Lið Ýmis hafði betur eftir vítaspyrnukeppni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
02.05.2022
kl. 09.15
Það var spilaður fótbolti á Króknum í gær þrátt fyrir kuldabola og norðanderring. Lið Tindastóls og Ýmis mættust þá á gervigrasinu í úrslitakeppni C-deildar Lengjubikarsins. Þrátt fyrir slatta af tækifærum tókst liðunum ekki að koma boltanum í mörkin tvö í venjulegum leiktíma og þurfti þá að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar höfðu gestirnir úr Kópavogi betur og sigruðu 2-4.
Meira