Allt að verða uppselt á leikinn í Síkinu á sunnudag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
13.05.2022
kl. 14.11
Það er ýmislegt sem dregur að sér athyglina þessa helgina; sveitarstjórnarkosningar og Eurovision á laugardagskvöldið en hér á Norðurlandi vestra virðast nú flestir hafa hvað mestan áhuga á ævintýri Tindastóls í úrslitakeppninni í körfubolta og það þarf talsvert djúsi málefni til að skófla körfunni út af kaffistofuborðinu. Mbl.is greinir frá því að miðar á fjórða leikinn í einvígi Vals og Tindastóls, sem fram fer nú á sunnudagskvöldið, fóru í sölu í morgun á miðasölukerfinu Stubbi sem hrundi undan álaginu. Það er því næsta víst að það verði engir auðir og ógildir í Síkinu á sunnudag.
Meira