Skagafjörður

Allir á völlinn!

Átta liða úrslitin í úrrslitakeppni 4. deildar hefjast í dag (laugardag) og á Sauðárkróksvelli mætast lið Tindastóls og Hvíta riddarans og hefst leikurinn kl. 14:00 í dag. Hvíti riddarinn rekur ættir sínar í Mosfellsbæinn og fór liðið í gegnum A-riðil án þess að tapa leik. Stólarnir töpuðu einum og gerði tvö jafntefli líkt og lið andstæðinganna þannig að það er fjallgrimm vissa fyrir því að það verður hart barist í einvígi liðanna. Donni þjálfari hvetur alla sem vettlingi geta valdið að mæta á völlinn og styðja við bakið á Stólunum.
Meira

Kindur gera usla á Króknum :: Háma í sig sumarblómin og skemma eigur

Undanfarin haust hafa bæjarbúar Sauðárkróks getað fylgst með kindum sem lagt hafa leið sína í bæinn og margir hafa haft gaman af því að taka af þeim myndir á hinum ólíklegustu stöðum. En það eru ekki allir kátir.
Meira

Fjár- og stóðréttir á Norðurlandi vestra

Bændablaðið hefur tekið saman fjár- og stóðréttadaga á landinu öllu en réttarstörf verða nú með hefðbundnum brag á ný en eins og margir muna voru fjöldatakmarkanir í réttum tvö síðustu haust vegna kórónuveirufaraldursins. Á Norðurlandi vestra hefst fjörið strax á morgun þegar dregið verður í Hrútatungurétt í Hrútafirði, Hvammsrétt í Langadal, Miðfjarðarrétt í Miðfirði og Rugludalsrétt í Blöndudal.
Meira

Fyrsta vika Skólabúðanna á Reykjum að ljúka

Stutt er síðan samningar voru undirritaðir um það að UMFÍ tæki við rekstri Skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði. Fyrstu hóparnir komu á mánudaginn og er mikil ánægja með aðstöðuna en allt var sett á fullt í endurbætur á húsnæðinu þar sem UMFÍ og starfsmenn á vegum sveitarfélagsins Húnaþings vestra staðið í ströngu síðustu vikur. Búið er að mála allt, skipta út nær öllu innbúi og húsgögnum og ráða í allar stöður.
Meira

Katrín M. Guðjónsdóttir nýr framkvæmdastjóri SSNV

Nýr framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er Katrín M. Guðjónsdóttir en hlutverk hennar verður að byggja upp samfélagið á Norðurlandi vestra í samstarfi við sveitafélög og sveitastjóra á svæðinu. Sveitafélögin sem um ræðir eru Húnaþing vestra, Húnabyggð, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd og Skagafjörður.
Meira

Ellefu sækjast eftir stöðu framkvæmdastjóra SSNV

Fyrir um mánuði síðan rann út umsóknarfrestur í stöðu framkvæmdastjóra SSNV, landshlutasamtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Alls bárust 18 umsóknir um stöðuna en sjö umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka eftir að umsóknarfresti lauk.
Meira

Reglugerð um endurgreiðslu vegna þjónustu sérgreinalækna framlengd

Gildistími reglugerðar heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu vegna þjónustu sérgreinalækna hefur verið framlengdur frá 1. september til 31. október nk. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að reglugerðin hafi verið send Stjórnartíðindum og birtist í dag.
Meira

Íslendingar og víkingaruglið :: Leiðari Feykis

Ég rakst á umfjöllun á Vísi.is á dögunum þar sem segir frá því að hinn ástsæli þjóðháttafræðingur Árni Björnsson hafi í samtali við Ísland í dag gagnrýnt harðlega sviðsetningu víkingaviðureignar sem var einn liður í dagskrá víkingafélagsins Rimmugýgjar á Menningarnótt í samstarfi við Þjóðminjasafnið.
Meira

Hræringar í veitingabransanum

Nú í dag er nóg að gerast í veitingageiranum á Króknum. Róbert Óttarsson er að selja Sauðárkróksbakarí eftir að hafa séð heimamönnum fyrir bakkelsi í fjölda ára. Hann tók við bakaríinu af föður sínum , Óttari Bjarnasyni, fyrsta september 2006, en Sauðárkróksbakarí hefur verið starfandi frá 1880 og er elsta starfandi fyrirtæki í skagafirði.
Meira

Ráðlögð rjúpnaveiði um sex fuglar á veiðimann

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2022 og hafa niðurstöðurnar verið kynntar Umhverfisstofnun með bréfi en ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 26 þúsund fuglar. Segir á vef stofnunarinnar að í aðalatriðum hafi talningar síðastliðið vor sýnt fjölgun rjúpna á nær öllum talningarsvæðum 2021–2022.
Meira