Skagafjörður

Vegurinn, nýtt lag frá Þórólfi og Andra

„Á fyrstu sumardögum ársins 2022 fundu tveir útlagar og brottfluttir Skagfirðingar hvorn annan…í kærleika!“ segir tónlistarmaðurinn Þórólfur Stefánsson, sem býr og starfar í Svíþjóð en hinn helmingur tvíeykisins, Andri Már Sigurðsson sem einnig kemur fram undir listamannsnafninu Joe Dubius, í Mexíkó.
Meira

Heyr himna smiður – 50 ár frá lagasmíði

Víða leynast handskrifuð bréf hugsaði ég þegar ég horfið á fréttirnar um daginn, en þar var sagt frá óþekktu bréfi Davíðs Stefánssonar sem nú var að koma fram fyrir augu almennings. Þá mundi ég eftir að ég átti bréf frá Þorkeli Sigurbjörnssyni, er hann svarað erindi mínu um hvernig lag hans, Heyr himna smiður varð til.
Meira

Ævintýrabúðirnar í Háholti verða áfram næstu tvö sumur

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur undirritað samning við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra um sumardvöl barna og ungmenna með ADHD, einhverfu og aðrar skyldar raskanir í Háholti í Skagafirði nú í sumar og sumarið 2023.
Meira

Úrtaka Skagfirðings fyrir LH fór fram um helgina

Um síðustu helgi var úrtaka Hestamannafélagsins Skagfirðings haldin fyrir Landsmót, sem fram fer dagana 3. - 10. júlí á Hellu, og var þátttaka góð, mörg framúrskarandi hross og glæsilegar sýningar. Sex efstu hestarnir í hverjum flokki unnu sér inn farmiða á Landsmótið og hafa keppendur frest fram á morgundaginn til að staðfesta þátttöku sína.
Meira

Þjóðhátíðardagskrá færist inn í íþróttahúsið á Sauðárkróki

Í ljósi óhagstæðrar veðurspár fyrir morgundaginn, 17. júní hefur verið tekin sú ákvörðun að færa hátíðardagskrána sem vera átti á íþróttavellinum á Sauðárkróki inn í íþróttahúsið. Stefnt er þó á að hafa hestafjörið og þá dagskrá sem áður hefur verið auglýst við Skagfirðingabúð óbreytta en hún hefst kl. 12:30.
Meira

Viðreisn auðveldar þolendum heimilisofbeldis að fá skilnað

Mörg mál voru samþykkt á lokametrum þingvetrarins. Eitt þeirra var sérstaklega miðað að því að bæta stöðu þolenda heimilisofbeldis. Þingmenn Viðreisnar fengu samþykkt frumvarp sitt, sem auðveldar skilnaðarferlið fyrir fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka síns eða býr á heimili þar sem barn hefur verið beitt ofbeldi.
Meira

Vistmorði vísað til ríkisstjórnarinnar – þingflokkur Pírata fagnar

Alþingi vísaði þingsályktunartillögu Pírata um vistmorð til ríkisstjórnarinnar í dag. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og flutningsmaður tillögunnar, fagnar niðurstöðunni.
Meira

Maddie Sutton til Akureyrar

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við bandaríska framherjann Maddie Sutton um að leika með liðinu í 1. deild kvenna næsta tímabil og verður þar af leiðandi ekki með Tindastól á næsta tímabili
Meira

Umhverfisvæn orkuöflun og orkunýting til húshitunar og orkuskiptin

Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp til breytingar á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Í frumvarpinu er lagt til að styrkir verði í formi eingreiðslu til íbúðareigenda sem fjárfesta í tækjabúnaði er leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og bættrar orkunýtingar við húshitun. Styrkurinn tekur mið af kostnaði við kaup á tækjabúnaði og uppsetningu utan dyra og er þar sérstaklega horft til varmadælna.
Meira

Bess ekki með Tindastól á næsta tímabili

Bakvörður Tindastóls í Subway deild karla Javon Bess mun ekki verða með liðinu á næstu leiktíð.
Meira