Allir á völlinn!
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
03.09.2022
kl. 11.13
Átta liða úrslitin í úrrslitakeppni 4. deildar hefjast í dag (laugardag) og á Sauðárkróksvelli mætast lið Tindastóls og Hvíta riddarans og hefst leikurinn kl. 14:00 í dag. Hvíti riddarinn rekur ættir sínar í Mosfellsbæinn og fór liðið í gegnum A-riðil án þess að tapa leik. Stólarnir töpuðu einum og gerði tvö jafntefli líkt og lið andstæðinganna þannig að það er fjallgrimm vissa fyrir því að það verður hart barist í einvígi liðanna. Donni þjálfari hvetur alla sem vettlingi geta valdið að mæta á völlinn og styðja við bakið á Stólunum.
Meira