Skagafjörður

Elísa Bríet og Katla Guðný æfa með U15

30 manna leikmannahópur hefur verið valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum U15 ára landsliðs kvenna. Tvær Tindastólsstúlkur komust í gegnum nálaraugað en þær Katla Guðný Magnúsdóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir hafa verið kallaðar til æfinga dagana 11.-13. janúar.
Meira

Björgunarbíll Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð á Seyðisfjörð

„Það bættist í tækjaflota Ísólfs í kvöld en við keyptum notaðan björgunarsveitarbíl af Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð með öllum helsta búnaði kláran í útköll en hann mun leysa Unimog af þar til hann kemur aftur sem verður ekki á næstu mánuðum,“ segir í færslu Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði á Facebook-síðu sinni.
Meira

Guðrún og Guðmundur loka Efnalaug Sauðárkróks

Síðast liðinn föstudag var síðasti vinnudagur í Efnalaug Sauðárkróks en fyrirtækið hefur nú hætt starfsemi eftir áratuga rekstur. Síðustu þrjá áratugina hafa þau hjón Guðrún Kristófersdóttir og Guðmundur Óli Pálsson staðið vaktina sem nú er á enda. Boðið var til veglegs kaffihlaðborðs í morgunpásunni og margir sem litu inn í tilefni tímamótanna.
Meira

Árið hefst á nýju lagi með Gillon

Sumar hugmyndir taka lengri tíma í að gerjast en aðrar. Það má til sanns vegar færa þegar skoðuð er sagan um lagið Seppe Jensen, sem Gillon, aka Gísli Þór Ólafsson, sendi frá sér nú á afmælisdaginn sinn, þann 1. janúar. Það á nefnilega rætur að rekja til dönskuverkefnis sem Gísli og félagar unnu í Fjölbraut á Króknum fyrir 25 árum.
Meira

Væri til í að brenna í burtu besserwissera viðhorf Íslendinga

Það er söngdívan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, frá Dæli í Vestur-Húnavatnssýslu, sem heldur áfram að svara ársuppgjöri Feykis. Hún segir m.a. að fyrir sig persónulega hafi móttökur við litla skólanum hennar, Starcodes Academy slegið flest annað út á árinu 2022.
Meira

Gleðilegt nýtt ár!

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir samveruna á því liðna. Megi guð og gæfa fylgja ykkur á nýju ári.
Meira

Ætlaði í sund en endaði á að gifta sig

Á síðasta degi ársins 2022 er það skagfirska Vordísin, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, listakona, sem fær þann heiður að gera upp árið. Það er nú sannarlega engin lognmollan þegar elskuleg Sigurlaug Vordís er annars vegar og það er óhætt að fullyrða að dagskráin hennar hafi verið þéttskipuð á árinu og stefnir í svo verði einnig á því næsta.
Meira

Rúmlega 65 þúsund manns heimsóttu Byggðasafns Skagfirðinga á árinu

Í áramótakveðju Byggðasafns Skagfirðinga sem birt er á heimasíðu þess segir að starfsfólk hafi haft í nógu að snúast á líðandi ári enda gestafjöldinn aldrei verið meiri en safnið tók á móti 65.437 manns árinu. Fyrra metið var frá árinu 2016 en þá voru gestirnir 46.051.
Meira

Mættum flatir í þennan leik, segir Helgi Rafn um tap Stóla í gær

Valsmenn gerðu góða ferð í Skagafjörðinn í gær þegar þeir kræktu í sigur í Síkinu gegn Stólum í Subway deildinni. Leikurinn var ansi kaflaskiptur þar sem Valsarar náðu góðu forskoti í fyrsta leikhluta 17 - 28 sem reyndist heimamönnum að jafna. Það gerðu þeir þó í fjórða leikhluta og höfðu sigurinn í höndum sér í lokin en lokaskotið geigaði sem þýddi framlengingu.
Meira

Gert ráð fyrir sæmilegu veðri á Norðurlandi vestra yfir áramótin

Spáð er frekar leiðinlegu veðri á landinu á gamlársdag og fram að hádegi á nýársdag en það eru þó einkum íbúar vestan- og sunnanlands sem fá að finna fyrir skellinum. Hér á Norðvesturlandi er gert ráð fyrir austan 5-13 m/sek á morgun og snjókomu á köflum. Dregur heldur úr frosti.
Meira