Skagafjörður

Saumaði sér boli fyrir böll þegar hún var unglingur

Hrund Jóhannsdóttir er 34 ára og er í sambúð með Gunnari Páli Helgasyni og eiga þau tvö börn, Heklu Sigríði 5 ára og Val Helga 1 árs og eiga þau heima á Hvammstanga. Hrund er með BS í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og rekur veitingarstaðinn Sjávarborg á Hvammstanga ásamt manni sínum.
Meira

Ernan á Borgarsandi :: Glæst skip sem endaði í ljósum logum

Sauðkrækingar hafa í gegnum tíðina notað Borgarsandinn, fjöruna neðan staðarins, til útiveru allan ársins hring og gjarna er myndað. Flestar myndirnar sýna skipsflakið sem legið hefur grafið í sandinum í rúma hálfa öld, dást að því og nota sem kennileiti, en fæstir þekkja sögu skipsins sem í daglegu tali er nefnt Ernan. Feykir fór á stúfana og leitaði mynda af skipinu og rifjaði upp sögu þess og naut aðstoðar margra sem fá þakkir að launum.
Meira

Þess vegna þurfum við menningahús!

Forsaga hugmynda um menningarhús á Sauðárkróki er að árið 2005 undirrituðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, Gísli Gunnarsson, þáverandi forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Agnar H. Gunnarsson, oddviti Akrahrepps, samkomulag um uppbyggingu menningarhúss í Skagafirði. Grundvöllur þessa samkomulags var ákvörðun ríkisstjórnar Íslands frá árinu 1999 um að veita stofnstyrki til uppbyggingar menningarhúsa utan höfuðborgarsvæðisins með það að markmiði að bæta þar aðstöðu til menningar- og listastarfsemi.
Meira

Prestsbær hrossaræktarbú ársins 2021 í Skagafirði

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga (HSS) hélt tvöfaldan aðalfund fyrir árin 2020 og 2021, þann 19. apríl síðastliðinn í Tjarnarbæ. Við sama tækifæri var verðlaunaveiting til félagsmanna HSS þar sem verðlaun voru veitt fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin, hrossaræktarbú ársins og kynbótaknapa ársins, fyrir árið 2021.
Meira

Murr á skotskónum í sigri á Grindvíkingum

Tindastóll og Grindavík mættust í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar á Króknum í kvöld. Stólastúlkur náðu snemma forystunni og voru mun sterkara liðið í fyrri hálfleik en gestirnir pressuðu töluvert í síðari hálfleik og heimaliðinu gekk verr að halda boltanum. Það kom þó ekki að sök því undir lokin bætti Murr við öðru marki sínu í leiknum og lokatölur því 2-0.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður fær úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir framkvæmdir við Ketubjörg

„Þau gleðilegu tíðindi bárust í dag að Sveitarfélagið Skagafjörður fær úthlutað styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2022 að upphæð kr. 23.693.200 fyrir verkefnið aðgengi og öryggi ferðamanna við Ketubjörg,“ segir á heimasíðu sveitarfélagsins.
Meira

Varmahlíðarskóli keppir til úrslita í skólahreysti

Varmahlíðarskóli sigraði 6. riðil í undankeppni skólahreystis og er því búið að tryggja sér sæti í úrslitum sem fara fram í Laugardalshöll 21. maí. Á heimasíðu skólans segir að í upphafi keppni hafi strax orðið ljóst að Varmahlíðarskóli ætlaði sér sigur en hann var efstur í tveimur af fjórum einstaklingsgreinum áður en kom að hinni æsispennandi hraðaþraut sem vannst með yfirburðum.
Meira

Að eldast í Skagafirði, á öðru póstnúmeri en 550

Mig langar að benda á forgangsröðun og þau réttindi sem íbúar Skagafjarðar eiga að búa við en er því miður ekki enn búið að koma í forgang. Skagafjörður getur betur. Lög um grunnþjónustu félagsþjónustu fyrir aldraða á ekki að einangrast við póstnúmer. Lögin eru sett fyrir alla íbúa Íslands. Ef réttindi allra íbúa til grunnþjónustu samkvæmt lögum er ekki forgangsmál, hvað er það þá?
Meira

Brúarstæðið á Laxá í Refasveit í landi Kollugerðis sem tilheyrir nú Syðra-Hóli

Brúarstæðið er litlu neðar en gamla Lestavaðið sem var alfaraleið fyrir tíma allrar brúagerðar. Gamla brúin sunnan við Syðra-Hól við svonefndan Rana var í notkun fram yfir 1970 í miklum halla og með erfiða aðkomu og illfær í snjóum og hálku. Mikill farartálmi á vetrum. „Nýja brúin“ er litlu austar gríðarlega há einbreið og með miklum halla til norðurs.
Meira

Íslandsbankasala fjármálaráðherra er ólögleg

Árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Fjármálaráðherra fær þar m.a. heimild til að selja Íslandsbanka, að fenginni heimild í fjárlögum. Flokkur fólksins var eini flokkurinn á Alþingi sem var á sölunni á Íslandsbanka. Fármálaráðherra selur Íslandsbanka, enginn annar. Hann tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins, líkt og segir í lögunum. Hann ber ábyrgð á sölunni.
Meira