Skagafjörður

Fínn sigur á Fylki í Lengjudeildinni

Stólastúlkur brunuðu í borgina í gær og parkeruðu við Wurth-völlinn í Árbænum þar sem lið Fylkis beið eftir þeim. Bæði lið spiluðu í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar og máttu þola fall niður í Lengjudeildina skemmtilegu. Fyrir tímabilið var liði Tindastóls spáð þriðja sæti en Fylki því fimmta og það mátti því búast við hörkuslag. Sú varð og raunin þó aðeins eitt mark hafi litið dagsins ljós en það gerði lið Tindastóls og þrjú stig í baukinn.
Meira

Síðasta sýning á Nei ráðherra á laugardaginn

Nú er komið að leiðarlokum hjá þeim Örvari Gauta Scheving, ráðherra, Gógó ritara og Guðfinni Maack, aðstoðarmanni ráðherra, og öllum hinum sem glatt hafa áhorfendur í Bifröst undanfarnar vikur í Bifröst í leikritinu Nei ráðherra Leikfélags Sauðárkróks.
Meira

Til hvers öflugan tónlistarskóla?

Tónlist og kórsöngur hefur löngum verið stór partur af menningarlegri sjálfsmynd Skagfirðingsins. Öll viljum við að menningarlífið blómstri, en hvernig? Mikilvægi tónlistarinnar er einstakt og ekkert sem kemur í hennar stað. Til þess að svo megi verða áfram þurfum við öflugan tónlistarskóla þar sem fjölbreytt námsval stendur til boða.
Meira

Samskipti og þjónusta við íbúa - Gerum betur

Í nýju sameinuðu sveitarfélagi er að mörgu að hyggja. Við þurfum að stilla saman strengi eftir þessa breytingu. Eitt af því sem leggja þarf áherslu á að mínu mati er þjónustan við íbúa, aðgengi þeirra að upplýsingum og aðstoð við að fá úrlausn sinna mála. Þegar samfélög stækka þá vilja boðleiðir oft lengjast og verða erfiðari. En við getum unnið að því að svo verði ekki hjá nýju sveitarfélagi með því að vinna markvisst að því að bæta þjónustu og að allir íbúar, starfsmenn sveitarfélagsins og sveitarstjórnarfulltrúar rói í sömu átt varðandi það.
Meira

Kosningakaffi Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði í Grettistaki

Rangar upplýsingar komu fram í Sjónhorni vikunnar að kosningakaffi Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði yrði á kosningaskrifstofunni á kjördag. Rétt er að flokkurinn býður í kaffi og kökur í veitingasal Grettistaks á heimavist Fjölbrautaskólans og hefst klukkan 15.
Meira

Hægt að hefjast handa um byggingu menningarhúss á Sauðákróki

Á fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar í gær var samningur við menningar- og viðskiptaráðuneytið um byggingu menningarhúss í Skagafirði lagður fram og samþykktur. Um er að ræða endurbætur á Safnahúsi Skagfirðinga og nýbyggingu við það og er ætlað að hýsa bókasafn, listasafn, skjalasafn auk rýmis fyrir varðveislu og sviðslistir.
Meira

Menntun án staðsetningar - Tækifæri í heimabyggð

Að ljúka framhaldsnámi er sterkur grunnur til framtíðar bæði fyrir þá sem fara beint út á vinnumarkaðinn og þá sem fara í frekara nám. Þegar nýútskrifaðir framhaldsskólanemar ákveða að fara í framhaldsnám leiðir það til flutninga til svæða sem bjóða upp á slíkt. Samfélagið okkar verður fyrir tímabundnum og oft varanlegum missi af þessum völdum. Hjá þessu unga fólki verður tengingin við gamla samfélagið alltaf til staðar en tengsl myndast við það nýja sem verður erfitt að rjúfa.
Meira

Leikur Vals og Tindastóls sýndur í Króksbíói

Uppselt er á þriðja leik úrslita Subway deildar karla milli Vals og Tindastóls sem fram fer á morgun í Origo-höllinni á Hlíðarenda. Af þeim sökum munu KKÍ kort ekki gilda á leikstað og ekki er lengur hægt að sækja miða á KKÍ kort í Stubb. Þeir aðilar sem þegar höfðu sótt sér miða í gegnum KKÍ kortin eiga gildan miða og geta notað hann á leikstað á morgun.
Meira

Lengri opnunartími utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Kosið verður til sveitarstjórna laugardaginn 14. maí 2022. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þann 15. apríl sl. og lýkur kl. 17:00 á kjördag. Fimmtudaginn 12. maí nk. verður opið til kl. 19:00 á aðalskrifstofu sýslumanns að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi og sýsluskrifstofu Suðurgötu 1, Sauðárkróki.
Meira

Hugvarpið, hlaðvarpsþáttur um geðheilsu, fer í loftið á föstudag

Fyrsti hlaðvarpsþáttur Hugrúnar geðfræðslufélags, Hugvarpið, verður sendur næstkomandi föstudag þann 13. maí. Félagið er rekið í sjálfboðaliðastarfi af háskólanemum og snýr öll starfsemi félagsins að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að upplýsingum um geðheilsu.
Meira