. 12.39
Stólastúlkur brunuðu í borgina í gær og parkeruðu við Wurth-völlinn í Árbænum þar sem lið Fylkis beið eftir þeim. Bæði lið spiluðu í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar og máttu þola fall niður í Lengjudeildina skemmtilegu. Fyrir tímabilið var liði Tindastóls spáð þriðja sæti en Fylki því fimmta og það mátti því búast við hörkuslag. Sú varð og raunin þó aðeins eitt mark hafi litið dagsins ljós en það gerði lið Tindastóls og þrjú stig í baukinn.
Meira